Morgunblaðið - 07.07.2014, Síða 23
forseti JC á árunum 1991-1992 og
hefur leiðbeint á fjöldamörgum nám-
skeiðum. Sigrún Inga er búin að vera
sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum frá
árinu 1991, byrjaði í Reykjavík, var í
Vinalínunni þar og er heimsóknar-
vinur í Eyjum.
Hún sat í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja frá 1998-2002 og var m.a. forseti
bæjarstjórnar þann tíma.
Sigrún Inga er búin að vera í Kven-
félaginu Líkn frá árinu 2000 og í Odd-
fellow frá árinu 2001 og hefur verið
formaður sóknarnefndar Landa-
kirkju frá árinu 2011. „Þjálfunina í fé-
lagsmálum fékk ég í JC, bæði í ræðu-
mennsku og nefndarstörfum, og
þetta skilar sér enn þann dag í dag.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar Ingu er
Gunnar K. Gunnarsson, f. 21.2. 1950,
forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í
Vestmannaeyjum. Foreldrar hans:
Gunnar Kristinsson, f. 5.10. 1917, d.
21.10. 2004, verslunarmaður í
Reykjavík, og María Tryggvadóttir,
f. 17.11. 1917, d. 28.4. 2007, tann-
smiður í Reykjavík.
Börn Sigrúnar Ingu og Gunnars
eru María Kristín Gunnarsdóttir, f.
28.8. 1974, ráðgjafi á vörumerkjasviði
hjá Árnason Faktor, búsett í Reykja-
vík. Maki: Atli Þór Þórsson versl-
unarmaður. Barnabörn: Eydís Rún
Arnardóttir, f. 3.7. 1998, Birta Líf
Atladóttir, f. 14.3. 1998, og Sigrún
Fjóla Atladóttir, f. 16.11. 2005; Gunn-
ar Geir Gunnarsson, f. 18.8. 1976,
framkvæmdastjóri hjá Samgöngu-
stofu, búsettur í Reykjavík. Maki:
Fríða Björk Arnardóttir skrifstofu-
maður. Barnabörn: Kristinn Örn
Gunnarsson, f. 26.9. 2004, og María
Dís Gunnarsdóttir, f. 9.10. 2008; Inga
Lilý Gunnarsdóttir, f. 7.9. 1977, lyfja-
fræðingur og framkvæmdastjóri hjá
Actavis, búsett í Tókýó, Japan. Maki:
Hilmar Þórlindsson íþróttakennari.
Barnabörn: Þórunn María Hilm-
arsdóttir, f. 6.2. 2005 og Hanna Lilý
Hilmarsdóttir, f. 22.5. 2008.
Systkini Sigrúnar Ingu eru Guð-
laugur Sigurgeirsson, f. 16.7. 1956,
framkvæmdastjóri hjá Landsneti,
búsettur í Garðabæ, og Guðrún
Kristín Sigurgeirsdóttir, f. 16.7. 1965,
matvælafræðingur og verkefnastjóri
hjá Næringarstofu Háskóla Íslands,
búsett á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Sigrúnar Ingu: Sigur-
geir Jónasson, f. 19.9. 1934, ljósmynd-
ari í Vestmannaeyjum, og Jakobína
Guðlaugsdóttir, f. 30.3. 1936, d. 4.2.
2004, umboðsmaður Morgunblaðsins
í Vestmannaeyjum.Hjónin Stödd á Kanaríeyjum á 40 ára brúðkaupsafmælinu í mars sl.
Úr frændgarði Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur
Sigrún Inga
Sigurgeirsdóttir
Ingibjörg Rannveig Mathiesen
verslunarmaður í Eyjum
Jón Hinriksson
kaupfélagsstjóri í Eyjum
Sigurlaug Jónsdóttir
húsfreyja í Eyjum
Hinrik Jónsson
sýslumaður í
Stykkishólmi
Guðlaugur Gíslason
fyrrv. bæjarstjóri í Eyjum
og alþingismaður
Jakobína Guðlaugsdóttir
fyrrv. umboðsmaður
Morgunblaðsins í Eyjum
Þórunn Jakobína Hafliðadóttir
húsfreyja í Hafnarfirði, Eyjum
og Rvík
Gísli Geirmundsson
smiður og útgerðarmaður
á Stafnesi og í Eyjum
Guðrún Jónasdóttir
húsfreyja í Rvík
Ingvar Sveinsson
steinsmiður í Rvík
Guðrún Kristín Ingvarsdóttir
húsfreyja í Eyjum
Jónas Sigurðsson
loftskeytamaður í Eyjum
Stefanía Sigurðardóttir
verslunarmaður á Akranesi
Jónína Guðnadóttir
leirlistakona í Hafnarfirði
Sigurgeir Jónasson
ljósmyndari í Eyjum
Guðrún Jónasdóttir
skrifstofumaður í
Reykjavík
Jónas Þór Steinarss.
fyrrv. framkvæmda-
stjóri Bílgreina-
sambandsins
Ingunn Jónasdóttir
húsfreyja í Eyjum
Sigurður Pétur Oddsson
útgerðarmaður í Eyjum
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Katrín Thoroddsen, læknir ogalþingismaður, var fædd 7.júlí 1896 á Ísafirði. For-
eldrar hennar voru Skúli ritstjóri og
alþingismaður Thoroddsen, sonur
Jóns sýslumanns og skálds Thor-
oddsens, og kona hans, Theodóra
Thoroddsen, dóttir Guðmundar pró-
fasts og alþingismanns á Kvenna-
brekku Einarssonar.
Katrín lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík árið
1915 og læknaprófi við Háskóla Ís-
lands 1921. Við framhaldsnám í
sjúkrahúsum í Noregi og Þýzkalandi
var hún á árunum 1921–1923 og fór
síðar margar námsferðir til útlanda,
einkum til að kynna sér heilsugæslu
og heilsuvernd barna. Árin 1924-
1926 var hún héraðslæknir í
Flateyjarhéraði, síðan starfandi
læknir í Reykjavík, viðurkenndur
sérfræðingur í barnasjúkdómum
1927, læknir ungbarnaverndar Líkn-
ar, síðar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur 1927-1940, yfirlæknir
þar 1940-1955 og loks yfirlæknir
barnadeildar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur 1955-1961.
Katrín Thoroddsen tók sæti vara-
þingmanns á Alþingi haustið 1945 en
var síðan alþingismaður á árunum
1946-1949 fyrir Sósíalistaflokkinn.
Hún sat í undirbúningsnefnd Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur frá
1946 og í undirbúningsnefnd Bæjar-
spítala Reykjavíkur frá 1949, en
lagði niður störf í þeirri nefnd. Hún
var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950-
1954 og átti sæti í barnaverndar-
nefnd um skeið.
Katrín Thoroddsen helgaði ævi-
starf sitt fyrst og fremst lækningum
og líknarmálum. Þó að hún hafi ekki
verið fyrsti kvenlæknirinn sem út-
skrifaðist frá HÍ varð hún fyrst
kvenna til að stunda læknisstörf í
Reykjavík. Hún varð vinsæll læknir,
fórnfús og ósérhlífin, umhyggjusöm
börnum og öllum smælingjum og
ótrauð í baráttu fyrir umbótum í
heilbrigðis- og mannúðarmálum. Á
Alþingi átti hún sæti í
heilbrigðis- og félagsmálanefnd.
Katrín var ógift og barnlaus. Hún
lést 11. maí 1970.
Merkir Íslendingar
Katrín
Thoroddsen
85 ára
Elsa Jóhannesdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Hrefna Björnsdóttir
Hulda Haraldsdóttir
Margrét Guðnadóttir
Valborg Þorvaldsdóttir
Þórdís Bergsdóttir
Þröstur Sigtryggsson
80 ára
Gerður Ólafsdóttir
Halldóra Þórhallsdóttir
Ingveldur Ásta Hjartardóttir
Jóhanna M. Kristjánsdóttir
Kolbrún Gunnlaugsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Sif Edith S. Jóhannesdóttir
Sigríður Elíasdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
Sigurjón Jónsson
Sólveig Jónsdóttir
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
75 ára
Bjarni Snæbjörnsson
Hallgrímur Guðmannsson
Rúnar Sveinsson
Sveinbjörn Gunnarsson
70 ára
Elínborg Ásmundsdóttir
Emil Ágústsson
Halldóra Júlíusdóttir
Hulda Gunnlaugsdóttir
Ingunn Áskelsdóttir
Marta Sigríður Bjarnadóttir
Þorvaldur Guðnason
60 ára
Eggert Þór Andrésson
Erla Gunnarsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Katrín A. Magnúsdóttir
Ólafía Bjarnadóttir
Ólafur Stefán Þorbergsson
Sabína Jónsdóttir
Sigurður Gunnar Sveinsson
Svandís Ósk Óskarsdóttir
Þóra Guðný Gunnarsdóttir
50 ára
Agnes Charlotte Kruger
Anna Dóra Pálsdóttir
Ása Þorkelsdóttir
Baldvin Már Magnússon
Esther Björk Tryggvadóttir
Friðsteinn G. Stefánsson
Haukur Sigurjónsson
Katrín Guðjónsdóttir
Lára V. Albertsdóttir
Renata Starobrat-Wróbel
Sunna Davíðsdóttir
Valentina Kay
Viðar Sigurjónsson
Þorsteinn Þorsteinsson
40 ára
Arnar Þór Jónsson
Bergur Reynisson
Brynjar Snær Kristjánsson
Hekla Guðmundsdóttir
Janis Niedra
Kristín Ösp Jónsdóttir
Kristján Ingi Hjörvarsson
Kristján Örn Sævarsson
Skarphéðinn J. Karlsson
30 ára
Dalma Judit E. Kovacs
Davíð Helgason
Ernest Fedor
Jolanta Renata Stefanko
Jón Kristinsson
Lárus Baldur Atlason
Margrét Matthíasdóttir
Penpidchaya Thaiprasert
Sebastian Józef Zmarzly
Sigurður Arent Jónsson
Sigurður Finnbogason
Simon Morelli
Urszula Elzbieta Rogalska
Valgeir Þorsteinsson
Til hamingju með daginn
40 ára Linda býr á Akur-
eyri og er áhugaljósmynd-
ari.
Maki: Guðni Konráðsson,
f. 1971, kjötiðnaðarmaður
hjá Kjarnafæði.
Börn: Kolbrún María, f.
1990, Dagur Elí, f. 1995,
Logi Steinn, f. 2006, Leon
Máni, f. 2007, og stjúp-
sonur Helgi Freyr, f. 1991.
Foreldrar: Ólafur Haukur
Óskarsson, f. 1951, og
Hrefna Harðardóttir, f.
1954.
Linda
Ólafsdóttir
30 ára Tinna er Reykvík-
ingur og hefur starfað
sem ballettkennari en er
í fæðingarorlofi.
Maki: Guðjón Kristinn
Ólafsson, f. 1978, nudd-
ari og þjálfar frjálsar
íþróttir.
Sonur: Árni Kristinn, f.
2014.
Foreldrar: Ágúst Einars-
son, f. 1959, prestur í
Svíþjóð, og Hanna Valdís
Guðmundsdóttir, f. 1962,
píanókennari í Reykjavík.
Tinna
Ágústsdóttir
40 ára Pálína er Kópa-
vogsbúi en býr í Reykjavík
og er grunnskólakennari í
Foldaskóla í Grafarvogi.
Maki: Brynjólfur Eyjólfs-
son, f. 1972, markaðsstjóri
hjá HB Granda.
Börn: Eyjólfur Brynjar, f.
1997, Bjarki Dagur, f. 2001,
Marías Bergsveinn, f.
2003, og Sandra Bassí, f.
2008.
Foreldrar: Þorsteinn
Christensen, f. 1951, og
Finnborg Scheving, f. 1952.
Pálína
Þorsteinsdóttir
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Opið: 8
:00 - 18
:00
mánud
.– fimm
tud.,
8:00 - 1
7:00 fö
stud,
bílalakk
frá þýska fyrirtækinu
Ekki bara fyrir
fagmenn líka
fyrir þig
Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla.
HÁGÆÐA