Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  165. tölublað  102. árgangur  SKUGGABALDRAR Á TÓNLISTAR- HÁTÍÐ VANN Á LEIKSKÓLA Í SUÐUR-AFRÍKU ÍSLENSKIR RAF- TÓNLISTARMENN Á FLAKKI UM LANDIÐ VIGFÚS BLÆR 10 ÚTITÓNLEIKAR OG FLEIRA FLOTT 31DANSAÐ FRAM Á NÓTT 30 Skoska liðið Celtic hafði betur gegn Íslandsmeistur- um KR í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin urðu 1:0 og kom markið í Frostaskjólinu undir lok leiksins. Fjöl- margir stuðningsmenn Celtic voru á leiknum og m.a. Jóhannes Eðvaldsson, fyrrverandi leikmaður Celtic og fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann er á minni myndinni með gömlum félögum sínum úr Val, þeim Halldóri Einarssyni og Þorsteini Sívertsen frá vinstri talið. Á þeirri stærri eru Anthony Stokes og Emil Atlason, bróðursonur Jóhannesar. » Íþróttir Sigurmark í lokin Celtic vann KR í baráttuleik í Frostaskjólinu Morgunblaðið/Eggert Kjartan Kjartansson Sigurður Bogi Sævarsson Áfengisvandi er algengur á meðal eldri sjúklinga sjúkrahúsa en hann er oft dulinn þar sem læknar eru ekki nógu glöggir að greina hann og sjúklingurinn sjálfur og að- standendur hans dylja hann oft eða gera lítið úr hon- um. „Þetta gerir oft vandann erfið- ari og viðbrögðin verða þá kannski ekki eins góð og vera ætti,“ segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi. Fólk í aldurs- hópnum 55 ára og eldri sækir í aukn- um mæli í meðferð og telur Þórarinn að það sé vegna aukinnar drykkju þessa hóps. Sérstaklega hafi konur á þessum aldri aukið áfengis- neyslu sína frá því sem áður var. Arna Guðmundsdóttir, sérfræðilæknir við lyflækningasvið Landspítalans í Foss- vogi, segir að þeir tímar hafi komið að rekja hafi mátt helming innlagna sjúklinga á deildina til áfengisneyslu. „Sjúklingar eru kannski lagðir inn vegna mjaðmabrots en sé málið krufið betur er ástæðan hugsanlega sú að viðkomandi var drukkinn þegar hann datt og brotnaði.“ Bæði Arna og Þórarinn lýsa efasemdum um að frelsi í áfengisverslun verði aukið en frumvarp um það verður lagt fyrir Alþingi í haust. Þórarinn segir að aukin áfengis- neysla muni leiða til aukins kostnaðar fyrir skattborgara við það að grípa inn í alvarlegt heilbrigðisástand fullorðins fólks. »6 Dulinn áfengis- vandi  Eldra fólk sækir meira í meðferð Meðferð » Árið 1995 leit- uðu 150 ein- staklingar 55 ára og eldri sér með- ferðar á Vogi. Í fyrra voru þeir 260. » Það er fjölgun um 73% á tæp- um tuttugu ár- um.  Dagur Brynjólfsson heldur úti gróðurhúsi í Reykholti í Bisk- upstungum, þar sem hann notar vatn úr fiskabúrum til að búa til köfnunarefni sem plöntur þurfa til að vaxa. Hann ræktar meðal annars litlar melónur og okrur, en hann hóf að prófa sig áfram með sameldi árið 2011. »4 Notar fiska til að rækta plöntur  Útlendingastofnun hefur það sem af er þessu ári fengið 71 umsókn um hæli hér á landi. Það er nokkru minna en á sama tíma á síðasta ári, þegar 111 umsóknir höfðu borist. Núna eru umsóknirnar hins vegar frá helmingi fleiri ríkjum en í fyrra og hefur ríkisfangið aldrei verið fjölbreyttara, samkvæmt upplýs- ingum frá Útlendingastofnun. »12 Hælisleitendur frá fleiri ríkjum en áður Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísitala kaupmáttar launa hefur ver- ið á stöðugri uppleið á árinu og hefur hún hækkað mikið frá því að kaup- máttur var minnstur árið 2010. Gildi hennar í maí sl. hafði aðeins einu sinni verið hærra í þessum mánuði á öldinni, nefnilega árið 2007. Arnar Ingi Jónsson, sérfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, seg- ir þessa þróun sýna að kjarasamn- ingar í vor hafi aukið kaupmáttinn. „Verðbólgustigið hefur mikil áhrif á kaupmátt launa. Verðbólgan hefur verið mjög lítil að undanförnu. Það hefur þau áhrif að allar launahækk- anir í þjóðfélaginu skila sér í kaup- mætti. Launin brenna ekki upp í verðbólgu,“ segir Arnar Ingi. Vinnustundum að fjölga Þótt vísitalan hafi hækkað er kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki jafn mikill og til dæmis árin 2007 og 2008 og er það m.a. vegna skatta- hækkana og færri vinnustunda. Eftirspurn eftir vinnuafli er nú að aukast og vinnustundum að fjölga. Vignir Jónsson, sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Analytica, segir að þrátt fyrir að kaupmáttur sé mik- ill í sögulegu samhengi sé kaupmátt- ur í erlendri mynt ekki endilega mik- ill þar sem raungengi krónu er ennþá sögulega lágt. „Það kann að útskýra hvers vegna Íslendingar telja sig hafa lítinn kaupmátt erlendis,“ segir Vignir. Kaupmáttur að styrkjast  Vísitala kaupmáttar launa er á uppleið  Vísitalan í maí nálgaðist gildi frá 2007  Sérfræðingur telur þróunina í ár sýna að kjarasamningar hafi aukið kaupmátt Hækkun á árinu » Vístala kaupmáttar launa stóð í 115,5 stigum í janúar sl. en var 117 stig í maí. » Hún var 111,7 stig í janúar 2013 og 113,8 stig í maí það ár. » Hæsta gildi hennar á þess- ari öld var náð í janúar 2008, þá fór vísitalan í 120,2 stig. MLaunafólk ber »4 Bandaríska iðnfyrirtækið Silicor Materials tilkynnti formlega í gær að fyrsta sólarkísilverksmiðja þess af fullri stærð yrði staðsett á Grund- artanga. Staðfest er að Arionbanki muni veita lán fyrir byggingu fyrsta hluta verk- smiðjunnar og að Landsvirkjun og Orka náttúrunn- ar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, muni sjá henni fyrir raforku. Fyrirtækið áætlar að verksmiðjan geti skapað allt að fjögur hundruð full störf auk þess sem um hundrað manns gætu unnið við byggingu hennar. Verksmiðjan á að geta fram- leitt allt að 19.000 tonn af sólarkísli á ári, að því er kemur fram í tilkynn- ingu fyrirtækisins. Að sögn Davíðs Stefánssonar, ráð- gjafa Silicor Materials hér, er gert ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga verksmiðjunnar hefjist strax í haust. Stefnt sé að því að hún verði komin í fullan rekstur sumarið 2017. Innviðir á heimsmælikvarða Í tilkynningunni sem Silicor Mat- erials sendi frá sér segir Theresa Jester, forstjóri fyrirtækisins, að nokkrar ástæður hafi verið fyrir því að Ísland hafi verið fremst á meðal mögulegra staða fyrir verksmiðjuna. „Fyrir utan að hafa innviði í fram- leiðslu og flutningi á heims- mælikvarða sér landið fyrir ódýrri endurnýjanlegri orku sem gerir Sili- cor kleift að framleiða eina raun- verulega „græna“ kísilinn í heim- inum,“ segir hún. kjartan@mbl.is Silicor staðfestir verksmiðju  Byrjað í haust  Allt að 400 störf Theresa Jester

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.