Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Töluvert er um að óskað sé eftir að breyta landnotkun jarða í Rangár- þingi ytra úr landbúnaðarsvæði í frí- stundasvæði fyrir sumarhús. Auglýs- ing um ýmsar breytingar á aðal- og deiliskipulagi í sveitarfélaginu var birt í gær. Að sögn Birgis Haraldssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra, hafa byggingar- framkvæmdir haldist stöðugar. „Það er alltaf eitthvað sem bætist við. Ég veit ekki hvort það er hægt að tala um aukningu á milli ára en það er jafnt og þétt rennsli í byggingum,“ segir hann. Algengt er að sumarhúsaeigendur breyti og stækki hús sín um þessar mundir en einnig færist í aukana að þeir bæti við gesta- og aðstöðuhús- um. „Það er bara til að geta tekið á móti fjölskyldunni og eitthvað svo- leiðis. Þar sem skilmálar skipulags leyfa það þá er það gert,“ segir hann. Greina breytingu Í Rangárþingi eystra er byrjað að bera á skorti á lóðum undir sumarhús en batamerki eru í framkvæmdum og uppbyggingu gistirýma, að mati Ant- ons Kára Halldórssonar, byggingar- og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. „Það hefur lítið verið undanfarin ár um stór frístundasvæði en það er allt- af eitt og eitt hús og svo er verið að skipuleggja í kringum ferðaþjón- ustuna. Það er orðinn skortur á sum- arhúsalóðum. Þau svæði sem voru búin til fyrir hrun eru mikið til orðin full,“ segir hann. Nú segir Anton hins vegar að greina megi mikla breytingu. Upp- byggingin sé mest tengd ferðaþjón- ustu við erlenda ferðamenn en einnig sé talsvert af sumarhúsum í bygg- ingu. „Sum hver voru stopp við hrunið en eru að fara af stað aftur. Það er heldur meiri kraftur í þessu,“ segir hann. Ekki mikil hreyfing Í Bláskógabyggð er töluvert rými fyrir frístundasvæði í gildandi skipu- lagi en ekkert stórt er í gangi þar að sögn Valtýs Valtýssonar sveitar- stjóra. Ferðaþjónustufyrirtæki séu hins vegar að bæta við sig gistirým- um með þyngri ferðamannastraumi. „Það halda alltaf áfram einhverjar byggingar á skipulögðum svæðum en það er ekki mikið í gangi í nýjum skipulagsáætlunum. Það hægðist heilmikið á við hrunið og hefur lítið hreyfst,“ segir Valtýr. Bætist við sumarbústaði  Margir óska eftir að breyta notkun úr landbúnaði í frístundasvæði á Suðurlandi  Framkvæmdir víða við sumarhús  Ber á skorti á lóðum í Rangárþingi eystra Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppbygging Á Hvolsvelli er einnig íbúðarhúsnæði á átta stöðum í byggingu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Þær eru bara almennt séð góðar,“ svarar Guðrún Gauksdóttir, formað- ur Æðarræktarfélags Íslands, spurð um dúnheimtur æðarbænda í sumar. „Einhvers staðar var blautt, bæði fyrir sunnan og svo heyrði ég líka að á Breiðafirðinum og fyrir austan hefði verið svolítið blautt framan af. Og það hefur alltaf áhrif. En svona almennt er fólk bara ánægt,“ segir hún. Guðrún segir erfitt á þessum tíma að bera árið saman við fyrri ár en heildaryfirsýn fáist ekki fyrr en á aðalfundi félagsins í ágúst. Hún seg- ist alltént ekki hafa heyrt af neinum umtalsverðum breytingum. „Stund- um er óvenjulélegt eða óvenjugott á einstaka bæjum en það er nú bara tilfallandi. Maður fær þær fréttir á aðalfundinum,“ segir hún. Þrátt fyrir ágætar heimtur hefur vargurinn gert æðarbændum lífið leitt, að sögn Guðrúnar. „Maður heyrir mikið kvartað undan refnum og mikil vandræði á mörgum stöð- um. Svo er sílamávur og svæðis- bundið hrafn,“ segir hún. Þá segist hún hafa haft veður af því að mink hafi fjölgað á a.m.k. einum stað en stofninn hafi verið í niðursveiflu og sums staðar verið unnið markvisst að því að eyða honum. Varp á um 400 jörðum Útflutningstekjur af æðardúni námu 612,6 milljónum króna í fyrra, þegar 3,2 tonn af dúni voru flutt úr landi, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Eitthvert æðar- varp er á alls um 400 jörðum á land- inu en 80% alls dúns sem seldur er í heiminum koma frá Íslandi. Bændur fá í kringum 170 þúsund krónur fyrir kílóið af æðardúni en það samanstendur af um það bil 60 hreiðrum. Dúnheimtur æðarbænda almennt góðar í sumar Æðardúnn Stærstur hluti dúnsins er seldur til Japans og Þýskalands.  Vætutíðin ein- hverjum erfið Dúntekja Guðrún G. Þórarinsdóttir, Fróði, Þorvarður Snær og Kristján Sölvi við leit í Hvallátrum í sumar. Ljósmynd/Kristján Þórðarson Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Veiðar á hreintörfum hófust í gær og féllu fyrstu tarfarnir laust eftir mið- nætti. Þeir voru veiddir við Teigar- horn og í Sandfelli. Síðar um nóttina voru veiddir tveir tarfar í Búlands- tindi og einn í Hólmatindi. Þoka var að stríða veiðimönnum á fjörðunum eftir miðnættið en annars staðar viðraði vel til veiða. Alls tilkynntu fjórtán leiðsögumenn sig til veiða og ætluðu þeir að fylgja samtals 24 veiðimönnum fyrsta sólarhring hreindýraveiðanna. Jóhann Guttormur Gunnarsson, umsjónarmaður hreindýraveiða hjá Umhverfisstofnun, segir að umsókn- ir um veiðileyfi fyrir tímabilið í ár hafi reynst vera fjölmargar. „Um- sóknirnar voru um það bil þremur eða fjórum sinnum fleiri en leyfin sem veitt eru,“ segir Jóhann. Leyft er að veiða 1.277 hreindýr á þessu ári, 657 kýr og 620 tarfa, og er það fjölgun um 48 dýr frá því í fyrra. Veiðar á hreinkúm hefjast 1. ágúst og lýkur veiðitímabilinu 15. septem- ber. Umhverfisstofnun getur þó lengt veiðitíma kúa til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiðarnar því við tveggja vetra og eldri tarfa. Þá er bannað að veiða hreinkálfa. Veiðar á hrein- törfum byrjaðar  Umsóknir margfalt fleiri en veitt leyfi Ljósmynd/Friðrik Tryggvason Á beit Hreindýrahjörð sést hér á beit að vetrarlagi við Kárahnjúka. Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Ekki sækjast allir eftir því að breyta landnotkun á land- búnaðarsvæði í frístundasvæði í Rangárþingi ytra, sumir fal- ast eftir því að gera frí- stundasvæði með sumarhúsi aftur að landbúnaðarsvæði í skipulagi. „Það er ofboðslega mikið um það að fólk sem hefur keypt sér sumarhús og er búið að vera hérna vilji bara setjast hérna að,“ segir Birgir Har- aldsson, skipulags- og bygg- ingarfulltrúi Rangárþings ytra. Lög kveða á um að ekki megi skrá lögheimili á frí- stundasvæði. Því þarf að breyta aðalskipulagi til að fólk geti skráð sig til heimilis þar. Birgir segir að þarna sé um að ræða fólk sem byrjaði að koma í sveitarfélagið í sumar- hús sitt en býr þar nú allt árið um kring. Setjast varanlega að SKIPULAGSBREYTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.