Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Val forystu ESB á Jean-ClaudeJuncker sem forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar var í gær
staðfest af þingi sambandsins.
Juncker hefur í aðdraganda valsins
reynt að gera sem
minnst úr því
hversu eindreginn
samrunasinni hann
er, en í ræðu hans
vegna kjörsins voru
áherslurnar aðrar
og fátt sem benti til
að hann hefði
áhuga á að mæta
þeim efasemdum um samrunaferlið
sem fram komu í nýlegum kosn-
ingum.
Juncker sagðist vilja dýpra evru-svæði og ræddi um fjárlög fyr-
ir svæðið og að það kæmi sterkar
fram út á við.
Áherslan var almennt á aukinnsamruna aðildarríkjanna og
að Evrópusambandið væri meira
samstiga og sterkara gagnvart um-
heiminum, meðal annars á hern-
aðarsviðinu.
Þetta og fleira í ræðunni hljómarsjálfsagt vel í eyrum íslenskra
aðildarsinna, enda vilja þeir færa
fullveldi landsins til Brussel.
Ekki er þó víst að það semJuncker sagði um stækkun
sambandsins hljómi jafn vel. Hann
sagði að þær aðildarviðræður sem
stæðu yfir myndu halda áfram en
að engin frekari stækkun yrði á
næstu fimm árum.
Því hefur verið lýst yfir að engaraðildarviðræður eigi sér nú
stað á milli Íslands og ESB en land-
ið hefur þrátt fyrir það enn stöðu
umsóknarríkis. Eftir orð Junckers
er sú staða orðin enn afkáralegri
og vandræðalegri fyrir Ísland en
fyrr.
Jean-Claude
Juncker
Engin frekari
stækkun áformuð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 17 skýjað
Nuuk 4 þoka
Þórshöfn 15 þoka
Ósló 18 skýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 18 léttskýjað
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 21 léttskýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 26 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 28 þrumuveður
Moskva 28 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 36 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 17 léttskýjað
Montreal 21 skúrir
New York 25 alskýjað
Chicago 17 skýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:45 23:24
ÍSAFJÖRÐUR 3:12 24:06
SIGLUFJÖRÐUR 2:53 23:51
DJÚPIVOGUR 3:06 23:02
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands hækkaði um
4,9% að meðaltali 7. júlí vegna rannsóknargjalda
og þjónustu sérfræðilækna. Ástæðan er samning-
ur sem ríkið gerði við sérfræðilækna í desember í
fyrra.
„Hækkunin er fyrst og fremst til að mæta um-
sömdum gjaldskrárhækkunum sérfræðilækna.
Samningurinn hefur leitt af sér gjaldskrárhækk-
anir. Þetta er spurning um að þær lendi ekki allar
á ríkinu heldur taki sjúkratryggðir þátt í þeim,“
segir Steingrímur Ari Arason,
forstjóri Sjúkratrygginga Ís-
lands.
Áður hafði gjaldskrá stofn-
unarinnar hækkað um áramót-
in. Engu að síður segir Stein-
grímur Ari að sjúklingar greiði
minna nú en áður en samning-
urinn við sérfræðilæknana var
gerður. Á meðan enginn samn-
ingur var til staðar var kostn-
aðarhlutdeild sjúklinga miðuð
við gjaldskrá sem Sjúkratryggingar ákváðu ein-
hliða. Læknar innheimtu hins vegar gjöld sem
voru umtalsvert hærri. Sá kostnaður lenti á sjúk-
lingunum. Samningurinn leiddi hins vegar til þess
að kostnaðarhlutdeild sjúkratryggðra lækkaði úr
42% í 33%.
„Samningurinn fól í sér mikla bót. Þó að hann
hafi leitt til hækkunar gekk hann að stærstum
hluta út á að taka mið af raunverulegu verði og
miða kostnaðarhlutdeildarreglurnar við það. Ég
leyfi mér að fullyrða að hún sé nálægt þriðjungi
núna og þar með sé kostnaðarhlutdeildin um níu
prósentustigum minni en hún var fyrir ári, þrátt
fyrir þessa hækkun,“ segir Steingrímur Ari.
Borgi minna nú þrátt fyrir hækkunina
Samningur við sérfræðilækna leiddi til hækkunar á gjaldskrá Sjúkratrygginga
Steingrímur Ari
Arason
Áþreifanleg vellíðan EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
82
ÁRA
EDDA Heildverslun
Draumur um góða nótt
Heildverslun með lín fyrir:
• hótelið
• gistiheimilið
• bændagistinguna
• veitingasalinn
• heilsulindina
• hjúkrunarheimilið
• þvottahúsið
• sérverslunina
Gæði og glæsileiki
Heildverslunin Edda hefur um áratuga
skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni.
Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt
sem minni nota allt lín frá okkur.
Bjóðum einnig upp á lífrænt lín.
Í ljósi þess að kynjahalli hefur aukist
vegna nýlegra veitinga prestsemb-
ætta, hefur félagsfundur Félags
prestvígðra kvenna ítrekað ályktun
frá aðalfundi í vor þar sem bent var
á alvarlegan kynjahalla í prestsemb-
ættum kirkjunnar. Nýlega var skip-
að í níu prestsembætti innan þjóð-
kirkjunnar og í fimm tilvikum voru
karlar valdir en í fjórum konur. En
úr þessum níu embættum gengu
hins vegar sjö konur og tveir karlar.
Félagið minnir á „að þegar valið
er í embætti prests sé ekki nóg að
horfa til sóknarinnar einnar, heldur
ber að taka mið af kynjahlutfalli inn-
an kirkjunnar, þar með talið í pró-
fastsdæminu og á samstarfssvæð-
inu“. Fundurinn skorar á valnefndir,
prófasta og biskup Íslands að
tryggja að lögum og reglum við veit-
ingar prestsembætta sé fylgt og að
gæta samræmis í vinnubrögðum.
Morgunblaðið/Ómar
Prestar Gæta skal jafnréttis.
Kynjahalli
eykst í prests-
embættum