Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 18
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gerðar hafa verið tilraunirmeð að nota íssjá til aðfylgjast með vatnssöfnunundir sigkötlum í Mýrdals-
jökli. Tilgangurinn með eftirlitinu er
að geta séð þá staði þar sem vatn get-
ur mögulega safnast fyrir undir jökl-
inum og síðan valdið snöggu jökul-
hlaupi. Talið er að meiriháttar
vatnsuppsöfnun undir kötlum jökuls-
ins muni sjást skýrt í íssjármæl-
ingum. Rannsóknasjóður Vegagerð-
arinnar og norræna öndvegis-
verkefnið SVALi hafa styrkt
verkefnið sem unnið er við Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands.
Vitað er um að minnsta kosti 17
katla sem eru innan við eða við öskju-
brún Kötlu í Mýrdalsjökli. Katlarnir
eru sigdældir í yfirborði jökulsins.
Þeir myndast vegna bráðnunar við
jökulbotninn vegna jarðhita. Undir
sumum safnast vatn sem hleypur síð-
an út í jökulhlaupum. Íssjármæling-
unum er ætlað að styðja við það yfir-
borðseftirlit með jöklinum sem nú fer
fram með mælingum úr flugvélum.
Þá er yfirborðshæð jökulsins mæld
með ratsjá og þannig fæst dýpt katl-
anna.
Íssjárverkefnið hófst í maí 2012
undir stjórn Eyjólfs Magnússonar,
jarðeðlisfræðings. Íssjármæling-
arnar sýna dýpi niður á endurkast við
jökulbotn sem undir kötlunum getur
bæði verið fast land eða efri mörk
vatnsgeymis. Þessar mælingar eru
tengdar við samtíma GPS-hæðar-
mælingar og þannig má reikna út í
hvað hæð endurköst greinast. Ef
sömu mælilínur eru endurteknar er
hæð endurkasta frá föstu landi
óbreytt en vatnsborð undir kötlum
hækkar eða lækkar eftir því hvort
vatn hefur safnast fyrir eða runnið
brott.
Reynt að mæla tvisvar á ári
Eyjólfur sagði að reynt hefði
verið að gera íssjármælingarnar
tvisvar á ári. Árið 2012 var mælt í maí
og í nóvember. Þá sáust breytingar í
tveimur kötlum sem túlkaðar voru
sem minniháttar uppsöfnun vatns. Í
fyrra var mælt í maí en haustmæl-
ingin dróst fram í febrúar á þessu ári
vegna tíðarfarsins. Aftur var mælt í
maí í vor og er stefnt að íssjármæl-
ingu næsta haust, að sögn Eyjólfs.
„Það er verið að þróa þessa vökt-
unaraðferð og kanna hvernig íssjáin
nýtist. Við erum að reyna að sjá hvað
er að gerast við jökulbotninn. Yfir-
borðsmælingar eru ófullkomnar sem
vöktunartæki að því leyti að vatns-
söfnun undir kötlum getur átt sér
stað án þess að þeir grynnki. Ef ís
bráðnar beint undir katli sem sést á
yfirborðinu ætti ketillinn frekar að
dýpka en hitt, því eðlisþyngd íss er
minni en vatns og vatnið tekur því
minna rúmmál,“ sagði Eyjólfur. Þá
geta katlar grynnst til dæmis vegna
skafrennings. Íssjáin horfir fram hjá
því.
„Við sjáum breytingar í endur-
kasti frá jökulbotninum. Þær geta
bæði gefið til kynna vatnssöfnun og
einnig sýnt að vatn hafi runnið úr
kötlum. Við teljum okkur hafa séð
slíka atburðarás við samanburð á
þessum mælingum,“ sagði Eyjólfur.
Lítið hlaup kom í Múlakvísl í síð-
ustu viku og stóð stutt yfir. Stórt jök-
ulhlaup varð í júlí 2011 og tók það af
brúna yfir Múlakvísl. Íssjár-
mælingarnar voru ekki byrjaðar fyrir
stóra hlaupið 2011. Eyjólfur sagði að
fyrirboði litla hlaupsins hefði ekki
sést í íssjármælingunum í vor. Hann
sagði að erfitt gæti verið að greina
fyrirboða smárra hlaupa. „Við mæl-
um bara tvisvar á ári. Þetta vatn
hefði getað safnast frá því í
maí,“ sagði Eyjólfur.
Vatnssöfnun undir
Mýrdalsjökli vöktuð
Kort/Vegagerðin
Mýrdalsjökull Á kortinu sést rauður ferill sem sýnir íssjármælingar 15.
febrúar 2014. Katlarnir eru auðkenndir með bláum merkjum og númerum.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vaktinokkra at-hygli árið
2012 þegar ný ís-
lensk rannsókn á
orsökum Alzheim-
er-sjúkdómsins kom út á veg-
um Íslenskrar erfðagreiningar
og læknanna Jóns Snædals,
Pálma V. Jónssonar og Sigur-
björns Björnssonar, en þar var
kannaður fágætur erfðabreyti-
leiki sem ver þá sem hafa hann
fyrir því að fá þennan hræði-
lega sjúkdóm. Var rannsókn-
inni á sínum tíma hampað sem
einni mestu tímamótarannsókn
sem gerð hefði verið á sjúk-
dómnum, sem leggst þungt á
milljónir manna, og veldur bæði
sjúklingum og aðstandendum
þeirra mikilli vanlíðan.
Þess vegna fer mjög vel á því
að bandarísku Alzheimers-
samtökin, sem eru þau stærstu
sinnar tegundar í heimi, hafi nú
heiðrað Kára Stefánsson, for-
stjóra Íslenskrar erfðagrein-
ingar, á alþjóðaþingi sínu í
Kaupmannahöfn. Hann varð í
gær fyrsti viðtakandi verðlauna
sem kennd eru við Inge
Grundke-Iqbal, brautryðjanda
í rannsóknum á Alzheimers-
sjúkdóminum.
Mikilvægi rannsóknarinnar
sem verðlaunin voru veitt fyrir
er ekki síst sú, sem Kári bendir
á sjálfur í viðtali við mbl.is, að
hún sýndi fram á það að mögu-
legt væri að hanna lyf sem gætu
komið í veg fyrir
sjúkdóminn sjálf-
an. Áður en tókst
að sýna fram á
þetta voru al-
þjóðleg lyfjafyrir-
tæki við það að missa móðinn
við að þróa slík lyf vegna mikils
kostnaðar og þeirrar óvissu
sem talin var vera um mögu-
legan árangur.
Nú hafa lyfjafyrirtæki sett
aukinn kraft í þessa lyfjaþróun
og seint verður ofsagt hversu
þýðingarmikil sú viðleitni er og
mikilvægt að úr henni fáist já-
kvæður árangur. Talið er að
sjúkdómurinn hrjái um 5-7%
fólks sem eru 65 ára eða eldri
og hefur tíðni hans aukist mjög.
Í ljósi þeirra breytinga sem nú
eru að verða á aldursmynstri
Vesturlanda eru líkurnar á því
að tíðni sjúkdómsins muni
aukast enn því miður háar.
Talið er að í Bandaríkjunum
einum muni sjúkdómurinn hrjá
13½ milljón manna um miðja
þessa öld, en fjöldinn var rúmar
fimm milljónir árið 2010 að því
er segir í umfjöllun WSJ í gær.
Ætla má að þróunin verði svip-
uð hér á landi.
Ljóst er því að gríðarlegir
hagsmunir eru í húfi að vís-
indamönnum og lyfjafyrir-
tækjum takist að þróa lyf sem
vinna gegn Alzheimer-
sjúkdómnum og fátt yrði til að
auka lífsgæði almennings meira
en slík lyf.
Kári Stefánsson
heiðraður fyrir rann-
sóknir á Alzheimer}
Viðurkenning fyrir
mikilvægt starf
Í Bretlandi erhefð fyrir upp-
stokkun í ríkis-
stjórnum. Upp-
stokkun hefur fleiri
en einn tilgang.
Forsætisráðherrann heldur
samráðherrum sínum á tánum
og almennir þingmenn sem
þykjast eygja ráðherrastól eru
hollari forystunni á meðan þeir
eygja von. Forsætisráðherrann
hefur ráðherraskipunina í sinni
hendi. Allir ráðherrar sitja í
náð hans. (Í samstarfsstjórn
ræður leiðtogi hins flokksins
sínum).
Á Íslandi staðfesta þing-
flokkar tillögur formanna. Upp-
stokkun í aðdraganda kosn-
ingaárs er oft fremur glugga-
skreyting en vísbending um
stefnubreytingu í tilteknum
málaflokkum.
Nýr utanríkisráðherra Breta
er talinn efasemdamaður um
Evrópusambandið. Ekki er þó
líklegt að mannaskipti leiði til
breytinga í þeim málaflokki. En
í því efni bindur forsætisráð-
herrann vonir við glugga-
skreytinguna. Ef-
ans menn um ESB í
flokki hans, sem eru
nærri því að sveifla
atkvæði sínu á Far-
age, formann flokks
sjálfstæðissinna, myndu
kannski hika við það eftir
mannaskiptin.
Cameron fjölgaði nú konum í
ríkisstjórninni og fækkaði körl-
um. Hann vonar að kjósendur
úr röðum kvenna muni fremur
kjósa flokkinn hans sjái þær
fleiri kvenráðherra en áður.
Kannski skiptir slík talning enn
meira máli en málefnin sem
ríkisstjórn stendur fyrir. Frú
Thatcher fækkaði konum í sín-
um ríkisstjórnum eftir því sem
leið á valdatímann. Loks var svo
komið að hún sat ein eftir með
eintómum körlum. Ekki er lík-
legt að karlkynskjósendur
hægra megin við miðjuna hafi
kosið Íhaldsflokkinn þá vegna
karlaskarans í ríkisstjórninni.
Þeir kusu hann örugglega vegna
konunnar sem stjórnaði flokkn-
um og ríkisstjórninni og kom
bresku þjóðinni á skrið aftur.
Uppstokkun í ríkis-
stjórn er valdatæki
forsætisráðherrans}
Breyting eða gluggaskreyting
T
ungutak endurspeglar aldarfar og
viðhorf hvers tíma. Þekking fólks
á einstaka málum verður meiri og
mannréttindi og almenn virðing
fyrir fólki eru almennt leiðarstef í
þeirri eilífu baráttu hvers dags að skapa betra
samfélag. Sjálfur vandist ég því að þeir sem
stóðu eitthvað höllum færi í lífinu og höfðu
ekki sömu möguleika og aðrir væru sagðir
vangefnir, þroskaheftir og enn aðrir fatlaðir.
Nú þykja þessi orð ekki lengur við hæfi. Talað
er um fólk með þroskahömlun og fatlað fólk.
Sannarlega er merking orðanna hin sama en
mállýskan sem nú tíðkast er ekki jafn gildis-
hlaðin og áður. Sá sem er á einhvern hátt fatl-
aður getur verið hinn prýðilegasti þjóðfélags-
þegn og lagt margt gott af mörkum. Þá þótti
gott og gilt hér í eina tíð að kalla þeldökkt fólk
negra en nú stappar slíkt nærri glæp. Krakkar sem
missa orðið út úr sér eða gera á einhvern hátt lítið úr
fólki sem er á einhvern hátt öðruvísi en hinir eru send til
skólastjórans. Og auðvitað skiptir litarháttur fólks, upp-
runi eða annað engu. Við erum öll jöfn. En dæmin hér að
framan um negra, þroskahefta, fatlaða og svo fleiri orð
eru vitnisburður um að þjóðfélagið er í gerjun, rétt eins
og mjöður í kút, sem í eðli sínu er auðvitað hið besta mál.
Á laugardögum er skylduverk kirkjuvarða að sópa
upp hrísgrjón af tröppum guðshúsa, enda á grjónaregnið
að boða kynsæld og taumlausa hamingju nýgiftra hjóna.
Miðað við breytt viðhorf um jafnrétti kynjanna má ætla
að brúðkaup, þessi mikla laugardagsgleði, sé
nothæft orð. Að minnsta kosti er rétt að end-
urmeta réttmæti notkunar þess.
Til eru margar gamlar sögur, bæði sannar
og lognar, um unga menn sem ætluðu að
skapa sér framtíð og eignast afkomendur.
Díluðu því við sér hærra setta og eldri menn
og festu sér dætur þeirra. Bókstaflega
keyptu sér brúði, eins og fé af fæti. Í fram-
haldinu var svo haldin veisla með drykkju og
dansi þar sem viðskiptum þessum var fagnað.
Ætla má að í þessum hefðum liggi rætur orð-
ins brúðkaup. Og keypt brúður er auðvitað
ekkert annað en fangi ektamannsins. Í orð-
færi þessu felst í raun kvenfyrirlitning.
Orðin gifting og brúðkaup eru sambæri-
legt. Bæði úr ensku og dönsku merkir gift í
íslenskri þýðingu gjöf. Og hver er það þá sem
þiggur og gefur, jú sennilega er faðirinn gefandinn og
sveinninn ungi, brúðguminn, sá sem hnossið hreppir. Og
munum þá máltækið um að sælla er að gefa en þiggja.
Aftur er konan komin í einhvers konar prísund og „ung
var ég gefin Njáli og hefi eg því heitið honum að eitt
skyldi ganga yfir okkur bæði,“ sagði Bergþóra á Berg-
þórshvoli, kona Njáls Þorgeirssonar, þegar Brennu-
Flosi bauð henni að ganga úr brennunni eins og frá segir
í Njálu. Ætli hjónavígsla sé því ekki besta orðið um sátt-
mála milli tveggja elskenda – ef íslenskan á að fylgja
breyttum viðhorfum um jafna stöðu allra þegna þjóð-
félagsins. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Úrelt brúðkaup og giftingar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Íssjáin er ratsjá sem sendir raf-
segulbylgjur í gegnum jökulinn.
Bylgjurnar endurkastast frá
jökulbotninum eða frá yfirborði
vatns sem safnast hefur saman
undir kötlunum. Jarðhiti er víða
í Kötluöskjunni og hann bræðir
jökulinn neðan frá. Þá myndast
einskonar hvolf með vatni.
Vélsleði dregur sendi- og
móttökubúnað íssjárinnar
ásamt loftnetum eftir jöklinum
sem saman mynda um 50 m
langa línu. Ekið er eftir fyrir-
fram ákveðnum ferli á milli
katlanna í jöklinum.
GPS-tæki skráir
staðsetningar
sleðans.
Íshellan er mis-
þykk yfir kötl-
unum eða allt frá
200 metra og
upp undir 500
metra þykk.
Horft í gegn-
um jökulinn
ÍSSJÁIN ER RAUNVERU-
LEGA SÉRSTÖK RATSJÁ
Eyjólfur
Magnússon