Morgunblaðið - 16.07.2014, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
✝ Hrefna Guð-mundsdóttir
fæddist 16. október
1952 á Akranesi.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 5. júlí
2014.
Foreldrar
Hrefnu voru Guð-
mundur Jónsson úr
Reykjavík, fram-
kvæmdastjóri Raf-
teikningar, f. 2. júlí 1927, d. 7.
júlí 1983, og Guðfinna Jóhann-
esdóttir úr Hafnarfirði, f. 26.
ágúst 1927. Systkini Hrefnu eru:
1) Jón Þór, f. 29. september
1947, börn hans eru tvö. 2) Alma
Hanna, f. 8. janúar 1951, eig-
inmaður hennar er Bragi Jens
Sigurvinsson, þau eiga þrjú
börn og átta barnabörn. Eftirlif-
andi eiginmaður Hrefnu er Ein-
ar Einarsson frá Blönduósi,
framkvæmdastjóri Steinullar
hf., f. 30. desember 1952. For-
3) Arndís María, f. 23. febrúar
1986, sambýlismaður Birgir Örn
Strange, f. 13. ágúst 1988, sonur
þeirra er Ari Hrafn, f. 6. mars
2014. Hrefna fæddist á Akra-
nesi, yngst systkina sinna, og
bjó þar fyrstu ár ævinnar. Síðar
flutti hún með fjölskyldu sinni í
Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í
Mela- og Hagaskóla. Hrefna fór
16 ára sem au pair til Chicago í
Bandaríkjunum og dvaldi þar í
eitt ár. Veturinn 1969-1970
gekk hún í Kvennaskólann á
Blönduósi. Hrefna og Einar gift-
ust hinn 18. júni 1977 og fluttust
þau til Danmerkur sama ár og
dvöldu þar í tvö ár meðan Einar
nam tæknifræði. Þau fluttu aft-
ur til Íslands árið 1979 og
bjuggu þá í Hafnarfirði þar til
þau fluttu á Sauðárkrók árið
1985. Á Sauðárkróki vann
Hrefna lengst af hjá Pósti og
síma og svo síðar Símanum.
Hrefna tók þátt í ýmsum sjálf-
boðastörfum sem tengdust
skóla, íþróttum og tómstundum
barna sinna og sat m.a. í stjórn
skátafélagsins Eilífsbúa á
Sauðárkróki í mörg ár.
Útför Hrefnu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 16. júlí
2014, og hefst athöfninn kl. 15.
eldrar Einars eru
Einar Þorláksson,
f. 3. janúar 1927, og
Arndís Þorvalds-
dóttir, f. 27. janúar
1928, fyrrverandi
kaupmenn i versl-
uninni Vísi, þau eru
búsett á Blönduósi.
Systur Einars eru;
1) Margrét f. 31.
desember 1953,
eiginmaður hennar
er Jón Sigurðsson, þau eiga 3
börn og 6 barnabörn. 2) Gróa
María f. 6. júní 1962, eiginmaður
hennar er Guðmundur Ragnar
Kemp.
Börn Hrefnu og Einars eru: 1)
Lind, f. 11. október 1974, synir
hennar eru a) Birkir Viðar, f. 19.
júní 1991, b) Jón Bragi, f. 26.
september 1996, og c) Viggó
Einar, f. 1. september 2006. 2)
Guðmundur Ingvi, f. 10. febrúar
1981, sambýliskona Guðrún
Halldórsdóttir, f. 18. júní 1985.
Komið er að kveðjustund.
Elskuleg mágkona er kvödd eft-
ir erfið veikindi. Alzheimer-sjúk-
dómurinn ógurlegi hremmdi
hana og lagði hana endanlega að
velli 5. júlí síðastliðinn.
Við Hrefna höfum átt samleið
síðustu 40 ár um það bil og fyrir
þau ár vil ég þakka af heilum
hug. Betri mágkonu hefði ekki
verið hægt að óska sér. Hrefna
var mikil fjölskyldukona og þeg-
ar hún og Einar bróðir fluttu á
Sauðárkrók 1985 urðu tíðari
samskipti við fjölskylduna á
Blönduósi og þau samskipti voru
öll á eina lund. Við eignuðumst
börnin okkar á svipuðum tíma
og því voru skírnar- og ferming-
arveislur svona til skiptis hjá
okkur. Alltaf var Hrefna boðin
og búin til aðstoðar án þess að
einu sinni þyrfti að nefna það, en
hún var snillingur í að halda
veislur, eins smekkvís og flink
hún var, og hafði gaman af að
hafa fallegt í kringum sig, enda
var heimili þeirra Einars ein-
staklega notalegt heim að sækja.
Þá má ekki gleyma að nefna
hversu natin hún var alltaf við
mömmu og pabba og meðan fjöl-
skyldan rak Verslunina Vísi á
Blönduósi var Hrefna alltaf til
tilbúin til að aðstoða ef á þurfti
að halda. Skipti þá ekki máli
hvort verið var að losa vörugám,
skúra gólfin eða afgreiða í búð-
inni, ekkert verk var í hennar
augum svo ómerkilegt að hún
gæti ekki unnið það.
Þegar Jón var að spreyta sig
með þátttöku í dægurlagakeppni
Kvenfélags Sauðárkróks var
ekki til harðari stuðningsmaður
en Hrefna. Hún bauð til veislu
fyrir keppnina og sá svo um að
hennar fólk mætti og kysi „rétt“.
Það er þyngra en tárum taki að
þurfa að kveðja hana svona
löngu fyrir aldur fram en ég get
ekki sagt annað en takk fyrir
samveruna, elsku Hrefna, og
hittumst síðar kátar og hressar.
Guð geymi þig og styðji og
styrki Einar bróður og fjölskyld-
una alla í þeirra miklu sorg og
söknuði.
Þín mágkona,
Margrét Einarsdóttir
(Magga).
Góðir vinir eru eins og stjörn-
ur, þú sérð þá ekki stöðugt en
þeir eru alltaf til staðar.
Þessi orð komu í huga minn
við andlátsfregn Hrefnu, vin-
konu minnar, sem kveður langt
fyrir aldur fram.
Okkar kynni urðu í gegnum
Lindu dóttur mína. Þær Hrefna
voru nágrannar, dætur þeirra
Arndís María og Lilja Rún urðu
æskuvinkonur sem hefur haldist
æ síðan. Oft lá leið þeirra litlu til
mín á Grundarstíginn og ég fékk
ömmuhlutverk frá þeim báðum.
Eftir að Linda og fjölskylda fóru
í sveitina fjölgaði heimsóknum
Hrefnu til mín og enginn var
mér betri en hún, með sinn dill-
andi hlátur og hlýju. Afmælis-
daginn minn setti hún vel á
minnið, á meðan það brast ekki
og kom alltaf færandi hendi. Sá
dagur hafði meira gildi hjá mér
við hennar kynni. Á afmælisdag
Hrefnu, 16. október, áttum við
kvöldstund með þeim hjónum
með kaffi og meðlæti. Ekki vant-
aði myndarskapinn, allt lék í
höndunum á Hrefnu og bar
heimili þeirra hjóna þess ætíð
merki.
Fyrir nokkrum árum fór ég í
mjaðmaraðgerð og á þeim tíma
kom Hrefna daglega til mín, fór
að versla og þreif húsið mitt.
Alltaf til í að aðstoða mig.
Fljótlega upp úr því fór að
gæta heilsubrests hjá Hrefnu og
óvægur sjúkdómur fór að gera
vart við sig. Smá saman fór
skammtímaminnið að gefa sig og
fór hún þá gjarnan í ferðalag
aftur til æskuáranna, sagði frá
ömmu sinni og afa á Akranesi og
var oft gaman að rifja upp þessa
tíma og enginn hló sem Hrefna.
Það var svo dapurlagt að
fylgjast með því hvernig hún
varð smám saman sem skuggi af
sjálfri sér, þessi glæsilega kona.
Á þessu erfiða tímabili áttum við
margar stundir saman, hún kom
af og til með Einari og dvaldi
meðan hann var í vinnu og við
Bjössi reyndum að veita henni
félagsskap. Hrefna var á heimili
sínu til 15. febrúar síðastliðins
en fékk þá hjúkrunarpláss í
Skógarbæ.
Einar sá alla tíð alfarið um
hana, það gat enginn betur gert
og ég dáðist oft að hans hetju-
skap.
Hrefna mín, miklu veikinda-
stríði er lokið þar sem heilsan
var frá þér tekin. Ég trúi að nú
sé málið og mátturinn kominn
og þú hvílir í fangi föður þíns
sem fór ungur og þú saknaðir
mikið.
Elsku Gulla mín, ég bið guð
að styrkja þig við missi Hrefnu
þinnar.
Elsku Einar, Lind, Mummi og
Arndís María og fjölskyldur.
Hugheil samúð til ykkar og
ósk um að ljós minninganna lýsi
ykkur.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Lilja A. Ingimarsdóttir
og fjölskylda.
Hún Hrefna vinkona mín er
dáin. Hver hefði getað ímyndað
sér að það gerðist svo fljótt. Þó
að þessi lævísi sjúkdómur tæki
Hrefnu smám saman frá okkur
og samverustundirnar yrðu
öðruvísi hélt ég að við hefðum
nógan tíma til að hittast og vera
saman. En hlutirnir fara ekki
alltaf eins og við viljum og það
minnir okkur á að líta frekar á
hvern dag sem einstakan og
njóta hans.
Ég kynntist Hrefnu þegar við
fluttum í Raftahlíðina árið 1989.
Dætur okkar urðu vinkonur,
sem leiddi af sér vináttu milli
okkar sem haldist hefur ætíð
síðan. Það sem var svo einstakt
við Hrefnu var að hún var alltaf
til staðar gagnvart mér og minni
fjölskyldu, alltaf boðin og búin
að aðstoða mig með börnin,
minnug á alla afmælisdaga og
önnur tímamót í fjölskyldunni og
hjá Hrefnu og fjölskyldu átti
dóttir okkar alltaf sitt annað
heimili.
Við fluttum úr Raftahlíðinni í
sveitina en ekki breytti það
neinu hjá Hrefnu. Hún gaf sér
alltaf tíma fyrir okkur, kom
reglulega í heimsókn og var allt-
af mætt þegar eitthvað stóð til
hjá okkur, boðin og búin að að-
stoða og gleðja. Alltaf jafn
traust og umhyggjusöm.
Það var okkur fjölskyldunni
dýrmætt að fá að hafa Arndísi
Maríu oft hjá okkur og nutu
börnin mín þess. Var þá ým-
islegt brallað hjá þeim og alltaf
er jafn gaman að rifja það upp
og þá er mikið hlegið. Ófáar
voru ferðirnar sem þau Hrefna
og Einar tóku Lilju Rún með sér
þegar systkini hennar voru lítil
og lítið um ferðalög hjá okkur
fjölskyldunni. Hún var orðin
kunnug flestum golfvöllum
landsins og ógleymanleg er ferð-
in til Florida með þeim. Lilja
Rún var á þessum tíma frekar
vatnshrædd en Hrefna fór þá í
það verkefni að losa hana við
sundhræðsluna í eitt skipti fyrir
öll. Þannig var Hrefna, fór bara í
verkefnin og þau voru leyst án
málalenginga.
Við Lilja Rún höfum verið að
rifja ýmislegt upp síðustu daga
og hefur því fylgt bæði gleði og
tár. Þessar minningar eru okkur
ákaflega dýrmætar.
Þú varst ákveðin, nákvæm og
flott kona sem hafði alla hluti á
hreinu. Stundum þegar þú
komst í heimsókn í Halldórsstaði
á sauðburði eða álagstímum og
heimilishaldið ekki alveg í föst-
um skorðum, þá fannst mér okk-
ar veröld ekki vera alveg sú
sama. Þú varst vissulega ekki
allra og barst ekki tilfinningar
þínar á borð, en þeim sem kynn-
ust þér reyndist þú einstök.
Elsku Einar, Lind, Mummi og
Arndís María, Gulla og fjöl-
skyldur. Missir ykkar er mikill,
en þið eigið góðar minningar um
einstaka konu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Linda Björnsdóttir
og fjölskylda.
Æskuvinkona mín, Hrefna, er
látin. Hrefna var 11 ára þegar
hún flutti á Seljaveginn og við
Palla fórum strax að skoða nýju
stelpuna. Það myndaðist þegar
mikill vinskapur milli okkar
þriggja og vorum við öllum
stundum saman og lékum við
okkur mikið í fjörunni við Ána-
naust eða úti á Granda. Það voru
mjög mörg börn í Vesturbænum
á þessum árum og eignuðumst
við vinkonurnar marga vini úr
þeim hópi.
Ég á svo margar minningar
um þig, Hrefna mín, og ein af
þeim fyrstu er af því þegar við
fengum að tína til hráefni í köku
hjá ömmu og töldum okkur ekki
þurfa neina uppskrift, amma
setti svo kökuna í ofninn fyrir
okkur, og kom þá í ljós að við
höfðum gleymt smjörlíkinu og
var kakan dálítið hörð, en við
vorum alsælar.Við vorum mikið
fyrir útivist og ferðalög og stofn-
uðum við ferðafélag. Guðmund-
ur, pabbi þinn, var mjög dugleg-
ur að keyra okkur, jafnvel á
Laugarvatn, ef okkur datt það í
hug, þar leigðum við okkur
hesta, fórum í fjallgöngu og
svömluðum á vindsængum á
vatninu.
Alltaf var nóg að gera hjá
okkur og bárum við út blöðin áð-
ur en við fórum í skólann á
morgnana. Við unnum í öllum
fríum í blómabúðunum hjá Þórði
á Sæbóli á Vesturgötunni eða á
Laugaveginum. Einnig áttum
við vinkonunar samleið í vinnu
hjá Sláturfélagi Suðurlands,
fyrst í versluninni í Hafnar-
stræti og svo í nokkur ár á skrif-
stofunni hjá Auði á Grensásveg-
inum.
En svo skildu leiðir, þú fórst
til Danmerkur með Einari þín-
um sem þú elskaðir og dáðir og
hefur reynst þér einstaklega vel,
ekki síst í veikindum þínum, en
ég flutti norður.
Við vorum alltaf í sambandi,
skrifuðumst á og eftir að þú
fluttir heim aftur hittumst við
reglulega og deildum gleði og
sorg.
Þú varst alltaf í góðu sam-
bandi við vini þína og hélst ein-
staklega vel utan um fjölskyldu
þína og bjóst henni fallegt og
gott heimili.
Elsku Hrefna mín, ég er búin
að sakna þín lengi.
Um leið og ég þakka þér fyrir
allar gleðistundirnar og sam-
fylgdina í gegnum árin vil ég
senda Einari, Lind, Guðmundi
Ingva, Arndísi og öllum aðstand-
endum samúðarkveðjur. Missir
okkar er mikill, þú varst sannur
vinur. Þín vinkona,
Stefanía Karlsdóttir.
Hrefna
Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn
3. júlí hringdi sím-
inn. Það var Jenný,
bróðurdóttir mín,
að láta mig vita að
mamma hennar hefði kvatt í
kvöld og það hefði verið mikill
friður yfir henni. Hún hefði
verið sótt eftir erfið veikindi og
slys sem hún varð fyrir.
Minningarnar koma upp í
huga mér. Þegar ég sá mömmu
hennar fyrst hefur hún verið 12
ára, það var í handavinnutíma í
Laugarnesskólanum. Við vorum
svo fáar stelpur í mínum bekk
að við fengum að vera með
eldri stelpunum í handavinnu.
Ég vissi ekki hvað hún hét en
bróðir hennar var með mér í
bekk, Jóhann heitir hann. Svo
liðu árin, þá sé ég Hauk, bróður
minn, labba með ljóshærðri
stelpu á Laugaveginum en ég
þorði ekki að fara og heilsa.
Svo kom hann með stúlkuna
heim, hún kynnti sig og sagðist
heita Bára Jakobsdóttir, þá sá
ég að þetta var stúlkan úr
handavinnutímanum.
Svo fóru þau að búa, eign-
uðust litla prinsessu sem heitir
Jenný og byggðu sér fallega
íbúð í Sólheimum 22. Þá kom
önnur prinsessa sem heitir
Ingibjörg. Ég passaði fyrir þau
og þau fóru eitthvað – þær voru
svo góðar og meðfærilegar.
Svo fór ég að búa og eign-
aðist strák, þá var nú hama-
gangur á hóli. Bára hringdi oft í
mig og kom í heimsókn á kvöld-
in þegar ég var ein, því minn
maður var sjómaður. Við bök-
uðum svo góðar kökur með
kaffinu og vorum ekkert að
hugsa um línurnar eins og unga
fólkið í dag.
Svo kom prinsessa númer 3,
hún heitir Anna. Haukur og
Bára byggðu raðhús í Loga-
landinu og fluttu þangað, ég
flutti í Keflavík. Við hittumst á
Kleppsveginum, hjá foreldrum
okkar Hauks, um jól, páska á
hvítasunnu og í stórafmælum
Bára Jakobsdóttir
✝ Bára Jakobs-dóttir fæddist
14. janúar 1936.
Hún lést 3. júlí
2014. Bára var
jarðsungin 14. júlí
2014.
hjá frændfólki
mínu, sem og í
fermingum. Prins-
essurnar giftu sig
og það eru sko
gullmolar sem þær
eiga. Svo komu
börn og barnabörn
sem þær færðu for-
eldrum sínum en
leiðir Báru og
Hauks skildi. Bára
keypti sér fallega
íbúð á Skólabraut, þar kunni
hún vel við sig enda var þar góð
þjónusta. En vegna veikinda
fékk hún herbergi á Hrafnistu
á Laugarásnum. Þar var svo
fallegt og notalegt að ég er viss
um að öllum hefur liðið vel hjá
henni í heimsókn, það fannst
mér. Hún var farin að föndra
svo fallega hluti og ferðast um.
Bára mætti í fermingarveislu
hjá frænda mínum 24. apríl.
Það voru allir svo ánægðir hvað
hún var dugleg að mæta og leit
vel út.
Hún hringdi oft í mig og ég
heimsótti hana á Hrafnistu. Ég
þakka Báru fyrir þessi 59 ár
sem við höfum átt saman og læt
þetta fallega ljóð fylgja.
Kom, vornótt og syng þitt barn í
blund!
Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín
mund
– ég þrái þig
breið þú húmsins mjúku
verndarvængi,
væra nótt, yfir mig.
Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið,
firr þú mig dagsins háreysti og klið,
ó, kom þú fljótt!
Elfur tímans áfram rennur,
ennþá hjartasárið brennur,
– skapanorn, ó, gef mér
stundargrið!
Kom ljúfa nótt,
sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
– svæf glaumsins klið
og gef mér frið,
góða nótt.
(Jón frá Ljárskógum.)
Ég sendi Jennýju, Ingi-
björgu, Önnu, fjölskyldum
þeirra, Hauki bróður og öllum
hennar ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur og bið Guð að
styrkja þau. Megi kærleikurinn
varpa ljósi á kærar minningar.
Jóhanna (Hanna).
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓNSSON,
Veturliðastöðum,
verður jarðsunginn frá Hálskirkju í Fnjóskadal
laugardaginn 19. júlí kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en
þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtökin á Sjúkrahúsi Akureyrar.
Þökkum innilega fyrir góða umönnun á hjarta- og
blóðskilunardeild Landspítalans við Hringbraut.
Guðríður H. Arnþórsdóttir,
Kristín Anna Kristjánsdóttir, Sæmundur Jónsson,
Hermann Helgi Kristjánsson,Gestheiður B. Þorvaldsdóttir,
Hulda Björg Kristjánsdóttir, Brynjólfur Magnússon,
Áslaug Kristjánsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUNNHILDUR SVANA SIGURÐARDÓTTIR
Brekkutanga 20,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum mánudaginn 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvennadeild
Landspítalans.
Pétur Kornelíusson,
Sigurður Pétursson, Jennifer Pétursson,
Haraldur Pétursson, Hrund Scheving
og barnabörn.