Morgunblaðið - 16.07.2014, Side 26

Morgunblaðið - 16.07.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Sonur minn og dóttir munu eyða deginum með mér og við för-um líklega út í náttúruna. Þau samþykkja það af því að ég áafmæli. Það er svo gott að vera í náttúrunni og endurnærast, sérstaklega við sjóinn. Svo stendur til að baka myndarlega köku hér heima,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, sem er 43 ára í dag. Sigurlaug er austan af landi en flutti í bæinn fyrir margt löngu. Hún starfar sem hómópati og kennir heimspeki við Námsflokka Reykjavíkur og hjá Fjölmennt. Felast námið og kennslan meðal ann- ars í því að velta málum fyrir sér út frá ýmsum kenningum og sjá hlutina frá nýju sjónarhorni, eins og öllum er nauðsynlegt í leik og starfi. „Nemendur mínir eru gjarnan fólk sem er á einhvern hátt að stokka upp tilveruna og það er gaman að kynnast viðhorfum þeirra og skoðunum. Ég hugsa að ég læri ekki minna af þeim en þau hjá mér,“ segir Sigurlaug, sem í sumar starfar með fötluðum á sambýl- inu við Lækjarás í Reykjavík. En aftur að upprunanum. Sigurlaug er fædd og uppalin austur í Skriðdal, en þar og á nærliggjandi svæðum eru víðfeðmustu skógar landsins. „Mér þykir vænt um sveitina og náttúruna, ég er hluti af henni. En þrátt fyrir að hafa alist upp inni í landi laðast ég að hafinu og geng gjarnan eða sit við sjávarsíðuna. Það er dáleiðandi að horfa á öldurnar, og róandi,“ segir afmælisbarn dagsins. sbs@mbl.is Sigurlaug Hreinsdóttir er 43 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heimspekingur „Það er svo gott að vera í náttúrunni og endurnær- ast,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, sveitastúlka austan úr Skriðdal. Það er dáleiðandi að horfa á öldurnar Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Sóley Sigurdís fæddist 10. september 2011 kl. 8.59. Hún vó 3.670 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Steinarsdóttir og Sigurður Halldórsson. Nýir borgarar Kópavogur Sunna Sigríður fæddist 31. desember 2013 kl. 22.55. Hún vó 3.670 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Steinarsdóttir og Sigurður Halldórsson. S ólveig Ólafsdóttir fæddist 16. júlí 1964. „Ég er fædd í hjónarúminu á Lauga- teigi 12, yngst af sjö systkinum. Ljósmóðirin var Þórdís Ólafsdóttir, föðurömmu- systir mín, sem hafði tekið á móti öll- um börnum mömmu og var þá þegar farin að taka á móti barnabörnunum. Ég var alin upp á mikilli fjöl- skyldumiðstöð þar sem stór- fjölskyldan átti skjól og athvarf hjá afar ráðagóðu fólki sem foreldrar mínir voru. Það voru ótrúlega margir sem misstu bakhjarla sína þegar þau létust langt fyrir aldur fram. Ég var ansi vegalaus, eiginlega bara lítill stelpupönkari á Hlemmi eftir að heimilið var leyst upp en með dyggri aðstoð Veigu, móðursystur minnar og fóstru, og Magga bróður míns klóraði ég mig áfram í stúdents- próf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lenti eins og margir jafnaldrar mínir í kennslu í grunn- skóla úti á landi, á Akranesi. Þar kynntist ég einum ljóshærðum Skagamanni, Heimi Janusarsyni, og erum við ennþá bestu vinir og félagar.“ Starfsferillinn „Ég vann hjá Strætó í öllum frí- stundum eins og margir í minni fjöl- skyldu þar til eftir stúdentinn. Þá fór ég að vinna sem skjalahirðir hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Ég var einn- ig matráðskona í veiðihúsinu í Langá á Mýrum sumarið 1986 og greip í það árin þar á eftir. Eftir að hafa lokið prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands tók við langt og skemmtilegt sam- band mitt við ættfræðigagnagrunn- inn Íslendingabók. Ég vann við að búa til Íslendingabók í meira en átta ár með góðu og skemmtilegu fólki.“ Sólveig lauk MA-prófi í menning- arstjórnun snemma árs 2009 og jafn- framt því námi sinnti hún verk- efnastjórn í ýmsum menningar- verkefnum. „Eitt dásamlegasta verkefni mitt á þessum árum var Prisma – diplóm- anám í skapandi og gagnrýninni hugsun – verkefni sem Listaháskól- inn, Háskólinn á Bifröst og Reykja- víkurAkademían stóðu að í kjölfar hrunsins. Ég vann í einvala hópi und- ir stjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur við að hrista rækilega upp í fólki í nokkrar vikur í senn. Vinnan við Prisma og nú síðustu ár mín sem framkvæmdastjóri Reykjavík- urAkademíunnar hafa sannfært mig um nauðsyn þess að við sem þjóð treystum undirstöður okkar með skapandi og gagnrýninni hugsun, orðum og æði. Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri RA – 50 ára Hjónin Sólveig og Heimir við heimatilbúinn matarþurrkara þar sem þau þurrka ávexti, sveppi, grös og kjöt. Að halda í pönkið er ein af lífsreglunum Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.