Morgunblaðið - 16.07.2014, Page 27

Morgunblaðið - 16.07.2014, Page 27
Að vera framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar er eins og vera húsfreyja á stóru sveitaheim- ili. Það er aldrei dauður punktur. Það þarf að ganga í öll verk stór og smá. Ég er með mjög góða samverkamenn þar og samfélagið – samfélag fræði- manna í sjálfstæðum rannsóknum – er algerlega einstakt. Mér gefst lítill tími til eigin rannsókna – á allt of margar hálfskrifaðar greinar um margvísleg efni tengd menningar- stefnumótun, fornum og nýjum mat- ar- og spillingarsögum og Hólavalla- garði. Ég og Heimir erum með dellu fyrir Hólavallagarði, erum með sam- eiginlegar leiðsagnir um garðinn og skoðum hann sem heild.“ Staðarhaldari suður með sjó Sólveig var framkvæmdastjóri og einn af handritshöfundum að sýning- unni „Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf í hundrað ár“ sem félagið Matur – saga – menning setti upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og ReykjavíkurAkademíuna árið 2008. Hún var handritshöfundur ásamt Þorsteini J., æskuvini hennar, að heimildarmyndinni Iceland Food Centre – fyrsta íslenska útrásin. Sólveig mun standa í stússi suður með sjó á afmælisdaginn. „Ég er staðarhaldari á ákaflega merkilegum stað, Sólveigarlundi í Hvalsneshverfi, húsi og garði sem hún nafna mín og fóstra kom sér upp af miklum mynd- arskap. Húsið er hannað og teiknað af frændunum Magnúsi Skúlasyni arkitekt og bróður mínum Gunnari Steingrími Ólafssyni verkfræðingi. Við Heimir erum tekin til við að halda við húsi, garði og hinum myndarlega grjótvegg sem umlykur garðinn.“ Fjölskylda Eiginmaður Sólveigar er Heimir Björn Janusarson, f. 24.8. 1962, um- sjónarmaður Hólavallagarðs. For- eldrar hans eru Janus Bragi Sigur- björnsson, f. 15.12. 1931 og Katrín Georgsdóttir, f. 1.9. 1932. Systkini Sólveigar: Gunnar Stein- grímur, f. 31.5. 1945, Elín Jóna, f. 11.9. 1946, Þórdís Hrefna, f. 28.5. 1948, Magnús Hákon, f. 15.5. 1950, Ragnhildur, f. 6.1. 1955, d. 15.6. 2013, og Örn Ólafsson, f. 21.3. 1958. Börn Sólveigar og Heimis: Hall- steinn Heimisson Waitkuwait, f. 2.8. 1983, stjúpsonur Sólveigar. Hann býr í Þýskalandi og kona hans er Corne- lia Waitkuwait og börn eru Lilja Sol- ange og Svava Hermine; Þórhildur Heimisdóttir, f. 26.4. 1989, bús. á Ís- landi, og Ásgerður Heimisdóttir, f. 31.8. 1993, bús. í Danmörku. Foreldrar Sólveigar voru Ólafur Guðmundsson, f. 27.3. 1923, d. 6.6. 1981, birgðavörður hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, og Björg Magnea Magnúsdóttir, f. 18.12. 1921, d. 10.7. 1980, ólaunaður fram- kvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðv- arinnar Laugateigi 12. Úr frændgarði Sólveigar Ólafsdóttur Sólveig Ólafsdóttir Guðrún Einardóttir húsfreyja í Stóra-Nýjabæ í Krísuvík Steingrímur Steingrímsson bóndi í Stóra- Nýjabæ í Krísuvík Guðrún Hansína Steingrímsdóttir húsfreyja í Nýlendu Magnús Bjarni Hákonarson útvegsbóndi í Nýlendu við Hvalsnes, Gull. Björg Magnea Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gunnar Reynir Magnússon endurskoðandi í Kópavogi Steinunn Guðný Magnúsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík Guðný Einardóttir húsfreyja í Nýlendu Hákon Tómasson útvegsbóndi í Nýlendu Helga Bjarnadóttir húsfreyja á Vindási í Kjós Ólafur Einarsson bóndi á Vindási í Kjós Jóna Ólafsdóttir saumakona í Reykjavík Dagný Wessman húsfreyja í Reykjavík Ólafur Guðmundsson birgðavörður hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur Guðmundur Jónsson sjómaður og verkamaður í Reykjavík Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Þrándarstöðum Jón Vigfúson bóndi á Þrándarstöðum í Kjós Ib Wessman matreiðslumeistari, bús. Í Noregi Ragnar Wessman matreiðslumeistari, bús. Í Garðabæ Wilhelm Wessman fv. yfirþjónn, bús. í Reykjavík Róbert Wessman forstjóri Alvogen Magnús Skúlason arkitekt í Reykjavík Unnur Skúladóttir fiskifr. í Reykjavík Með ömmubarnið Sólveig og Lilja og afinn Heimir í baksýn. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Hjálmar Vilhjálmsson fæddist16. júlí 1904 á Hánefs-stöðum við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru Vilhjálmur út- vegsbóndi á Hánefsstöðum Árnason bónda á Hofi í Mjóafirði Vilhjálms- sonar, og k.h. Björg Sigurðardóttir bónda á Hánefsstöðum Stefáns- sonar. Hjálmar varð stúdent 1925 og út- skrifaðist úr lögfræði frá HÍ 1929. Hann hóf störf sama ár sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði en varð bæjarstjóri þar aðeins ári síðar. Hann varð sýslumaður í Rangár- vallasýslu 1936 og bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður í Norður- Múlasýslu 1937. Hann varð skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu 1953 og ráðuneytisstjóri þar frá 1970 til 1973 þegar hann hætti að eigin ósk. Hjálmar var formaður Styrktar- félags vangefinna frá stofnun félags- ins 1958 til 1975. Hann gegndi jafn- framt trúnaðarstörfum fyrir Öryrkjabandalag Íslands frá stofn- un þess 1961, var m.a. varaformaður hússjóðs þess frá stofnun hans 1966 til 1986. Hann var formaður í fjölmörgum nefndum sem unnu að setningu eða endurskoðun löggjafar á sviði al- mannatrygginga, sveitarstjórnar- málefna, húsnæðismála, orlofs, vinnumála o.m.fl. Hann var kjörinn í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1956, þegar hann var stofnaður, og jafnframt skipaður stjórnar- formaður. Því embætti gegndi hann til 1978. Auk þess gegndi Hjálmar formennsku í stjórn Íslenskrar endurtryggingar um langt árabil. Auk fjölmargra greina liggur eftir hann Seyðfirskir hernámsþættir, 1977. Eiginkona Hjálmars var Gyðríður Sigrún Helgadóttir húsfreyja, f. 20.12. 1902, d. 10.12. 1992. Foreldrar hennar voru Helgi Magnússon, hús- maður í Múlakoti og smiður á Fossi á Síðu, og k.h. Gyðríður Sigurðar- dóttir húskona, síðar húsfreyja í Þykkvabæ í Landbroti og Reykja- vík. Börn þeirra eru Björg, f. 1933, Helgi, f. 1936, Vilhjálmur, f. 1938, og Lárus, f. 1946. Hjálmar lést 19. október 1991. Merkir Íslendingar Hjálmar Vilhjálmsson 90 ára Einar Gunnar Sigurðsson Sigurrós R. Jónsdóttir 85 ára Bryndís Sigurðardóttir Guðjón Einarsson Ragnar Sigurðsson Svanhildur Magna Sigfúsdóttir 80 ára Auður Benediktsdóttir Birna Björnsdóttir 75 ára Brynjar Fransson Halldór I. Elíasson Jóhann Tryggvason Sigurveig Jóhannsdóttir Skúli Óskarsson Sveinn Andrésson 70 ára Brynjar Örn Bragason Elín S. Sigurþórsdóttir Erla Friðgeirsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Jón Valdimarsson Sigríður Agnes Eyjólfsdóttir Valdimar Bergstað Valdís Erla Ármann Valsteinn Jónsson 60 ára Anna Arnardóttir Guðbjörg Haraldsdóttir Guðbjörg Ingólfsdóttir Jóhanna D. Tómasdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Kristján E. Kjartansson María Sif Sveinsdóttir Ragnar Blöndal Birgisson Ragna Steindórsdóttir Sigríður Jóna Jónsdóttir Stefán Kristinn Garðarsson Valur Emilsson Þorsteinn Ó. Ármannsson 50 ára Áslaug Jónsdóttir Guðbjörg R. Ásgeirsdóttir Guðmundur H. Einarsson Hanna Björg Hauksdóttir Hildur Soffía Ámundadóttir Hue Thi Tran Inga Guðlaug Jónsdóttir Ingibjörg Sigurbergsdóttir Jóhann Hörður Sverrisson Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir Margrét U. Kjartansdóttir Sigríður Elva Konráðsdóttir Sigursteinn Tómasson Svanur Helgi Einarsson Þorsteinn Sverrisson 40 ára Ágúst Þór Bjarnason Ástríður Jónsdóttir Guðjón Charles Benfield Guðlaug Ósk Svansdóttir Guðmundur Jóhannsson Kolbrún Dóra Kristinsdóttir Linda Arnardóttir Ólafur Reimar Valgarðsson Snorri Pálmason Steinar Þór Þorfinnsson Þorgils Völundarson 30 ára Arna Björk Valgeirsdóttir Arnþór Magnússon Egill Sigurðsson Jóhanna Guðmundsdóttir Jón Oddur Jónsson Magnús Helgi Jónasson María Rut Beck Páll Þorvaldsson Pétur Einarsson Sigurbjörn G. Ragnarsson Sigurður Ragnar Helgason Sigurlaug Árnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Daggrós er Sand- gerðingur og vinnur við vopnaleit hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. Maki: Páll Hjörvar Bjarna- son, f. 1977, tölvunar- fræðingur. Dóttir: Thelma Rún, f. 2012. Foreldrar: Hjálmar Georgsson, f. 1954, leið- sögumaður, og Sigrún Hjördís Haraldsdóttir, f. 1955, móttökuritari á Landspítalanum. Daggrós Hjálmarsdóttir 30 ára Þuríður er Garðbæingur og rekur kaffihúsið Reykjavik Roasters á Kárastíg. Maki: Andri Þór Sturlu- son, f. 1984, fangavörður. Börn: Bríet Katla Ein- arsdóttir, f. 2010, og Jörfi Andrason, f. 2014. Foreldrar: Sverrir Sal- berg Magnússon, f. 1959, prentsmiður hjá Svans- prenti, og Svala Hrönn Jónsdóttir, f. 1959, fram- kvæmdastj. Svansprents. Þuríður Sverrisdóttir 30 ára Kristín býr í Reykjavík og er við- skiptastj. hjá Meniga. Maki: Borgar Þór Ein- arsson, f. 1975, lögmaður. Börn: Anna Soffía, f. 2010, Patrekur Þór, f. 2012 og stjúpbörnin Marselía Bríet, f. 1999, Breki Þór, f. 1998 og Sig- rún Líf, f. 1994. Foreldrar: Halldór Ingi Guðmundsson, f. 1948, og Anna Þóra Einars- dóttir, f. 1946. Kristín Hrefna Halldórsdóttir Miðvikudagstilboð – á völdum einnota og margnota borðbúnaði Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af einnota ogmargnota borðbúnaði íflottum sumarlitum Di sk ar Se rv íe ttu r G lö s Hn ífa pö r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.