Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Krít 44.950 Flugsætifrá kr. 15. september í 10 nætur Verð fyrir flug og gistingu á Marina Sands kr. 79.950 með morgunmat Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Flugsæti 15.-25. september kr. 44.950 – 2 fyrir 1 tilboð Almennt verð kr. 89.900 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mælitækin við Holuhraun og Bárð- arbungu eins og jarðskjálftamælar, GPS tæki, gasmælar, innrauðar myndavélar og svo færanlegir rad- arar sem kosta rúmlega 250 millj- ónir króna eru í engri raunveru- legri hættu á að tapast þótt mörg þessara tækja séu nánast við gos- sprunguna. Tækjunum er komið þannig fyrir að auðvelt er að sækja þau og koma þeim í skjól. Svonefnt Futurevolc-verkefni, sem 26 evrópskar rannsóknarstofn- anir og háskólar taka þátt í og mið- ast við að bæta eftirlit með íslensk- um eldfjöllum, fjármagnar flest þessara tækja og eru þau í stöðugri þróun. „Þetta eru flest dýr tæki sem eru þarna á svæðinu og það er svolítið erfitt að setja verðmiða á þau enda þróun margra þeirra enn í gangi,“ segir Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar. „Skjálftamælar og GPS tæki eru mjög dýr en kostnaðurinn við að koma þeim í rekstur er einnig fólg- in uppsetningu þeirra, með orkuöfl- un og fjarskiptatengingu.“ Eyjafjallagosið hafði áhrif Gasmælarnir og innrauðu myndavélunum eru ekki fjölda- framleidd tæki og er verið að þróa þennan búnað og segir Óðinn að í fyrsta sinn sé hægt að prófa tækin við alvöru aðstæður. Það er því erf- itt að setja verðmiða á búnað sem er enn í þróunarferli. Hann kostar samt milljónir. Til dæmis eins og þessir færanlegu radarar sem eru á stærð við fellihýsi og kosta 250 milljónir.“ Hann segir að auknum fjár- munum hafi verið varið í tæki og tól eftir Eyjafjallajökulsgosið. „Hagsmunaaðilar eru tilbúnir að kosta miklu til – til að fá sem best- ar upplýsingar og yfirsýn um hvað er í vændum og hvað er í gangi á hverjum tíma. Ef kemur sprengi- goss og ösku sem veldur truflunum á flugi þá eru veðursjárnar okkar aðal mælitæki til öflunar á upp- lýsingum um hæð og umfang gos- makkar, sem aftur eru notaðar til líkanreikninga á dreifingu gosefna í háloftunum. Einhvern tímann var mér sagt að það þyrfi ekki að stytta hugs- anlega lokunartíma hafa opið mörg korterin á Heatrow um mörg kort- erin til að borga alla þessa fjárfest- ingu.“ Hættan alltaf til staðar Óðinn segir að einu tækin og tól- in sem Veðurstofan sé með „ná- lægt“ gossprungunni séu innrauðau myndavélarnar og gasmælar. „Við erum að setja þau upp í miklu ná- vígi, en það er gengið þannig frá þeim að við getum tekið þau upp með litlum fyrirvara. Ef það kemur til hamfaragoss þá get ég ekki ábyrgst það að einhver mælitæki gætu tapast. Þetta er upp á jökli, við eldstöð og allt það. Ég get ekki svarið það af mér. Það er einfaldlega ekki hægt.“ Rándýr tæki á gosslóð  Mælarnir við Holuhraun og Bárðarbungu ekki taldir á miklu hættusvæði  Dýrustu tækin kosta 250 milljónir Við Dreka Fjórir menn frá Veðurstofu Íslands eru að störfum í og við Holu- hraun. Tveir sjá um radara og tveir gasmæla og innrauðu myndavélina. Morgunblaðið/Eggert Holuhraunsmælar Þessir mælar standa nálægt gossprungunni í Holu- hrauni og mæla jarðskjálftavirknina. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nemendur sem útskrifast með meðaleinkunn undir 8 í grunnskóla virðast eiga litla möguleika á að sækja nám í framhaldsskóla með bekkjarkerfi, samkvæmt niðurstöðu úttektar sem unnin var um Versl- unarskóla Íslands fyrir Mennta- málaráðuneytið. Þar kemur einnig fram að aðhaldið sem bekkurinn veit- ir gæti einmitt hentað nemendum með lakari náms- og félagslega stöðu. „Þetta er samdóma álit okkar sem unnum úttektina en að henni koma kennarar á bæði grunn- og fram- haldsskólastigi, menntunarfræð- ingar, stjórnsýslufræðingar o.fl. en hafa verður þó í huga að úttektin beindist ekki að þessum þætti sér- staklega. Þetta er hins vegar okkar ályktun og við vildum koma henni á framfæri til ráðuneytisins,“ segir Árný Elíasdóttir, einn sérfræðing- anna sem unnu að úttektinni. Fá ekki aðhald Hún telur jafnframt að gera þurfi sérstaka úttekt á því hvaða þættir bekkjarkerfisins styðji við lakari nemendur. „Við þekkjum það af reynslu okkar sem kennarar og af vinnu okkar við úttektir á framhalds- skólum að nemendur sem hallar á í námi geta í einhverjum tilfellum þurft ákveðna umgjörð um sitt nám sem bekkjarkerfið býður upp á en þetta þyrfti að skoða betur.“ Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzl- unarskóla Íslands, segir mikla ásókn í bekkjarskóla gera það að verkum að þeir skólar geti valið inn betri nem- endur. „Nemendur sækjast eftir því að komast í bekkjarskóla og þá verða þeir ofan á sem hafa hæstu náms- einkunnina. Tískusveiflur ráða ein- hverju um það hvaða skólar eru vin- sælir en almennt hafa bekkjar- skólarnir þurft að vísa frá nemendum,“ segir Ingi og spyr hvernig standi á því að nýir skólar séu almennt áfangaskólar. „Versl- unarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík eru meðal elstu skóla landsins en auk þeirra eru Kvenna- skólinn og Menntaskólinn við Sund einu bekkjarskólarnir á höfuðborg- arsvæðinu. Nýir skólar eru nærri undantekningarlaust áfangaskólar á sama tíma og bekkjarskólarnir eru vinsælastir hjá bæði krökkunum sjálfum og foreldrunum sem vilja koma börnum sínum í bekkjarkerfi.“ Einkunnir úr grunnskóla Í úttekt á starfsemi Verslunarskól- ans er bent á að skoða þurfi hversu marktækar einkunnir úr grunnskóla eru um þekkingu nemenda. Ingi seg- ir að eftir að samræmd próf í lok 10. bekkjar hafi verið lögð niður hafi mátt sjá einkunnir hækka. „Þekk- ingin er alveg sú sama hjá nem- endum í dag og fyrir 10 árum en ein- kunnir hafa hækkað úr grunnskóla. Þetta er í sjálfu sér ekki vandamál en grunnskólar eru misjafnir, nem- endur frá tilteknum skóla t.d. standa sig verr en nemendur úr öðrum skóla.“ Bekkjarkerfi lokað lakari nemendum  Mikil ásókn í framhaldsskóla með bekkjarkerfi útilokar lakari nemendur  Talið að bekkjarkerfið henti betur þeim sem eiga erfitt með nám  Skoða þarf marktækni einkunna úr grunnskólum Morgunblaðið/Ernir Skólakerfið Gömlu bekkjarskólarnir eins og Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands, fá að jafnaði bestu nemendurna til sín. Atli Harðarson, fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, segir nemendur skólans að mestu koma frá sömu grunn- skólunum á svæðinu og breidd nemenda mikla. „Við erum með vísi að bekkjarkerfi fyrir lakari nem- endur í skólanum, þar sem vel er haldið utan um þá sem hallar eitthvað á,“ segir Atli. Gott samstarf er milli kennara fjöl- brautaskólans og kennara grunnskóla á svæðinu að sögn Atla og öll eftirfylgni með nem- endum auðveldari en í stærri skólum í höfuðborginni. Vísir að bekkjarkerfi FRAMHALDSSKÓLAR Atli Harðarson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við munum hafa heiti nýju gíganna í Holuhrauni í huga þegar nýjar vél- ar koma í flotann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Morgun- blaðið. Vísindamenn hafa gefið gíg- um þeim sem eru að myndast í elds- umbrotunum nyðra nöfnin Norðri, Baugur og Suðri. Örnefnanefnd ræð- ur þó endanlega nafngift, þar sem saga og menning eru inni í myndinni. Sem kunnugt er bera flugvélar Icelandair, sem eru 21 talsins, nöfn eldfjalla. Sá siður var tekinn upp 2009. „Þetta mælist vel fyrir, hefur vakið athygli erlendra ferðamanna á náttúru Íslands og til þess er leik- urinn gerður,“ sagði Guðjón. Meðal nafna á Boeing-vélum félagsins eru Herðubreið og Askja og í kjölfar eld- gossins í Eyjafallajökli, sem er eitt flugvélanafnið, bættust við Magni og Móði, nöfn sem vélar bera nú. Ekki liggur fyrir hvort eða hve- nær nýjar flugvélar bætast við í ann- ars stækkandi flota. „En við höfum klárlega úr nýjum nöfnum að velja,“ sagði Guðjón. Úr fleiri nöfnum á flugvélarnar að velja  Eldfjöllin eru í öndvegi hjá Icelandair Morgunblaðið/Sigurður Bogi Boeing Keilir, sem er ein af 21 þotu í flota Iclandair, tekur sig á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.