Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI Bjóðum nokkra sýningarbíla á sérkjörum Morgunblaðið/Þórður Samhentar systur Helga Dögg og Aðalheiður Flosadætur og brjóstagjafabolurinn Gjöf sem fæst í Móðurást. þvottavél á ullarprógrammi með ullarþvottaefni, það er stór kostur fram yfir handþvott.“ Þráðurinn í merinóullinni sem þær nota er 20 míkrómetrar en til samanburðar er mannshár 100 míkrómetrar. Þess vegna klæjar ekki undan merinóullinni. Þora að taka meiri áhættu þegar fram líður Fyrsta upplagið að bolunum var lítið þar sem efnið er bæði dýrt í innkaupum og mikill flutnings- kostnaður fylgir að flytja efni frá Nýja-Sjálandi. Fyrst voru fram- leiddir sjö bolir í þremur litum. Næsta upplag voru bolirnir 20. Þær tóku niður pantanir áður en þeir voru sendir í framleiðslu. „Við erum bara venjulegar konur og eigum ekki til háa upp- hæð inn á bankabók til að leggja inn í fyrirækið í fyrstu atrennu,“ segir Helga Dögg spurð út í fram- tíðaráform. Hún segir þær taka eitt skref í einu og hafi skynsemina að leiðarljósi. Hún bætir við að næsta upplag verði eflaust stærra. „Þegar við sjáum hversu vel þetta gengur þá þorum við að taka meiri áhættu og stærri skref.“ Bolirnir eru íslensk framleiðsla og hönnun þó að efnið sé aðkeypt. Saumastofa sér um framleiðsluna. Stefnan er sett á að stofna fyr- irtæki í kringum reksturinn þegar hann verður umsvifameiri. Með hærri veltu verður þörf á skráningu fyrirtækis, en enn sem komið er er veltan ekki of há. Allt annað en eðlisfræðin „Þetta er ótrúlega gaman og skemmtilegt að gera eitthvað allt öðruvísi en vanalega. Allt í einu er maður kominn á fullt í vöruþróun og fatahönnun,“ segir Helga Dögg og bætir við að henni þyki þessi heimur heillandi þar sem systir hennar Aðalheiður er öllum hnútum kunnug. „Þetta gengur nokkuð vel, mun betur en ég gerði ráð fyrir til að byrja með. Við erum mjög ólíkar en lærðum mikið af foreldrum okkar í samskiptum,“ segir Aðalheiður um samstarfið með systur sinni. For- eldrar þeirra eru Flosi Karlsson og Aldís Ívarsdóttir. Hún bendir á að eflaust myndi þetta ekki ganga svona vel nema af því að þær eru jafn ólíkar og raun ber vitni. Helga Dögg er víst lunkn- ari í fyrirtækjarekstri og í sam- skiptum. Aðalheiður einbeitir sér að hönnuninni. „Okkar sterku hliðar eru hvor á sínum endanum. Það er líklega kostur. Þetta hefði ekki gengið ef hún væri alveg eins og ég,“ segir hún og hlær. Vildu ekki skila bolunum Þarfir kvenna með barn á brjósti voru hafðar að leiðarljósi í hönnuninni. „Sniðið er aðsniðið, kvenlegt og bogadregið að neðan sem hentar vel ef maður er með smá maga,“ segir Aðalheiður. Bol- irnir eru með þrefalt lag yfir brjóstin til að vernda þau betur. Þeim konum sem fengnar voru til að prófa bolina og leggja mat á þá, líkaði svo vel við þá að þær vildu ekki skila þeim þótt þær væru hættar brjóstagjöf. „Þá fundum við að markaður væri fyrir slíkar flíkur sem væru flottar og hlýjar í senn. Þess vegna ætlum við að framleiða klæðilegan fatnað sem er töff en lítur ekki út fyrir að þú sért á leið í fjallgöngu.“ Ný lína frá Hlýleg fyrir konur, sem ekki eru með barn á brjósti, og einnig karlmenn er því væntanleg. Fyrir jólin 2014 er von á nokkrum flíkum fyrir konur. Ennfremur er markmiðið sett á að taka þátt í Hönnunarmars 2015 og vera einnig með fatnað fyr- ir karlmenn. Bolur Þessi er framleiddur í þremur litum og í öllum stærðum. Merinóullin sem notuð er í fram- leiðslu á bolunum hlýju er flutt inn frá Nýja-Sjálandi og kemur af sam- nefndu sauðfjárkyni sem gefur af sér þessa eftirsóknarverðu ull. Sauðfjárkynið er einkum ræktað vegna eiginleika ullarinnar og er upprunnið á Spáni. Í merinóullinni er togið lítið en þelið mjúkt, hrokk- ið og silkikennt. Í ull íslensku kind- arinnar er þelið mjög lítið til samanburðar við ull þeirrar nýsjá- lensku. Silkikennd ull MERINÓULL FRÁ NÝJA-SJÁLANDI Í kápu Þessi er eflaust mjúk viðkomu og framleiðir töluvert af merinóull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.