Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 27
gríðarlega öflugir og elsti leik- arinn er Margrét Guðmundsdóttur sem er rúmlega áttræð, kraftmikil og flott kona og mikill listamað- ur.“ Aðrir listrænir aðstandendur eru Frosti Friðriksson sem hann- ar leikmyndina, Garðar Borgþórs- son sem hannar hljóð og ljós og Þórunn María Jónsdóttir sem hannar búninga. „Ég er svo lán- söm að hafa þessa hæfileikaríku og reyndu listamenn með mér í hópnum og svo er ég ekki síður heppin með börnin mín og stjúp- syni sem leggja gjörva hönd á plóg. Í þeim hópi eru grafískur hönnuður, ljósmyndari, kvik- myndagerðarmaður og myndlist- arnemi.“ ,,Það er góð tilfinning að eiga fyrstu frumsýningu vetrarins í Tjarnarbíói sem er staður sjálf- stæðu atvinnuleikhópanna. Það er heljarkraftur í leikhúsinu okkar sem nýtur þess nú að hafa gert þriggja ára samning við borgina. Við erum líka þakklát Þjóðleikhús- inu sem lánaði okkur húsnæði og leikara fyrir leiksmiðjuvinnu síð- astliðinn vetur, til þess að þróa handritið.“ Auðlind hefur farið af stað með söfnunarátak fyrir sýn- inguna á hópfjármögnunarsíðunni Karolinafund.com til að ná endum saman og borga laun. „Við fengum styrki sem nægja þó ekki fyrir fullum launakostnaði og ákváðum því að láta á það reyna hvort við gætum safnað meiri peningum. Þetta söfnunarátak hefur gengið þokkalega fram að þessu,“ segir Hrund. Kennir innflytjendum ís- lensku í gegnum leiklist Hrund, sem er bókmenntafræð- ingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem gagnrýnandi, segist harðákveðin í að halda áfram að skrifa fyrir leiksvið. „Þegar ég fór að skrifa fyrir al- vöru komst ég að því að það er rétt sem ég hafði þó aldrei trúað almennilega á, að persónur kalla á mann og lifa sínu eigin lífi í höfð- inu á manni. Ég sá nýlega setn- ingu á facebook sem er ekki klisja heldur sannleikur: Ritstífla höf- undar er þegar ímynduðu vinirnir hætta að tala við hann. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skrifa en ég verð líka að eiga fyrir brauðinu og þess vegna er kennsla mitt aðalstarf. Ég hef síðustu árin kennt leiklist í Álf- hólsskóla í Kópavogi. Mig langaði til að þróa hugmyndir mínar í leiklistarkennslu í grunnskólum og það hefur gengið vel. Ég er líka að kenna innflytjendum íslensku í gegnum leiklist og nýti þar þær aðferðir sem ég þekki úr leiklist- arkennslu. Þar eru ótal mögu- leikar, hægt er að nota spuna og samtöl og setja upp litla leikþætti. Það getur verið stórmál fyrir fólk að standa fyrir framan hóp og tjá sig, ég tala nú ekki um þegar móðurmálið er annað. En þegar viðkomandi er kominn í hlutverk leikarans og verður einhver annar en hann sjálfur þá uppgötvar hann að það er ekki svo erfitt að standa frammi fyrir öðrum. Það á reynd- ar almennt við um fólk sem vill losna við hömlur og feimni, að góð aðferð til þess er að ímynda sér að maður sé einhver annar.“ Morgunblaðið/Kristinn » Þeir sem frétta afefni leikritsins segja mér að þeir þekki það af eigin reynslu eða hjá öðr- um; að fólk þrái alltaf að eiga góð samskipti en eigi oft erfitt með það af einhverjum or- sökum, stundum jafn- vel vegna óvináttu milli fjölskyldumeð- lima. „Leikkonur sögðu við mig: Það væri dásamlegt að fá kvenleikskáld sem skrifar fyrir okkur. „Skrifaðu fyrir okkur!“ og ég var sammála þeim um þetta,“ segir Hrund. MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fim 11/9 kl. 20:00 - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.