Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hraunið rennur út í Jökulsá 2. Veikir vegna útblásturs 3. Dáleiðandi myndband af gosinu 4. Kobbi kviðrista loksins fundinn? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Alheimsupplestur til stuðnings uppljóstraranum Edwards Snowdens verður í kvöld kl. 20.30 á Loft Hostel. Á sama tíma munu rithöfundar um heim allan og fylgismenn tjáningar- frelsis lesa upp texta Snowdens. Les- arar eru m.a Kristín Helga Gunnars- dóttir, Sjón, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Ólína og Sindri Freysson. Morgunblaðið/Kristinn Alheimsupplestur til stuðnings Snowdens  Darren Aro- nofsky, leik- stjóri kvik- myndarinnar Noah, sem tek- in var að hluta hér á landi, má vart vatni halda á tísti sínu í netheimum yfir íslensku kvikmynd- inni Vonarstræti sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto: „Frá- bærir íslenskir leikarar í mjög góðri mynd sem dregur af næmleika upp mynd af því hvernig líf fólks skarast.“ Aronofsky hrósar Vonarstræti í hástert  Bandarískur uppistandshópur frá New York’s Funniest mun koma fram á þriggja daga uppi- standshátíð, Reykjavik Com- edy Festival, í Hörpu í október. Þetta eru þau Andrew Schulz, Ricky Velez og James Adomian. Miðasala á hátíðina hefst næstkomandi fimmtudag. Bandarískir uppi- standarar á hátíð hér Á þriðjudag Suðaustan 8-13 m/s með rigningu og síðan skúrum, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 16 stig. Á miðvikudag Suðvestan 5-10 og rigning, einkum sunnantil, en áfram skúrir vestanlands. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 á morgun og rigning, en léttir til austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR „Mér finnst ég hafa tekið framförum sem markvörður og vona að það komi til með að nýtast í þessari keppni,“ segir Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður. „Mér finnst ég hafa vaxið um nokk- ur prósent á öllum sviðum, og nýt mín vel í þessu umhverfi úti í Noregi. Þetta hefur gert mér gott. Það er auðveldara að bæta sig þegar maður hef- ur ekkert annað að hugsa um en fótbolta.“ »2 Framfarir sem nýtast vonandi Úrslitaleikir Evrópumóts karla í körfuknattleik á næsta ári, þar sem Ísland verður í fyrsta skipti á meðal þátttakenda, verða líklega spilaðir í fjórum löndum. Í dag verður kosið um hvar mótið verður haldið en það átti að fara fram í Úkraínu. Hann- es Jónsson, for- maður KKÍ, tek- ur þátt í atkvæða- greiðslunni og mun þar styðja bæði Frakka og Finna en segir óráð- ið hvaða önnur lönd verði fyrir val- inu hjá sér. »1 Úrslitakeppni EM haldin í fjórum löndum? Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, segir að sitt lið eigi mögu- leika á að slá út Rússana í Dinamo Astrakhan þrátt fyrir tveggja marka tap í fyrri leiknum á heimavelli í gær. „Ég stend enn við það, tvö mörk skilja að sem er ekkert í handbolta. Það er bara hálfleikur í einvíginu,“ sagði Patrekur en liðin mætast aftur í Rússlandi næsta sunnudag. »4 Telur Hauka enn geta slegið Rússana út ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Líney Sigurðardóttr lineysig@simnet.is Hænur og eggin þeirra eru áhugamál nokkurra Þórshafnarbúa sem hafa sótt um leyfi fyrir hænsnakofa í görð- um sínum. Leyfið hefur fengist, hafi næstu nágrannar hænsnanna ekkert á móti þessum nýju nágrönnum. Leyfið takmarkast við hænur en hanar eru ekki velkomnir því ekki eru allir hrifn- ir af því að vakna eldsnemma að morgni við hanagal. Engar hænur hafa verið á Þórshöfn í allmarga áratugi þar til fyrir fáum ár- um að íbúar á dvalarheimilinu Nausti fengu hænsnakofa og nokkrar hænur í garðinn til sín. Heimilisfólk þar hefur annast hænurnar af mikilli natni og nú hefur heldur betur fjölgað í hópnum. Mikil frjósemi Í vor var fengin útungunarvél á Naustið og klakið gengur vel. Heim- ilisfólkið á dvalarheimilinu hefur ær- inn starfa við að hugsa um fiðrað ung- viði en þrettán ungar hafa nú skriðið úr eggjum og eru á tveimur „vöku- deildum.“ Elsti íbúinn á Nausti og reyndar sá elsti í öllu sveitarfélaginu er Ingveldur Haraldsdóttir frá Þor- valdsstöðum í Bakkafirði, að verða 97 ára gömul. Hún annast yngstu kjúk- lingana sem aðeins voru dagsgamlir þegar Morgunblaðið bar að garði. Þeir búa í litlum kassa í herbergi hennar, sem kallast núna vökudeild I. Umönn- unarstörfin láta henni vel enda alvön að sjá um ungviði frá sinni tíð í sveit- inni en tæpt ár er síðan Ingveldur flutti að heiman og á Naustið. Hugmyndin að kjúklingaeldinu á dvalarheimilinu kviknaði þegar mat- ráðurinn þar lauk námi í matartækni og ákveðið var að útskriftargjöfin yrði hænur, þar sem hún var að flytja í sveit. Útungunarvél var fengin að láni og nú tísta litlir ungar á tveimur „vökudeildum“ hjá heimilisfólkinu á Nausti. Búið er að panta alla ungana þrettán sem eru á Nausti en von er á fleiri ungum í útungunarvélinni. Ung- arnir eru mislitir því þeir eru upp- runnir frá íslenskum landnámshænum og einnig frá norskum hænsnastofni, sem gefur af sér brún egg. Byrjaði allt í einu að gala Nágrannar Naustsins fylgdu svo í kjölfarið fyrir skömmu og fengu sér hænur en eitthvað þurfti að endur- skoða þann hænsnastofn því ein „hæn- an“ þar fór allt í einu að gala. Hamingjusömum hænum er enn að fjölga á Þórshöfn en þessa dagana vinna smiðir að smíði tveggja hænsna- húsa sem bíða þess að hýsa góðar varphænur. Að sögn smiðanna ætti að fara mjög vel um hænurnar því vand- að er til smíðinnar og einangrunin í hæsta gæðaflokki fyrir væntanlegar úrvalshænur. Matarafgangar í ruslinu munu svo heyra sögunni til, því þeir fara allir beint í hænsnadallinn en ný- orpin egg í eldhúsið í staðinn. Ala kjúklinga á elliheimilinu  Íslenskar hæn- ur nýtt áhugamál íbúa á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Smiðirnir Þórður Ragnar og Kristján eru með tvö hænsnahús í smíðum. Atli Berg og Kristín móðir hans sitja í kof- anum og bíða eftir góðum varphænum, en þessi sex ára snáði ætlar að hugsa vel um þær. Á vökudeildinni Kristín Thorberg, hjúkrunarforstjóri á Nausti, og Ingveld- ur Haraldsdóttir, hlúa að dagsgömlum kjúklingum í herbergi Ingveldar. Hún er að verða 97 ára gömul og er elsti íbúi Langanesbyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.