Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA Skelfilegar fréttir berast frá Írak og Sýrlandi. Samtök harðra súnnímúslima, áður ISIS en nú ISIL (Islamic State of Syria and the Levant) eru búin að bæta öllu því svæði við yf- irráðastefnu sína til þess að byrja með, en þau hafa í hófsemi sinni skilið að það þurfi að taka þetta í skrefum þótt heimsyfirráð, jihad, sé markmiðið. Levant auk Sýrlands og Írak er Jórdanía, Suður-Tyrkland, Ísrael, Palestína, Líbanon og Kýpur, en ISIL hafa lýst yfir kalífatinu og stofnun bókstafstrúar íslamsríkis. Þau sem játast ekki sunnííslam samstundis eru myrt á sem hrylli- legastan hátt og með ótrúlega grimmúðlegum hernaði sínum eru ISIL í óða önn að fremja þjóðar- morð á minnihlutahópum í Írak, hafa fellt tugþúsundir á skömmum tíma og hrakið fleiri hundruð þús- unda burt eða til fjalla, þ.m.t. ótalda tugi þúsunda kristinna manna. Þetta saklausa fólk fellur nú unnvörpum vegna vosbúðar og vatnsskorts. Í stríðinu í Sýrlandi með ISIL í fararbroddi hafa hátt í 200 þúsund manns, stríðandi menn, borgarar, konur og börn, þegar fallið og um 4 milljónir farið á ver- gang og fjöldi dáið úr bráðum smit- sjúkdómum, sem upp hafa komið vegna þess. Flókin staða en einföld Það er e.t.v. einhver von í ósköp- unum fyrir fólkið á svæðinu nú þegar utanaðkomandi stuðningur við Kúrda og misjafna Íraksstjórn eykst m.a. með mannúðaraðstoð, en lýðræðisríkin virðast loks farin að átta sig á því hve váin af óhugnaði og hryðjuverkum íslams er mikil og að hún gæti breiðst út og þá til heimalandanna meira en nú þegar er orðið. Þá er athyglisvert að stjórnin í Damaskus er farin að hjálpa til með loftárásum á ISIL í Írak. Án þess að vera sérstakur stuðningsmaður Sýrlandsforseta hef ég lengi haldið því fram að vesturveldin hafi gert rangt í því að styðja sérstaklega árásaröflin í landinu. En vonandi fer fólk að vakna upp og átta sig á hve hásk- inn af íslam er mikill fyrir það sjálft og all- an heiminn. Ofboðið Það sem fáir bjugg- ust við er að jafnvel sumum múslimum er nóg boðið. Þannig hafa ríkin á Arabíu- skaganum reynt að fjarlægjast ISIL sem mest og meira að segja erki-íslamistarnir Sádi-Arabar. Það er í sjálfu sér miður frá þeim sjón- arhóli að þessi vellauðugu ríki gætu auðvitað hjálpað hinum minni mátt- ar, en þau vilja sem minnst af því. Jósef heitinn Stalín sagði á þá leið að stórar tölur um mannfall væru aðeins statestík og ef til vill líta sumir íslamistar að venju einmitt svo á. Þessi ríki hafa einnig aftengt sig Hamas á Gaza af sömu ástæð- um og finnst orðið nóg um ofstop- ann. Þá er nú mikið sagt, en er eigi að síður athyglisvert og ekki síður það að samtímis styðja súnnítarnir í Félagi múslima á Íslandi eindreg- ið jihadið áfram eins og þeir hafa lýst yfir og að Ísland-Palestína og sporgöngufólk láta sig þetta litlu skipta, enda hentar það ekki mál- staðnum. Sáttmálinn sem ekki er minnst á Sumir landar styðja ennþá Ha- mas og það jafnvel í nafni friðar, en átta þeir sig á að samtökin eru jafn miklir andstæðingar siðmenning- arinnar og bræðurnir í ÍSIL? Í 1. og 2. versi orðskrúðugs sáttmála Hamas, sem er sagður koma alveg beint frá Múhameð spámanni, segir eins og venjulega hjá íslamistum á þá leið að íslam sé hið eina rétta og allt sem skiptir máli í lífinu og um- heiminum og að koma skuli því á alls staðar. Í 7. versi segir m.a. svo í lauslegri þýðingu úr ensku: „Dagur dómsins mun ekki koma fyrr en að múslímar hafa drepið gyðingana, þegar gyðingarnir fela sig á bak við grjót og tré. Og stein- arnir og trén munu segja: ó músl- ímar, ó Abdulla, það er gyðingur á bak við mig, komið og drepið hann. Aðeins Gharkad-tréð mun ekki gera það, því að það er gyð- ingatré.“ Í 22. versi segir að frönsku og rússnesku stjórnarbyltingarnar, nýlendustefnan og báðar heims- styrjaldirnar hafi allt verið af völd- um zíonista! Þessi sáttmáli, sem er stefnuyfirlýsing og stjórnarskrá Hamas, er alveg ótrúlegur, en þau sem vilja vita ættu að lesa um þessa hluti, þótt svo skelfileg lesn- ing sé, áður en þau taka upp ein- hverja skoðun eða setja sig við hlið varasamra öfgasamtaka eins og t.d. Íslands-Palestínu. Hið furðulega Sumum dettur sú reginfirra í hug og jafnvel ímynda sér að Bandaríkin ráði lögum og lofum í Mið-Austurlöndum og hafa krafist þess að þau kippi öllu þar í liðinn hið snarasta. Þessi áróður er eink- um til þess að slá ryki í augu illra upplýstra og áhrifagjarnra sakleys- ingja, sem vilja væntanlega vel en átta sig ekki á hve hið illa ræður miklu í íslam og hjá ástmögum þess. Dellan dreifir sér og í sinni miður skoplegu túlkun tók Össur fast utan um hálsinn á þeim og kyssti og það er með ólíkindum að ríkisstjórn lýðveldisins, einnig sú sem nú situr, virðist styðja þessi ófriðar- og öfgasamtök. Vorum við Íslendingar spurðir eða finnst fólki þetta skynsamleg utanríkisstefna í stað hófemdar og afskiptaleysis af málum, sem við höfum hvorki í valdi okkar né skiljum nægilega vel? Og hvernig skyldu þau ríki, sem við eigum mikið undir, líta á okkur fyrir bragðið? Og hvernig bara líst ykkur sjálfum á? Öfgar og utanríkisstefnan Eftir Kjartan Örn Kjartansson »Er stuðningur við öfgaöfl í stað hóf- semi og afskiptaleysis af málum, sem við höfum hvorki í valdi okkar né skiljum nægilega vel, rétt utanríkisstefna? Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Það er ánægjulegt hvað átak stjórn- valda í lækkun húsnæðisskulda al- mennings hefur fengið góðar undir- tektir. Vinstristjórnin illa þokkaða hreyfði vart legg né lið til lækkunar húsnæðisskulda hjá fólki og það litla sem hún kann að hafa gert í því efni var allt í skötulíki. Þetta skuldalækk- unarátak sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir sýnir að nú situr að völdum stjórn í landinu sem er velviljuð al- menningi. En það er meira en hægt er að segja um stjórnina á undan, þar sem hinn fluggáfaði Steingrímur J. Sigfússon var innsti koppur í búri. Nú er brýnasta verkefni stjórnvalda að halda verðbólgunni sem allra mest í skefjum, vegna þess að hún er mesta efnahagsböl sem til er. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Skuldalækkun til bóta Mér blöskraði þegar ég las nýverið að eitt atriði í fermingarfræðslu barna á Selfossi væri að sýna þeim myndir af kynfærum fólks. Ég minnist þess fyrir nokkuð mörgum árum að frænka mín í barnaskóla tjáði mér að kennarar í bekknum hennar hvettu krakkana eindregið til að fara og sjá svokallaðar bláar myndir, sem sýndar voru í Hafnar- bíói á þeim tíma. Hún kom skelkuð út af þessari bíóferð. Hvað gengur fullorðnu fólki til að vilja troða grófu kynlífsefni inn á óharðnaða ung- linga? Guðrún Magnúsdóttir. Gróft efni í fermingarfræðslu Náttúruheilsu- fræðin leggur mikla áherslu á hreinsun eiturefna út úr líkam- anum. Þetta eru eitur- efni sem berast inn í líkamann í gegnum húðina, um lungun og í mat og drykk. Þá eru ótalin þau sem myndast við efna- skiptin eða koma frá örverum í ristlinum. Þessi fræði telja að veikindi séu oft aðferð lík- amans til að losa sig við of mikið af eitri. Líkaminn losar sig stöðugt við eiturefni með svita um húðina, með þvagi frá hreinsun nýrnanna á blóð- inu, gegnum lungun við útöndun, með saur úr ristlinum og jafnvel með eyrnamerg. Hreinsun eða afeitrun krefst mikillar orku sem okkur er ekki alltaf tiltæk. Með réttu mataræði og nægjanlegri hreyfingu fyrir vessakerfið mætti halda líkamanum í toppformi hvað þetta varðar. Nú á tímum meng- unar er ekki vanþörf á að hjálpa lík- amanum við afeitrun hans. Föstur, sána og ristilskolun eru mikið not- aðar til afeitrunar. Áhrif mataræðis eru talin geta skipt sköpum og þá m.a. algjört hráfæði sem byggist á að neyta bara matar úr jurtaríkinu og hita hann ekki yfir 40°C. Þá er tryggt að virk efni, prótín og víta- mín, skemmist ekki og öll afeitrun verði líkamanum auðveld. Í mat úr jurtaríkinu eru svonefnd phyto-efni (talin geta verið um 25.000 virk efni) sem eru heilsusamleg og styrkja ónæmiskerfið. Auk þessa fáum við flest steinefnin úr jurta- ríkinu. Sé etið bara hráfæði er frá- sog efna mun meira en frá blönd- uðu fæði og minnkar þar með magn þess sem neyta þarf. Til að matreiða hráfæði sem er bæði ferskt og þurrkað þarf örfá raftæki: hnífakvörn, hrærivél, safa- pressu og þurrkofn fyrir 40°C. Það eina sem er e.t.v. ekki í eldhúsinu nú þegar er þurrkofn fyrir 40°C hita til að þurrka vatn úr réttunum (mætti líkja við harðfiskgerð) og getur það tekið allt að hálfum sólarhring fyrir suma rétti. Þessi lági hiti er einkar athygl- isverður vegna þess sem vitað er um skað- semi hitameðferðar matar á heilsu. Gerðar hafa verið margar matar- uppskriftir hráfæðis fyrir bæði ýmsa safa, súpur og marga þurrk- aða og óþurrkaða rétti. Í hráfæðið eru notuð fræ, hnetur, korn, fersk ber og þurrkuð, græn- meti, ávextir, laukar og hvítlaukur, rótarávextir, sveppir, þang, söl, hunang, eplaedik, pressuger, kald- pressuð ólífuolía og vatn, krydd, bæði ferskar jurtir og þurrt, sjáv- arsalt og pipar bara til að nefna það helsta. Með aldrinum eigum við erf- iðara með að losa líkamann við eit- urefnin sem fylla stöðugt meira og meira af fryminu í frumunum þar sem aðallífefnaferlin eiga sér stað og hægja þannig á lífsstarfseminni. Að lokum deyja frumurnar og við eldumst þeim mun hraðar sem upp- söfnun eiturefna verður meiri. Sam- kvæmt þessu getum við auðveldlega endað lífið í eigin mengun. Algjört hráfæði eins og hér er greint frá gæti verið ein leiðin til að losna við ýmis veikindi með nátt- úrulegri afeitrun og stuðla að bættri heilsu, einkum hjá eldra fólki. Og það sem meira er um vert er að elliblettirnir, sem flestir fá á efri árum og eru vísbending um uppsöfnun eiturefna, hverfa alveg eða lýsast verulega ef vel tekst að koma afeitrun líkamans í lag. Algjört hráfæði – allra meina bót? Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Afeitrun líkamans er vandamál sem má hafa áhrif á með matar- æði eins og algjöru hrá- fæði og bæta um leið heilsuna. Sagt er frá al- gjöru hráfæði. Höfundur er efnaverkfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara Rvík Fimmtudaginn 4. september var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Spilað var á 9 borðum. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð. Efstu pör í N/S: Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 248 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 246 Soffía Daníelsd. - Hrafnhildur Skúlad. 237 A/V Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 247 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 239 Siguróli Jóhannss. – Oddur Halldórss. 232 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.