Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is GLÆNÝ SMÁLÚÐA, GLÆNÝ ÝSUFLÖK NÝSTEIKTAR FISKIBOLLUR, PLOKKFISKUR GLÆSILEGT ÚRVAL FISKRÉTTA HEITUR MATUR Í HÁDEGI, AÐEINS 1.790 KR. VIRKA DAGA 10.00 - 18.15 LAUGARDAGA 11.00 - 15.00 OPIÐ BRIDS SKÓLINN Byrjendur 22. september 8 mánudagar frá 20-23 Framhald 24. september 8 miðvikudagar frá 20-23 • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli. Sjá bridge.is undir „fræðsla“. • Viltu verða betri spilari? Framhaldið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem eru rétt að slíta fyrsta stokknum. Kerfið í forgrunni. Ekki er nauðsynlegt að vera með makker. Sjá bridge.is/fræðsla. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ „Þetta var falleg athöfn og fólkinu fannst gaman að leggja þessu lið,“ segir Jóhanna Eyjólfsdóttir hjá ferðaskrifstofunni HL Adventure. Um 100 manna hópur, starfsfólk bandaríska símafyrirtækisins Shore Tel, var um helgina hér í hvataferð sem Jóhanna og hennar fólk skipulögðu. Áður en lagt var af stað lýsti fólk því yfir að það vildi leggja góðgerðamálum lið og varð stuðningur við Fjölskylduhjálp Íslands niðurstaðan. Kaup á frystiklefa og kaup og pökkun á matvælum voru það sem Bandaríkjamennirnir lögðu til, jafnframt því sem nokkrir máluðu húsakynni Fjölskylduhjálparinnar við Iðufell að utan. Enn aðrir komu að framleiðslu á kertum úr mör sem seld verða fyrir jól til styrktar mataraðstoð, sem hundruð fjöl- skyldna nýta sér. „Við vitum að þessi stuðningur breytir miklu,“ segir Jóhanna Eyjólfsdóttir og bæt- ir við að í vöxt færist að útlend- ingar sem hingað komi í hvataferð- ir leggi góðum málum lið. Slíkt sé orðið hluti af menningu ferðanna. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, sagðist við mbl. í gær vera ánægð með aðstoð Shore Tell. Hún segir starfsemina hafa hlotið svipaða við- urkenningu áður að utan, svo sem frá hjálparsamtökunum Basar International í Lúxemborg. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Liðsinni Bandaríkjamenn lögðu Fjölskylduhjálpinni lið og forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, mættu svo á staðinn. Hjálparstarfið hluti af menningu hvataferða Viðskiptavinir Símans geta nú virkj- að rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds en farsímaskilríki eru talin öruggasta auðkenningin sem hægt er að nota á netinu að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. „Með skilríkjunum í símanum er notand- inn með hæsta öryggisstig sem er í boði í dag. Ástæðan er einföld, lyk- ilorðið er aldrei á netinu og undirrit- unin er í öruggu umhverfi á SIM- kortinu.“ Hátt í 70 stofnanir og fyrirtæki bjóða upp á notkun rafrænna skil- ríkja og er til að mynda rafræn und- irskrift vegna lánaleiðréttinga ríkis- stjórnarinnar forsenda þess að ríkið telji umsækjendurna hafa samþykkt ráðstöfunina. „Sjálfri finnst mér notkun skilríkjanna sáraeinföld og aðeins þarf að muna eitt PIN-númer fyrir fjölda síðna í stað margra lykil- orða,“ segir Gunnhildur og bendir á að viðskiptavinir Símans geti sótt rafræn skilríki í snjallsímann sinn í verslun Símans í Kringlunni. Síminn býður upp á rafræn skilríki  Eitt PIN í stað fjölda lykilorða Snjallsímar Rafræn skilríki auka öryggi og þægindi notenda. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.