Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  228. tölublað  102. árgangur  RAMMUR JÖTNARÓMUR Á ROKKJÖTNUM NÝR LÝÐHÁSKÓLI UNGIR ÖKU- MENN FÁ TÆKI- FÆRI ERLENDIS AUSTURLAND 12 BÍLAR 8 SÍÐURBÖBBI Í SKÁLMÖLD 30 Kerstin Langenberger upplifði orkuna og hitann frá glóandi hrauninu úr eldgosinu í Holuhrauni á sama tíma og kljást þurfti við kaldan vind og snjókomu sem barði á henni og ferða- félögum hennar. „Andstæðurnar eru ótrúlegar við hraunið og það er einstök upplifun að sjá snjóinn krauma af hrauninu en um leið safnast upp við jaðra þess,“ segir Kerstin, sem kom fyrst til Íslands frá Þýskalandi fyrir rúmum fjórtán árum til að læra landnýtingarfræði. „Ég bjó á Íslandi í sex ár meðan ég var hér í námi og hef frá árinu 2006 komið árlega til landsins til að viðhalda íslenskunni og tengslum við landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sé í eigin persónu eldgos og hraun og ég á varla til orð til að lýsa andstæðunum í náttúrunni hérna.“ »9 Upplifði andstæður í landi íss og elds við Holuhraun Ljósmynd/Kerstin Langenberger Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 150 herbergja hótel við Hlemm í Reykjavík. Hluti hótelsins verður í eldra skrifstofuhúsnæði, sem áður hýsti m.a. útibú Arion banka, sem verður endurnýjað. Hinn hlutinn verður í viðbyggingu. Stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur í júní 2016. Hótelið verður það sjötta sem rekið er undir merkjum Center- Hotels. Með nýja hótelinu og stækkun CenterHotels Skjald- breiðar verður keðjan með alls 630 herbergi til útleigu fyrir ferða- menn frá og með sumrinu 2016. Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri CenterHotels, segir að 40-50 herbergi verði tilbúin í Miðgarði í júní næsta sumar. Þau verða í skrifstofubyggingunni sem er nú þegar í notkun. Framkvæmdaaðili er Mannverk, sem á verkefnið ásamt Center- Hotels, sem annast reksturinn. Verkefnið er fjármagnað af Ís- landsbanka. Að sögn Hjalta Gylfa- sonar, eiganda Mannverks, kostar uppbygging nýja hótelsins um þrjá milljarða króna. Hann segir framkvæmdina munu fegra Hlemmssvæðið. Þar sé tilvalið að gera torg og grænt svæði. „Á næstu fimm árum mun ásýnd Hlemmssvæðisins gjörbreytast til hins betra. Það er spennandi að sjá hvað borgin ætlar að gera við gamla Hlemm. Það felast gríðarleg tækifæri í svæðinu; ein hugmyndin væri að láta gamla Hlemm víkja fyrir glæsilegu torgi sem kallast á við Austurvöll.“ Við Hlemm er að rísa fjöldi hót- ela. Fyrir utan hótel Miðgarð er í byggingu 340 herbergja hótelturn í eigu Fosshótela á Höfðatorgi. Gegnt því hóteli mun önnur keðja opna 100 herbergja hótel í Þórunn- artúni og á Hverfisgötu 103 er ann- að 100 herbergja hótel í byggingu. Með Miðgarði eru þetta alls 690 herbergi sem munu bætast á markaðinn á næstu tveimur árum, meirihlutinn þegar næsta sumar. Mikill fjöldi gistirýma Við Hlemm er í rekstri eitt stærsta hostel landsins, Hlemmur Square, en þar eru 248 hostelrúm og 18 hótelherbergi. Þá eru 32 her- bergi á 4th Floor Hotel við Hlemm og næsta sumar bætast 80 her- bergi við þau 86 sem þegar eru á Hótel Kletti, steinsnar frá Hlemmi. Innan tveggja ára verða því sam- tals um 900 hótelherbergi og 248 hostelrúm við Hlemm. Við þetta bætist fjöldi íbúða sem leigðar eru til ferðamanna, meðal annars hjá Einholt Apartments í Einholti. MÞrír milljarðar »4 Níu hundruð hótel- herbergi við Hlemm  CenterHotels-keðjan opnar Hótel Miðgarð á næsta ári Teikning/Gláma-Kím Í hönnun CenterHotels Miðgarður. Veitinga- og matarmarkaður með sjávarafurðir verður opnaður í Bakkaskemmu við Reykjavík- urhöfn á næsta ári, gangi allt upp. Stjórn Faxaflóahafna hefur sam- þykkt að hefja viðræður við Ís- lenska sjávarklasann um uppsetn- ingu staðarins í samræmi við tillögur sem klasinn hefur lagt fram. Starfsemin mun ganga undir nafninu „Reykjavík Seafood Hall“. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Íslenska sjávarklasans, segir að mikil gróska hafi verið í þróun matvæla hérlendis og áhugi fyrir fullvinnslu afurða, m.a. í tengslum við sjávarútveginn. Nú sé rétti tím- inn til að skapa varanlegan vett- vang fyrir markaðssetningu og sölu á þessum vörum. Starfsemin bygg- ist þó á því að áfram verði alvöruút- gerð starfrækt í Reykjavík. »6 Við höfnina Hús sjávarklasans. Sjávarhöll við höfnina  Matarmarkaður í Bakkaskemmu Skurðlæknar kjósa um verkfalls- aðgerðir í þessari og næstu viku eft- ir árangurslausan fund með samn- inganefnd ríkisins hjá ríkissátta- semjara í gærkvöldi, að sögn Helga Kjartans Sigurðarsonar, formanns Skurðlæknafélags Íslands. „Það er búið að ýta okkur út í þvingunar- aðgerðir en verkfall þýðir að skurð- stofurekstur leggst niður. Það verða engar skipulagðar aðgerðir, engar krabbameinsaðgerðir, eingöngu bráðatilvikum sinnt,“ segir Helgi, sem telur verkfall vera nauðvörn fyrir framtíð skurðlækninga á Ís- landi. „Við verðum að gera eitthvað til að fá fólk heim og halda því á landinu. Meðalaldur skurðlækna er of hár hérna.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra segir vonbrigði að samn- ingar lækna skuli hafa verið lausir í jafnlangan tíma. „Við verðum að hafa þessi mál í lagi ef við ætlum að keppa um þetta sérhæfða vinnuafl,“ segir Kristján, sem telur að taka verði viðvaranir lækna um ástandið alvarlega. Skurðlæknar hafa verið samningslausir í níu mánuði. vilhjalmur@mbl.is Læknar kjósa um verkfall  Skurðstofurekstur myndi leggjast niður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.