Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 2

Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýlega var landað hér á landi tún- fiskum sem fengust sem meðafli við makrílveiðar í grænlenskri lögsögu. Fiskarnir voru fluttir í frystigeymslu og eru fastir hér á landi að því er virð- ist. Eigendur skipsins mega ekki flytja fiskana til neyslu í Grænlandi og hugsanlega verða þeir gefnir til góðgerðarmála því samkvæmt sam- þykktum Atlantshafstúnfiskveiði- ráðsins (ICCAT) mega aðildarríkin ekki leyfa löndun, sölu eða endur- útflutning á afla sem ekki fylgir veiði- vottorð. Samkvæmt upplýsingum Bryn- hildar Benediktsdóttur, sérfræðings á sviði auðlindanýtingar í sjávarút- vegsráðuneytinu, vissu íslensk stjórn- völd ekki af þessum túnfiskum við löndun. „Það var ekki fyrr en menn sáu túnfiskinn á bryggjunni, að þeir áttuðu sig á hvers kyns var,“ segir Brynhildur. „Ef við hefðum vitað um þennan afla fyrirfram hefðum við ekki leyft þeim að landa honum hér á landi. Grænlensku skipin tilkynntu hins vegar túnfiskinn réttilega sem „annan afla“ enda Grænlendingar ekki bundnir af samþykktum Atlants- hafstúnfiskveiðiráðsins (ICCAT) þar sem þeir eru ekki samningsaðilar. Grænlensk stjórnvöld upplýst Túnfiskurinn er núna í frysti- geymslu, en íslensk yfirvöld hafa skuldbundið sig til að leyfa ekki sölu, útflutning eða endurútflutning á Aust- ur-Atlantshafs-bláuggatúnfiski nema honum fylgi veiðivottorð. Lögleg veiði- vottorð eru gefin út af ríkjum sem eru aðilar að Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu (ICCAT) og hafa fengið úthlutaðan kvóta í bláuggatúnfiski. Alls eiga 49 þjóðir aðild að ICCAT, en af þeim skipta 16 þjóðir með sér stofni Austur-Atlantshafs-bláuggatúnfisks. Við höfum látið stjórnvöld á Grænlandi vita af vandanum, en ég sé ekki aðra leið í stöðunni en að túnfiskurinn verði gefinn til góðgerðarsamtaka.“ Fyrir nokkrum árum var allt eftir- lit með veiðum og sölu á Austur-Atl- antshafs-bláuggatúnfiski hert til muna, enda stórfelld umframveiði og grunur um ólöglega sölu. Veiðivott- orðin eru hluti af þessu aukna eftirliti. Í kjölfar þessa, sem og mikils niður- skurðar á kvóta, eru nú loks vísbend- ingar um að stofninn sé að braggast.  Fékkst sem meðafli í grænlenskri lögsögu  Landað hér án heimildar  Ekki leyft að selja eða endurútflytja  Hugsanlega gefinn til góðgerðarsamtaka Túnfiskur fastur í geymslu Ljósmynd/Hjálmtýr Hjálmtýsson Veiðist víða Einn túnfiskanna 125 sem skipverjar á Jóhönnu Gísladóttur veiddu í haust. Aflinn var nánast allur fluttur til sölu á fiskmarkaði í Japan. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Úrkoma hefur verið óvenjumikil um landið sunnan- og vestanvert í september, en sem stendur hafa engin met fallið,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur um miðjan dag í gær. Ekki var þó alveg útséð með metin í september, sem í dag rennur sitt skeið, því úrkoma á nokkrum stöðvum var ekki langt frá þeim. Er síðustu 30 dagar voru taldir í gær var úrkoman meiri en 170 milli- metrar í Reykjavík, sem er nánast jafn- mikið og mælst hefur mest áður í sept- ember. Þá ber að hafa í huga að veiga- mikill dagur á þessu 30 daga tímabili var 31. ágúst og hjálpar því ekki sept- embermánuði í metagrúski. Þann dag skráðist úrkoman 37,6 mm en ágúst- dagurinn úrkomusami dettur nú út úr 30 daga summunni og óvíst að annar ámóta komi í staðinn. Til að úrkomumet verði slegið þarf 33,4 mm úrkoma að mælast samtals síð- degis í gær og fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum Trausta hefur september verið hlýr og reyndar sérlega hlýr á Norður- og Austur- landi. Á Akureyri gæti hann orðið sjötti hlýjasti sept- embermánuður frá því mælingar hófust, en þar mældist fyrsta frost haustsins í fyrrinótt. Það er óvenjuseint en ekki met því nokkrir septembermánuðir hafa verið alveg frostlausir á Akureyri. Enn hefur ekki komið næturfrost við hús Veðurstof- unnar við Bústaðaveg. Að sögn Trausta er það ekki óvenjulegt því um það bil helmingur septembermánaða hefur verið frostlaus þar á bæ. Lægsti hiti sem mælst hefur við Bústaðaveginn til þessa í mánuðinum er 2,9 stig og hefur mánaðarlágmarkið ekki verið svo hátt síðan 1996, en þá var það 3,9 stig. Fyrsti dagurinn undir 10 gráðum Á fimmtudaginn fór hitinn ekki hærra en 9,4 stig í Reykjavík og var það fyrsti dagurinn frá 19. maí sem hit- inn nær ekki tíu stigum, samkvæmt bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar, nimbus. Þetta er aðeins betra en í lang- tímameðallagi því síðasti dagur haustsins að meðaltali síðan 1920 í Reykjavík með tíu stiga hámarkshita er 21.- 23. september. Í dag og á morgun er spáð áframhaldandi hvassviðri og mikilli úrkomu víða um land. Um lægðaganginn bloggaði Trausti í fyrrinótt á hungurdiskum sínum: „Við verðum í skotlínu illviðra – það er hins vegar ekkert sér- staklega verið að miða á okkur. Tilviljun ræður mestu hvar verstu vindstrengirnir lenda.“ Mikil úrkoma syðra en hlýindi fyrir norðan  September ekki slegið met  Í skotlínu illviðra í vikunni Morgunblaðið/Golli Illviðrasyrpa Rok og rigning einkenndu gærdaginn, brotnar trjágreinar blöstu við í Laugardal og margir áttu erfitt með að fóta sig í rokinu í höfuðborginni. Vindhviður voru víða snarpar og veðrinu í vikunni var lýst sem illviðrasyrpu. Trausti Jónsson Túnfiskvertíðinni hjá Jóhönnu Gísladóttur GK lauk fyrir nokkru og kom áhöfnin með rúmlega 22 tonn að landi og alls 125 tún- fiska. Átta tonn fengust sem meðafli og náðist því túnfisk- kvóti Íslendinga í fyrsta skipti. Brynhildur segir að Vísir hf. í Grindavík hafi fengið túnfisk- veiðileyfi til eins árs með mögu- leika til endurnýjunar. Ráðgjöf um veiðar næsta árs kemur í byrjun nóvember og á ársfundi ICCAT verður síðar í þeim mánuði m.a. samið um aflamark næsta árs. Heildar- kvóti á veiðum á bláuggatún- fiski í Norður-Atlantshafi er nú 13.400 tonn. Íslendingar hafa haft sömu hlutfallstölu, 0,23%, í úthlutuðum túnfiskkvóta frá 2001 er Ísland gerðist aðili að ICCAT. Túnfiskkvót- inn náðist MÖGULEIKI Á ENDURNÝJUN Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Ísland mun standa fyrir málþingi í janúar á næsta ári um kynjajafnrétti sem eingöngu karlmönnum og drengjum verður boðið að taka þátt í. Málþingið verður haldið í New York í janúar en aldrei áður hefur slíkt mál- þing farið fram með þessum hætti. Þetta tilkynnti Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og kallaði viðburðinn „rakarastofu-ráðstefnuna“ (e. „Bar- bershop conference“). „Við viljum fá karlmenn og drengi að borðinu til að ræða um kynjajafnrétti á jákvæðan hátt,“ sagði Gunnar Bragi m.a. í ræðu sinni. Þar ítrekaði hann einnig mik- ilvægi þess að ríki heims framfylgdu þeim ákvörðunum sem teknar voru á kvennaráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna í Peking árið 1995. Ráðstefnan þótti marka þáttaskil en þar lýsti Hillary Clinton, þáverandi forsetafrú, því yfir að kvenréttindi væru mannréttindi. Í ræðu sinni sagði Gunnar Bragi ennfremur að málþingið væri liður í því að halda upp á að tuttugu ár væru liðin frá kvennaráðstefnunni. Það er hluti af herferð UN Women, He- ForShe, sem leikkonan Emma Wat- son hleypti af stokkunum í síðustu viku með eftirminnilegri ræðu á alls- herjarþinginu. Málþingið hefur þegar vakið at- hygli erlendra fjölmiðla. Ísland held- ur ráðstefnuna ásamt Suður- Ameríkuríkinu Súrínam en sam- kvæmt frétt ABC í gærkvöldi um málþingið er hlutskipti kvenna með ólíkum hætti í löndunum tveimur. Í skýrslu World Economic Forum um stöðu jafnréttismála í heiminum er Ísland efst á lista yfir þau lönd sem standa vel að vígi en Súrínam er í 110. sæti. Boðar karlamálþing um kynjajafnrétti  Verður haldið í New York í janúar Ljósmynd/Sameinuðu þjóðirnar Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson kynnti málþingið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.