Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í undirbúningi er opnun veitinga- og matarmarkaðar með sjávar- afurðir í Bakkaskemmu við Reykjavíkurhöfn. Stjórn Faxa- flóahafna hefur samþykkt að hefja viðræður við Íslenska sjáv- arklasann um uppsetningu staðarins í sam- ræmi við til- lögur sem klas- inn lagði fram á fundi með hafn- arstjórninni nú fyrir skömmu. Starfsemi af þessu tagi er starfrækt víða um heim undir heitinu „food hall“. Hið enska heiti á markaðnum og versluninni í Bakkaskemmunni verður „Reykjavík Seafood Hall“ en mun á íslensku ganga undir nafninu Bakkaskemman. Þar verður opinn markaður og versl- un með fjölda ólíkra vörutegunda, einkum matvæli og sjávarfang en einnig aðrar vörur sem fram- leiddar eru úr afurðum hafsins á Íslandi. Þá verður veitinga- starfsemi í húsinu. Íslenski sjávarklasinn er á efri hæð Bakkaskemmu en áætlað er að veitinga- og matarmarkaður- inn verði í 800 fermetra rými á jarðhæðinni. Hágæðaland í sjávarafurðum Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Íslenska sjávarklasans, seg- ir þetta verkefni hluta af því að kynna ferðamönnum íslenskar sjávarafurðir með markvissari hætti en gert hefur verið. „Við teljum mikið tækifæri fólgið í því að markaðssetja Ísland fyrir ferðamenn sem hingað koma sem hágæðaland í sjávarafurðum. Með þessu vonumst við til að geta náð beint til stórs hóps erlendra ferða- manna sem vonandi munu síðan áfram sækjast eftir að kaupa ís- lenskt þegar heim er komið.“ Að sögn Þórs má helst líkja „Reykjavík Seafood Hall“ við sam- bærilega matarmarkaði í ýmsum löndum eins og Mathallen í Osló og Street Food Copenhagen í Kaupmannahöfn. Þá eru einnig fjölmargir slíkir markaðir í öðr- um Evrópuríkjum og Bandaríkj- unum. Þessir markaðir í ná- grannalöndunum njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum en eru ekki síður hugsaðir fyrir inn- lendan markað. „Það hefur verið mikil gróska í vöruhönnun og þróun matvæla hérlendis og mikill áhugi er fyrir hvers konar fullvinnslu afurða m.a. í tengslum við sjávarútveg- inn. Nú teljum við réttan tíma til þess að skapa varanlegan vett- vang fyrir markaðssetningu og sölu á þessum vörum,“ segir Þór. Þarf virka hafnarstarfsemi Nábýlið við höfnina og sjávar- útveginn, fiskmarkaðinn og lönd- unarþjónustuna sem starfrækt er í húsinu og hátæknifyrirtækin gefur gestum kost á að sjá alla virðiskeðju sjávarútvegsins á ein- um stað. „Alvöruútgerð verður þó áfram að vera starfrækt í Reykja- vík. Höfnin má ekki vera túrista- gildra með íbúðum og ferða- mannaverslunum og engri hafnarstarfsemi. Núna má sjá hér báta koma í slipp eða til löndunar. Þetta þarf að vera hér áfram. Það hafa margar hafnir flaskað á því að byggja flottar íbúðarbygg- ingar við höfnina en svo er allt í einu hafnarstarfsemin farin og ekki hægt að gera neitt lengur,“ segir Þór. Stefnt er að því að opna Reykja- vik Seafood Hall á næsta ári og á hún að vera opin allan ársins hring. Nú er unnið að fjármögnun verkefnisins og leitað eftir sam- starfi við ýmsa aðila sem hafa ver- ið í fararbroddi í matvælaþróun á þessu sviði hérlendis. Ljósmynd/Íslenski sjávarklasinn Við höfnina Í undirbúningi er opnun veitinga- og matarmarkaðar í Bakkaskemmu við Reykjavíkurhöfn. Bakkaskemma er til hægri á myndinni. Veitinga- og matarmark- aður í Bakkaskemmu  Markaður tengdur sjávarafurðum vonandi opnaður á næsta ári við höfnina Sambærilegt Frá Helsinki Old Market Hall sem er með sjávarafurðir. Þór Sigfússon Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Fyrst var rúða skemmd hjá okkur á föstudaginn. Svo voru tvær rúður skemmdar hjá okkur á laugardag. Þetta eru sérstaklega hertar rúð- ur sem ekki er hægt að brjóta en þú getur skemmt þær,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Tvívegis brotist inn Að sögn hennar gerist það reglu- lega að skemmdarverk eru unnin á húseigninni þar sem Fjölskyldu- hjálpin er starfrækt í Iðufelli í Breiðholti. „Það hefur tvívegis verið brotist inn hjá okkur. Svo er búið að stórskemma gáma sem við erum með. Eins hefur húsið allt verið krotað að utan. En Bandaríkja- mennirnir sem voru hjá okkur mál- uðu allt húsið og það lítur vel út núna,“ segir Ásgerður Jóna en ný- lega gaf bandaríska fjarskiptafyr- irtækið ShoreTel góðgerðarfélaginu meðal annars nýjan frystiklefa auk þess að mála húsið. Fjölskyldu- hjálpin var valin af styrktarsjóði fyrirtækisins og var heimsóknin hluti af starfsmannaferð þess en rúmlega hundrað manns eyddu nokkrum dögum hér á landi í boði fyrirtækisins. Bíllinn tvívegis rispaður „En þetta er bagalegt því það þarf mikið afl til þess að eyðileggja svona gler,“ segir Ásgerður Jóna. Hún segist ekki hafa grænan grun um hverjir voru að verki. Húseignin er í eigu fasteigna- félagsins Reita. „Að auki er búið að rispa bílinn minn með lyklum tvisv- ar. En ég tek þetta nú ekkert per- sónulega,“ segir Ásgerður Jóna. Ítrekuð skemmdarverk  Rúður brotnar hjá Fjölskylduhjálp Íslands  Gerist reglulega Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskylduhjálp Þrjár rúður voru skemmdar hjá Fjölskylduhjálp. Einbýlishús í smíðum í Garðabæ á lóð ofan götu í botnlangagötu. Einstakt tækifæri að taka við og klára og innrétta. Húsið selst og afhendist á því stigi, sem það er nú. Einbýlishús úr forsteyptum einingum, samtals 242,9 fm á tveimur hæðum að meðtöldum 38,3 fm innbyggðum bílskúr. Frábært útsýni yfir bæinn. Stórar suðursvalir. Allar teikningar fyrirliggjandi. Komdu eða hringdu og kynntu þér málið. Rjúpnahæð 13 Garðabæ Verð kr. 35.000.000 Nánari upplýsingar veitir Árni Ólafur, fasteignasali í síma 893 4416 eða arnilar@fasttorg.is. Maðurinn sem sætir gæslu- varðhaldi vegna gruns um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum seint á laugardagskvöld mun sæta geð- rannsókn. Hann hefur samkvæmt heimildum mbl.is glímt við andleg veikindi. Við skýrslutöku hjá lög- reglu hefur maðurinn staðfastlega neitað sök. „Hann hefur ekki verið yfirheyrður í dag [í gær]. Við erum að vinna úr þeim gögnum og vitn- isburðum sem við höfum,“ sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yf- irmaður rannsóknardeildar, í gær. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður af lögreglu. Maðurinn, sem verður 29 ára síðar í vikunni, var fluttur á Litla- Hraun eftir að gæsluvarðhalds- úrskurður var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum hafa barnaverndaryfirvöld verið í sam- bandi við manninn til að hægt sé að koma tveimur börnum þeirra hjóna fyrir. Þá kemur bróðir hinn- ar látnu til landsins í dag, en óvíst er hvort börnin verða sett í hans umsjá. Eins og fram kom í tilkynningu lögreglu í gær hefur maðurinn ekki komið við sögu lögreglu áður vegna sakamála. Samkvæmt heim- ildum mbl.is hefur hann hins vegar komið við sögu lögreglunnar vegna annarra mála. Þá hefur hann verið vistaður á geðdeild. Ekki yf- irheyrð- ur í gær  Maðurinn mun sæta geðrannsókn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, verður sendi- herra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. Geir ætti að þekkja vel til í Bandaríkjunum en hann stundaði þar nám í hagfræði og al- þjóðaviðskiptum frá 1971-1977. Þá gegndi hann starfi utanríkis- ráðherra 2005-2006. vilhjalmur@mbl.is Geir sendi- herra í Washington Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.