Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Styrmir Gunnarsson bendir áþað á Evrópuvaktinni að þó að margt sé ólíkt með Íhalds- flokknum breska og Sjálfstæð- isflokknum íslenska sé margt einn- ig líkt. Grasrót beggja flokka sé neikvæðari í garð aðildar að ESB en forystan.    Svo segir Styrmir: „Í brezka Íhalds- flokknum er það að gerast að einstaka þingmenn eru að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við hinn nýja flokk Ukip. Reuters-fréttastofan segir að skoðanamunur um ESB setji mjög svip sinn á landsfund Íhaldsflokksins og yfirgnæfi um- ræður um önnur mál. Það er skiljanlegt.    Aðild eða ekki aðild að ríkja-bandalagi eins og ESB er grundvallarmál í brezkum stjórn- málum, alveg eins og íslenzkum.    Nú bíður sú grasrót, sem kem-ur saman á tveggja ára fresti á landsfundum Sjálfstæð- isflokksins, eftir því að forystu- sveit flokksins í ríkisstjórn og á Alþingi fylgi eftir ítrekuðum sam- þykktum landsfunda, sem eru æðsta vald í málefnum Sjálfstæð- isflokksins.    Svo er auðvitað hægt að bindastsamtökum um að leggja þær ályktanir undir atkvæðagreiðslu allra flokksbundinna meðlima Sjálfstæðisflokksins.    Hvenær kemur þingsályktun-artillagan um að draga að- ildarumsóknina til baka fram á Al- þingi?    Það er að koma október.“ Styrmir Gunnarsson Tíminn líður STAKSTEINAR Hluthafafundur N1 hf. Stjórn N1 hf. boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 21. október 2014 klukkan 16:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um 30% lækkun hlutafjár. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillaga stjórnar um hlutafjárlækkun í félaginu er svohljóðandi: „Hluthafafundur N1 hf. haldinn þriðjudaginn 21. október 2014 samþykkir að færa niður hlutafé félagsins um kr. 300.000.000 að nafnverði, og að auki yfirverðsreikning hlutafjár um kr. 3.559.628.000, eða samtals um kr. 3.859.628.000, og verði fjárhæðin greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 28. nóvember 2014, ef lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni eftir samþykkt tillögunnar liggja fyrir á þeim tíma, en ella eins og fljótt og unnt er eftir að lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa verið uppfylltar.“ Ef tillagan verður samþykkt, þá hefur viðskiptabanki félagsins, Íslandsbanki hf., samþykkt fyrir sitt leyti ráðstöfunina, vegna lána sinna til þess. Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 þann dag sem hluthafafundurinn verður haldinn, það er þann 21. október 2014. Stjórn N1 hf. Veður víða um heim 29.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skúrir Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 12 rigning Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 16 skúrir Brussel 18 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 léttskýjað París 20 skýjað Amsterdam 17 skúrir Hamborg 21 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 18 skýjað Moskva 11 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 6 skýjað Montreal 16 alskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:35 19:02 ÍSAFJÖRÐUR 7:41 19:05 SIGLUFJÖRÐUR 7:24 18:48 DJÚPIVOGUR 7:04 18:31 Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, fagnar 15. af- mælisári sínu og stendur að því til- efni fyrir málþingi undir yfir- skriftinni „Ungt fólk og krabba- mein“. Afmælismálþingið fer fram í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins, Skógarhlíð 8, á stofndegi Krafts, miðvikudaginn 1. október nk. klukkan 13:00-16.00 Málþingið er öllum opið og er markmið þess að fjalla um þær hlið- ar krabbameins sem sérstaklega tengjast ungu fólki. Neyðarsjóður stofnaður Formleg stofnun Neyðarsjóðs Krafts fer fram á málþinginu auk þess sem tilkynntur verður verndari stjóðsins. Á málþinginu fjallar Kristján Oddsson, yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins, um ástæðu þess að ungar konur mæta síður í skoðun; Gunnar Bjarni Ragnarsson, læknir og sérfræðingur í lyf- og krabbameinslækningum, fjallar um afleiðingar munntóbaks- notkunar og annarra efna sem margt fólk setur upp í sig; Vigfús Bjarnason sjúkrahúsprestur fjallar um samskipti í fjölskyldunni þegar foreldri greinist með krabbamein; Elísbet Lorange listmeðferðarfræð- ingur fjallar um stuðning við að- standendur; Gyða Eggertsdóttir sál- fræðingur og Berglind Ósk Birgis- dóttir hjúkrunarfræðingur tala um möguleika krabbameinsgreindra til að eignast börn og Jón Eggert Víð- isson, MA í alþjóðasamskiptum og stjórnarmaður í neyðarsjóði Krafts, fjallar um greiðsluþátttöku ungs fólks vegna læknis- og lyfja- meðferðar og ber þann kostnað sam- an við það sem þekkist í nágranna- löndum okkar. Kári Örn Hinriksson, krabbameinsbardagamaður til 10 ára og blaðamaður, lýsir einnig upp- lifun sinni af heilbrigðiskerfinu. Kraftur fagnar afmæli  Málþing um „Ungt fólk og krabbamein“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.