Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 10

Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Er ekki kominn tími til að yfirfara bílinn fyrir veturinn?564 5520 bilajoa.is Búsmali Fólkið í sveitinni ferðast oft langan veg á tveimur jafnfljótum og stundum með eitthvað þungt á höfðinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég varð að koma þessufrá mér. Af því fólk veit oflítið um Afríku. Þetta erbók til að njóta og fá hug- hrif. Þarna er ekki mikið um tölfræði þótt vissulega örli á henni. Andlitin á myndunum sem ég tók í Afríku köll- uðu mig í þetta verkefni. Fólkið í Afríku er óvenju svipmikið og sterk- ir persónuleikar. Það er heil ævi- saga, líf og örlög í hverju augnatilliti. Mig langaði til að deila þessu með öðrum,“ segir Stefán Jón Hafstein um bók sína, Afríka – Ást við aðra sýn, en hann bjó í eitt ár í Namibíu og fjögur ár í Malaví, þar sem hann starfaði fyrir Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands. Auk þess vann hann áður fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu. „Þetta er bland af persónulegri og tilfinningalegri upplifun minni og heimildum og upplýsingum. Þessi bók er skrifuð fyrir Íslendinga, með- al annars um það hvernig það er að búa í fátæku landi, að vera alltaf þreyttur, alltaf veikur, alltaf svang- ur. Ég skoða líka Ísland út frá Afr- íku. Hvað ef Ísland hefði orðið eins og afrísk nýlenda? Þá hefðum við aldrei orðið þjóð, aldrei orðið eitt land og hér væru töluð mörg tungu- mál.“ Hvers konar manneskjur viljum við vera? Stefán segir líka í bókinni frá magnaðri náttúru og dýraríki í Afr- íku. „Afríka hefur verndað risastór svæði fyrir villt dýr. Í Namibíu var á sínum tíma friðað landsvæði sem er jafnstórt og Ísland. Náttúruperlan Okavango í Bótsvana var friðuð og sama er að segja um fugla- og gróð- urparadís í Malaví. Í þessu er lær- dómur fyrir okkur. Fyrst fátæk Afr- íkuríki geta friðað stór svæði ættum við á Íslandi að geta friðað hálendið okkar.“ Í bókinni spyr Stefán spurninga um það hvers konar manneskjur við viljum vera. „Tveir flugvélafarmar af mæðrum deyja á dag í heiminum, langmest sunnan Sahara í Afríku. Viljum við vera mannkyn sem lætur svona margar mæður deyja á dag? Af því það þarf ekki að vera svona. Við kunnum allt sem þarf til að bæta úr þessu. Og það eru framfarir, því það dóu helmingi fleiri fyrir rúmum áratug. Þess vegna er mikilvægt að hætta ekki núna í baráttunni fyrir bættum heimi. Sama er að segja um skólamálin; ef strákar á Íslandi eru illa læsir eftir tíu ár við bestu að- stæður er ekki hægt að búast við miklum árangri við verstu aðstæður, eins og í Afríku, þar sem kennararnir kunna kannski lítið og börnin eru alltaf svöng. Auðskiptingin í heim- Hét því að gleyma ekki að brosa oftar „Horfi maður á Afríku frá öðrum sjónarhóli en „þetta er allt vonlaust“ birtist manni fegurð, töfrar og viðmótsþróttur sem á varla sinn líka. Og það er ást. Þess vegna heitir bókin Ást við aðra sýn,“ segir Stefán Jón Hafstein um samnefnda bók sína um Afríku sem brátt kemur út. Safn ljósmynda Þorsteins Jóseps- sonar er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni varðveitir. Þorsteinn var áhugaljósmyndari og blaðamaður sem myndaði um allt land. Á Þjóð- minjasafni Íslands stendur yfir sýn- ing með úrvali ljósmynda hans undir heitinu Svipmyndir eins augnabliks. Í dag kl. 12 verður fyrirlestur í tengslum við sýninguna og fyrirlesari er Steinar Örn Atlason heimspek- ingur og sýningarhöfundur. Hann mun m.a fjalla um ljósmyndabækur og myndabæklinga sem skarta ljós- myndum Þorsteins. Textar á sýning- unni eru eftir Steinar Örn en með þeim eru myndirnar settar í menn- ingarsögulegt og heimspekilegt sam- hengi. Allir eru velkomnir. Vefsíðan www.thjodminjasafn.is Við höfnina Ljósmyndir frysta augnablik sem gaman er að skoða síðar. Svipmyndir eins augnabliks Boðið verður til líflegrar dagskrár á Café Lingua á opnunardegi Lestrar- hátíðar á morgun, miðvikudag. Yfir- skrift hátíðarinnar er „Tími fyrir sög- ur“ og er dagskráin tileinkuð kólum- bíska sagnamanninum Gabriel García Márquez sem lést fyrr á þessu ári. Kristinn R. Ólafsson segir stuttlega frá skáldinu og síðan geta gestir átt hraðstefnumót við nokkrar ólíkar frá- sagnir hins ævintýralega sagna- manns. Sögurnar hans Gabriels verða sagðar á kaffihúsinu Stofunni Vest- urgötu 3. Dagskráin fer fram á ís- lensku og spænsku. Öllum opið. Kristinn R. segir frá skáldi Nú er tími fyrir sögur Skáld Gabriel García Márquez Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú er sá tími sem margir bregða sér út fyrir malbik og glápa ofan í svörð- inn og leita matsveppa. Um að gera að kynna sér málin áður en lagt er í sveppamó, á vefsíðu Garðheima eru t.d. greinargóðar leiðbeiningar og upplýsingar undir flipa sem heitir fræðsla. Þar kemur m.a. fram að sumir henta ei til átu og gott að hafa bók við hönd til að greina sveppi. Endilega … Morgunblaðið/Malín Brand Sveppir Gómsætir sumir hverjir. … skellið ykkur í sveppamó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.