Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 11
inum er himinhrópandi ranglát, malavískur bóndi er fimm daga að vinna fyrir andvirði eins kaffibolla sem við kaupum okkur á kaffihúsi á Íslandi. Eitt prósent jarðarbúa á helming allra eigna og við erum í mínus gagnvart náttúrunni. Þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar. Bókin er innlegg í baráttuna, því auk- inn skilningur skiptir máli.“ Sóun á orku að vera pirraður Eitt af því sem Stefán segist hafa lært úti í Afríku er að einfalda líf sitt. „Við erum alltaf að flækja allt og safna drasli í kringum okkur. Það var hrikalega erfitt fyrir mig Vest- urlandabúann að vinna í Afríku, af því þar er engin stundvísi. Tíminn er ekki faktor þar. Ég beið kannski hálfan dag eftir fundi,“ segir Stefán og hlær. „Maður tekur svo margt með sér eftir dvöl í Afríku. Ég hét því þegar ég kom aftur heim að gleyma ekki að brosa oftar. Enda er fyrsti kafli bókarinnar tileinkaður brosum. Þótt fólk búi við rýran kost í Afríku þá er gleði og æðruleysi grundvallarviðhorf þar. Og vin- gjarnleiki í nálgun við náungann. Þetta er eitt af því sem mig langaði að tileinka mér. Og það er ekki lítið. Ég er snöggur í skapi og á það til að vera stuttur í spuna, en á Vestur- löndum erum við með ríkan rétt til að vera pirruð. Það var ofboðsleg ög- un fyrir mig að búa í Malaví af því að þar mátti ég ekki pirrast. Þá var ég búinn að tapa. Það var vonlaus bar- átta. Það er svo mikil sóun á orku að vera pirraður. Í Afríku lærði ég auð- mýkt og þolinmæði. Ég veit það hljómar væmið og klisjulegt, en það er satt.“ Björtu brosin Þessar konur áttu til breið bros. Undir tré Stefán á góðri stund með hirðingjakonu í henni Afríku. Þeir sem vilja leggja útgáfu bók- arinnar lið geta borgað að lág- marki 4.000 kr. inn á söfnun fyrir prentun hennar sem fram fer á Karolinafund. Þeir hinir sömu fá bókina senda heim. Dýralíf Í Afríku hafa stór svæði verið vernduð fyrir villt dýr. Framandi Fátæka fólkið í Afríku býr við aðstæður sem eru framandi fyrir okkur velmegandi Vesturlandabúa. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 5 5 6 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 NÝR NISSAN NOTE RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN 360° MYNDAVÉLATÆKNI MYNDAR ÖRYGGISHJÚP UM ÞIG OG ÞÍNA Nýr og glæsilegur Nissan Note tekur forystu sem öruggasti bíllinn í sínum flokki. Myndavélar á öllum hliðum fylgjast með hreyfingum allt í kringum bílinn og aðvara ökumann þegar nauðsyn krefur. Safety Shield myndavélabúnaður er staðalbúnaður í Nissan Note Acenta PLUS. • BLINDHORNAVIÐVÖRUN lætur vita með ljósi í hliðarspegli og viðvörunarhljóði ef ökutæki er hættulega nærri hliðum bílsins þegar skipta á um akrein. • VEGLÍNUVIÐVÖRUN fylgist með veglínu vegarins og lætur ökumann vita með viðvörunarhljóði ef bíllinn er á leið út af veginum. • BAKKVIÐVÖRUN fylgist með hreyfingum fyrir aftan bílinn þegar bakkað er og gerir ökumanni viðvart. Sjá nánar www.nissan.is *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. Nissan Note – Verð frá: 2.790.000 kr. Eyðsla aðeins 4,7 l/100 km* NÝR LÁNAMÖGULEIKI ÚTBORGUN Á NÝJUM BÍL10%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.