Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 12

Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hundur drap að minnsta kosti sex lömb og særði fleiri á Snæfellsnesi í nýliðinni viku. Hundurinn, sem var af tegundinni Husky, hafði komið af höfuðborgarsvæðinu en slapp frá eigendum sínum þegar þeir hleyptu honum út til að pissa á leið sinni um Snæfellsnes á sunnudaginn fyrir viku. Hundurinn hafði því gengið laus í sex daga þegar hann náðist síðasta laugardag. Þóra Sif Kópsdóttir sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum í Borgarbyggð átti féð sem hundurinn drap. „Við viss- um ekkert af því að hundurinn hefði sloppið þarna laus. En á mið- vikudeginum finnst lamb dautt úti í miðjum læk í undarlegri stellingu. Það datt engum í hug að það væri eftir hund en sama dag sjáum við að það er auglýst á Facebook eftir hundi sem hafði hlaupið frá eig- endum sínum á sunnudaginn nálægt því svæði sem féð okkar er á. Á föstudaginn kemur tengdafaðir minn að þar sem lamb er að skríða upp úr læk blóðugt á hálsinum,“ seg- ir Þóra. Hún segir að þau hafi þá far- ið að leita að hundinum en ekki fund- ið hann, þau létu líka lögregluna vita. Hundinum lógað strax „Svo er smölun á laugardaginn í norðanverðu Eldborgarhrauni. Ég og maðurinn minn leitum aftur að hundinum þá um morguninn en það eina sem við finnum er fé bitið af hundinum. Það er allt dautt og ligg- ur ofan í vatni fyrir utan eitt. Féð virðist hafa hlaupið út í vatnið til að verja sig.“ Hundurinn náðist svo loksins í Landbroti sem er í norðanverðu Eldborgarhrauni þegar það var smalað á laugardaginn. Honum var lógað strax. „Mér skilst að eigend- urnir hafi verið að hleypa honum út að pissa í bílferðinni og hann hafi hlaupið út í móa og í fé. Svo virðist sem þau hafi gefist upp á því að leita að honum og haldið ferð sinni áfram. Þegar maður týnir hundi á ekki að fara í burtu og láta engan vita í kring. Hér er ekki langt á milli bæja og allir hefðu verið tilbúnir til að hjálpa þeim að leita að hundinum. Enginn sem vitað er um varð var við að eigendurnir kæmu að leita hunds- ins þessa sex daga sem hann var týndur. Fyrir utan auglýsingu á Fa- cebook virtist ekki hafa verið farið í neinar róttækar aðgerðir til að ná honum.“ Eins og áður segir fundust sex lömb bitin til dauða af hundinum og eitt sært. „Þau voru flest bitin á háls, hann hafði aðeins rétt nartað í þrjú af þeim svo hann var ekki að drepa til átu,“ segir Þóra. „Svo erum við ekki viss um hvað hann hefur drepið mikið, þetta er bara það sem við er- um búin að finna.“ Bændurnir á Ystu-Görðum eru með um þúsund fjár á vetrarfóðrum. Þau hafa ekki áður lent í dýrbíti. „Hundaeigendur virðast stundum ekki vita hvað þeir eru með í hönd- unum, þetta eru bara rándýr. Við er- um með fjóra hunda og þeir eru bundnir þegar þeir eru úti, við vilj- um alltaf vita hvar þeir eru. Við höf- um týnt hundum og þá hættir maður ekki að leita fyrr en hundurinn er fundinn.“ Dýrbítur gekk laus á Snæfellsnesi í sex daga  Hljóp frá eigendum sínum í pissustoppi  Drap sex lömb Dautt sauðfé Svo virðist sem lömbin hafi flúið út í vatn til að verja sig. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hundur Af tegundinni Husky. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, greiddi atkvæði með ráðningarsamningi við sjálfan sig á fundi sveitarstjórnar í júníbyrjun. Odd- viti sveitarstjórn- ar, Lilja Einars- dóttir, greiddi jafnframt atkvæði með ráðningar- samningnum. Sveitarstjórinn og oddvitinn end- urtóku svo leikinn á sveitarstjórnar- fundi í byrjun septembermánaðar, þar sem þau greiddu bæði atkvæði með því að hækka starfshlutfall odd- vita sveitarstjórnarinnar úr 30% í 40% og yrðu launin 40% af launum sveitarstjóra. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en þrír sveit- arstjórnarmenn sátu hjá. Ísólfur Gylfi var í gær spurður hvort hann teldi það eðlilega stjórn- sýslu að hafa greitt atkvæði um eigin ráðningarsamning og að hafa ekki vikið af fundi þegar tekin var afstaða til ráðningarsamnings hans og sömu- leiðis hvort það hefði verið eðlilegt að oddvitinn greiddi atkvæði með nýjum ráðningarsamningi sínum: „Miðað við 20. grein sveitarstjórn- arlaga, sem fjallar um hæfi sveitar- stjórnarmanna, var þetta eðlileg stjórnsýsla í báðum þeim tilvikum sem þú spyrð um,“ sagði Ísólfur Gylfi og bætti við að með sama hætti væru þessi mál afgreidd í mörgum öðrum sveitarfélögum. 20. grein sveitarstjórnalaga fjallar um hæfi sveitarstjórnar- manna til þátttöku í meðferð og af- greiðslu einstakra mála. Þar segir m.a.: „Um hæfi sveitarstjórnar- manna, nefndarfulltrúa og starfs- manna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á, eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ákvæði stjórnsýslulaga sé ekki öðruvísi ákveðið í lögum þessum.“ Og síðar segir: „Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnar- manni, nefndarfulltrúa eða starfs- manni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána vensla- menn hans svo sérstaklega að al- mennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags.“ agnes@mbl.is Greiddu atkvæði um eigin ráðningu  „Eðlileg stjórnsýsla,“ segir sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ein helsta skýring þess hvað gerist þegar skattakröfur ríkissjóðs tapast eða eru afskrifaðar er hið svokallaða kennitöluflakk, þ.e. þegar lögaðilar skipta um auðkenni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það er þannig meðvituð ákvörðun að skilja kröfur eða hluta krafna eftir í gamla búinu, og hefja sama rekstur að nýju, með nýrri kennitölu. Í Morgun- blaðinu á laugardag kom fram að Rík- isendurskoðun segði tapaðar skatt- kröfur vanáætlaðar í fjárlögum á undanförnum árum og að 60 milljarða skattkröfur hefðu tapast á árunum 2010 til 2012. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerist það iðulega að kennitöluflakkið er ákveðið með sam- þykki kröfuhafa, að ríki og sveitar- félögum undanskildum. Kröfuhafar, væntanlega í flestum tilvikum við- skiptabankarnir, telji oft meiri von til þess að endurheimta hluta af úti- standandi kröfum sínum, með því að samþykkja að rekstraraðili færi reksturinn á nýja kennitölu. Við- skiptabankarnir eigi í mörgum tilvik- um veðkröfur í tilteknum eignum, tækjum og tólum. Þegar um það sé að ræða að nýtt félag, á nýrri kennitölu, kaupi eignirnar út úr gamla félaginu, sem komið er í þrot, þá þurfi veð- kröfuhafar að samþykkja slík við- skipti. Þá er það yfirleitt tiltekið, að slík ráðstöfun komi ekki öðrum kröfu- höfum verr, en ella hefði verið. Það er sögð ástæða þess að skiptastjóri riftir ekki slíkum viðskiptum, vegna þess að skattkröfur ríkissjóðs eru almenn- ar kröfur, en ekki forgangskröfur. Persónuleg ábyrgð Þeir sem ekki hafa staðið skil á greiðslu á vörslusköttum til ríkis- sjóðs, og fara með fyrirtæki í þrot og hyggjast stofna annað á nýrri kenni- tölu, eru eftir sem áður bundnir af persónulegri ábyrgð á vörslusköttun- um og losna ekki undan henni þótt þeir stofni nýtt fyrirtæki. Í annan stað er bent á að þeir sem hafi verið til rannsóknar hjá skattyfir- völdum, séu oft aðilar sem hafi komið rekstri sínum yfir í eitthvað annað eða óskyldan rekstur og þá fari fram rannsókn á skattskilum, sem leiði til endurákvörðunar á álagningu. Slík endurálagning fari fram óháð því hvort greiðslugeta sé fyrir hendi eða ekki. Í þriðja lagi megi ætla að hluti tap- aðra skattkrafna sé til kominn vegna þess að ekki finnist eignir við inn- heimtu. Bent er á, að þegar rætt er um 60 milljarða króna afskriftir í töp- uðum skattkröfum á þriggja ára tíma- bili megi ekki gleyma því, að upphaf- lega stofnfjárhæðin hafi ugglaust verið mun lægri, því vaxtakostnaður hafi hlaðist á skattkröfurnar á því tímabili sem skattarnir hafi ekki verið greiddir. Loks bendir viðmælandi á að af- skriftir skattskulda skiptist í beinar og óbeinar afskriftir, sem mönnum hætti til að rugla saman. Þegar gert sé ráð fyrir skattafskriftum í fjárlaga- frumvarpi, þá sé um óbeina afskrift að ræða, því þar sé verið að áætla fyr- ir því hvað muni afskrifast. Svo séu til rauntölur um beinar afskriftir, þar sem þegar hafi verið teknar ákvarð- anir um að tilteknar kröfur séu tap- aðar og því hreinsaðar út úr bókhald- inu. Kennitöluflakk stór skýring  Ógreiddar skattkröfur safna vöxtum Morgunblaðið/Þorkell Kröfur Skattkröfur eru almennar kröfur en ekki forgangskröfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.