Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjöldamótmælin á götum Hong Kong eru mesti órói sem kínversk stjórn- völd hafa þurft að takast á við frá því að þau börðu niður mótmælin á Torgi hins himneska friðar fyrir aldarfjórð- ungi. Tugir þúsunda lýðræðissinna héldu áfram að loka götum í aðalvið- skiptahverfi borgríkisins og hunsa fyrirmæli yfirvalda um að færa sig, fjórða daginn í röð, í gær. Þeir hafa jafnframt heitið því að blása til frekari aðgerða og borgaralegrar óhlýðni á miðvikudag. Upphaf óróans má rekja til áforma kínverskra stjórnvalda um að stjórna því hverjir fái að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong árið 2017. Lýðræðissinnarnir krefjast þess að fá að velja sína eigin leiðtoga afskipta- laust en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað algerlega. Óttast aukna hörku Það eru aðallega námsmenn og fólk sem kennir sig við Occupy-hreyf- inguna, sem hófst í Bandaríkjunum, sem mynda mótmælahreyfinguna nú. Auk beins lýðræðis hefur hreyfingin krafist afsagnar Leung Chun-ying, leiðtoga borgarinnar. Sumir hafa tekið upp á því að nefna hræringarnar „regnhlífabyltinguna“ vegna regnhlífana sem mótmælend- urnir hafa sofið undir og notað sem skildi gegn piparúða lögreglunnar. „Við erum að berjast fyrir kjarna- gildum lýðræðis og frelsis og ofbeldi getur ekki hrætt okkur frá því,“ segir Nicola Cheung, 18 ára gamall há- skólanemi, við Reuters-fréttastofuna. Hún óttast að aukin harka eigi eftir að færast í viðbrögð stjórnvalda eftir því sem mótmælin dragast á langinn. Þegar er talið að rúmlega fjörutíu manns hafi særst í átökum lögreglu og mótmælenda. Lögreglan hefur beitt táragasi og piparúða til þess að tvístra mannfjöldanum en mótmælin hafa þýtt að rekstur fjölda fyrirtækja og stofnana hefur legið niðri. Á annað hundrað manna var handtekið um helgina. Treysta á lögregluna - um sinn Fulltrúar kínverskra stjórnvalda hafa brugðist við með þjósti. „Hong Kong er Hong Kong Kína,“ sagði tals- kona utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í Peking. Vandi þeirra er hvernig þau eigi að taka á mótmælunum. Bregðist þau of hart við gæti það skaðað markaði Hong Kong og valdið hneykslan á heims- vísu. Taki þau ekki nógu fast á málum gæti það orðið vatn á myllu andófs- manna heima fyrir. Hingað til hafa þau treyst lögreglunni í Hong Kong til að taka á mótmælunum en þverri þolinmæði þeirra gætu þau gripið til þess ráðs að siga hermönnum á mót- mælendur. „Regnhlífabyltingin“ setur kínversk stjórnvöld í vanda  Tugir þúsunda lýðræðissinna hafa lokað götum í Hong Kong undanfarna daga AFP Mannfjöldi Mótmælendurnir hafa lamað helsta viðskiptahverfi Hong Kong. Íbúar sjálfstjórnarsvæðisins hafa viss lýðræðisleg réttindi. Mótmælendurnir vilja fá fullt lýðræði fyrir leiðtogakosningar sem fara fram árið 2017. Sú útgáfa sem íbúar á meginlandi Kína hafa fengið af atburðum í Hong Kong í fjölmiðlum er að þar hafi nokkur þúsund manns safnast saman í almenningsgarði til að fagna ríkisstjórn Kína. Ritskoðarar kommúnistastjórn- arinnar hafa heldur ekki setið auð- um höndum. Þeir lokuðu fyrir að- gang að myndaþjónustunni Instagram eftir að myndir frá mót- mælunum byrjuðu að flæða inn á hana. Hermt er að færslur um mótmælin hverfi jafnharðan af stórum samskiptamiðlum. Á vinsælasta samskiptamiðl- inum í Kína, Sina Weibo, skiluðu leit- arorð sem tengjast mót- mælunum að- eins myndum sem tengjast þeim ekki og hlekkjum á fréttir ríkisfjölmiðla. Leit að „Hong Kong“ skilaði aðeins ráðleggingum um verslanir og veitingahúsadómum. Lokuðu aðgangi að Instagram RITSKOÐUN Í FRÉTTUM OG SAMSKIPTAMIÐLUM Í KÍNA Lögreglumenn fylgjast með mót- mælendum. Nokkur stærstu tæknifyrirtækja heims, þar á meðal Google og Facebo- ok, tilkynntu í síðustu viku að þau væru hætt að styðja samtök íhalds- samra þingmanna og fyrirtækja í Bandaríkjunum vegna afstöðu þeirra til loftslagsbreytinga. Samtökin ALEC eru sam- starfsvettvangur ríkisþingmanna og fullrúa fyr- irtækja um mót- un laga- frumvarpa. Eric Schmidt, stjórnar- formaður Go- ogle, sagði fyr- irtækið hafa gert mistök með því að styrkja samtök sem beinlínis ljúgi um ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. „Ekki er lengur deilt um stað- reyndir loftslagsbreytinga. Allir gera sér grein fyrir því að loftslagsbreyt- ingar eiga sér stað og fólkið sem and- æfir því er virkilega að skaða börnin okkar og barnabörn og gera heiminn að mun verri stað.“ Um helmingur trúir ekki Um 97% loftslagsvísindamanna eru sammála um að breytingar séu að verða á loftslaginu. Þrátt fyrir það sýna kannanir að aðeins um 70% Bandaríkjamanna trúi því að þær eigi sér stað. Sterk fylgni er á milli stjórn- mála- og trúarskoðana annars vegar og þess hver líklegt er að ein- staklingur trúi því að loftslagsbreyt- ingar eigi sér stað. Demókratar eru þannig líklegri en aðrir til að fallast á það, eða um 86%. Hins vegar segjast innan við 40% repúblikana telja breytingarnar eiga sér stað og um helmingur þeirra segir þær ekki eiga sér stað í raunveruleik- anum. Um 70-80% þeirra sem telja sig lítið eða ekki trúhneigða segjast telja lofts- lagsbreytingar raunverulegar en að- eins um og yfir 60% þeirra sem telja sig nokkuð eða mjög trúaða. Ríflega þriðjungur þeirra mest trúuðu hafnar því að loftslagsbreytingar eigi sér stað, samkvæmt könnun Texas-háskóla. Trúaðir og hægrimenn afneita helst Krafa Mótmæla lofts- lagsbreytingum. Kalifornía varð um helgina fyrsta ríki Bandaríkjanna til að skilgreina samþykki fyrir kynmökum í lögum sínum um kynferðisofbeldi. Sam- kvæmt lögum sem Jerry Brown, rík- isstjóri Kaliforníu, skrifaði undir á sunnudag er samþykki nú skilgreint sem „jákvætt, meðvitað og sjálfvilj- ugt samþykki fyrir því að stunda kynferðislegar athafnir“. Þannig verður nú ekki hægt að túlka þögn eða skort á mótþróa sem samþykki. Þá getur fólk sem er ölv- að, undir áhrifum lyfja, meðvitund- arlaust eða sofandi ekki veitt sam- þykki. Lögin kveða þó á um að samþykki geti átt sér stað án orða. Einstaklingur geti veitt það með því að kinka kolli eða færa sig nær manneskjunni til dæmis. Lögin fela í sér breytingar á því hvernig tekið er á ásökunum um kynferðisofbeldi á háskólasvæðum en það hefur verið í brennidepli vest- anhafs. Ekki verði lengur gengið út frá viðkvæðinu „nei þýðir nei“ held- ur „já þýðir já“. Samtök sem styðja fórnarlömb kynferðisofbeldis fagna lögunum. „Þetta mun kenna heilli kynslóð af nýjum háskólanemum hvað sam- þykki er og hvað það er ekki ... að skortur á nei-i þýði ekki já,“ segir Savannah Badalich, nemi við UCLA. AFP Nauðganir Nemi við Columbia-háskóla mótmælti aðgerðaleysi skóla- yfirvalda, eftir að hún tilkynnti nauðgun, með því að bera dýnu um svæðið. „Já þýðir já“ kemur í stað „nei þýðir nei“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.