Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 19

Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Hlaupið í rigningu Þessum tveimur stúlkum leiddist ekki að hlaupa um úti í rigningunni og svifu um loftið í einskærri gleði. Býsna votviðrasamt hefur verið undanfarið og verður áfram. Golli Samkeppniseftirlitið gagnrýnir að mjólk- uriðnaðurinn sé að hluta til undanskilinn samkeppnislögum og telur að Mjólkur- samsalan hafi nýtt sér þessa undanþágu til að knésetja keppinaut. Mjólkursamsalan seg- ist ekkert óheiðarlegt hafa aðhafst; í einu og öllu hafi verið farið að lögum sem hafi beinlínis verið sett til þess að iðnaðurinn geti sem best eflt sam- starf og samlegð innan geirans og þannig nýtt fjölbreytni og stærð- arhagkvæmni í þágu heildarhags- muna. Samkvæmt þessari hugsun hafi verið starfað, ekki til að níðast á neinum heldur til að ná settum hagræðingarkröfum. Fólk spyr eðli- lega hvort þetta standist. Krafist svara Og þeir sem vilja feta sig í átt til sannleikans krefjast svara. Hver er það sem reisir þessar hagræðing- arkröfur og hverju hafa þær skilað? Hverju er líklegt að annars konar fyrirkomulag myndi skila? Því er fyrst til að svara að hag- ræðingarkröfurnar reisir verkalýðs- hreyfingin, ASÍ og BSRB, sem eiga aðild að verðlagsnefndum landbún- aðarins ásamt fulltrúum ríkisvalds- ins, bænda og mjólkurvinnslunnar. Ef til þarf að taka hafa verkalýðs- hreyfing og ríkið sam- an meirihluta. Mjólk- urafurðir eru nefnilega ekki einsog hver önnur markaðsvara. Þær lúta ströngum verðlags- ákvæðum á öllum stig- um. Framleiðendur geta þannig ekki ákveðið á hvaða verði þeir selja vöru sína og sama gildir um end- anlega framleiðslu- vöru. Þeir sem nú krefjast þess að ströng markaðshyggja gildi á þessu sviði eru í reynd að krefjast afnáms alls þessa kerfis. Frjáls fákeppni eða regluvæðing? Talsmenn MS og mjólk- urframleiðenda, svo og formaður Bændasamtaka Íslands, segja að undanþáguákvæði frá strangri markaðshyggju í búvörulögum hafi gefið fyrirtækjum í mjólkuriðnaði tækifæri til samstarfs og samlegðar sem gagnast hafi bændum og neyt- endum og þannig í reynd samfélag- inu öllu. Opinber verðlagning komi í veg fyrir að MS misnoti sterka stöðu sína; þvert á móti sé með henni skapaður stöðugur þrýstingur á fyrirtækið að lækka kostnað. Það má segja að verðlagsnefndin núll- stilli þetta fyrirtæki og tryggi að það hafi afkomu rétt til að end- urnýja tæki og búnað. Það er at- hyglisvert að sjá afkomu fyrirtækj- anna í keðjunni frá bændum til neytenda. Afkomu MS, fyrirtækis bændanna, er stýrt með verðlagn- ingu á hráefni og afurðum þannig að hún er rétt liðlega 1% af veltu í góðu ári, um 300 milljónir af 20 milljarða króna veltu. Hagnaður stærsta smásölurisans, Haga, sem í raun ræður örlögum framleiðslufyr- irtækja í matvælaiðnaði, nam í fyrra fjórum milljörðum króna af 76 millj- arða veltu. Þetta er munurinn á fá- keppnisfyrirtæki á markaði án kvaða og fyrirtæki sem lýtur reglu- verki og aðhaldi! Hugsa þarf málið til enda Stjórnmálamenn og fjölmiðla- menn koma nú fram hver á fætur öðrum og krefjast breytinga á bú- vörulögum í anda frjálshyggjusjón- armiða. Engar undanþágur skuli leyfðar, markaðslögmál skuli vera algerlega ráðandi og öllu sem heitir samvinna og samlegð vísað á dyr. Skyldu allir sem kveðið hafa upp stóra dóma á undanförnum dögum hafa hugsað dæmið til enda? Ég vil taka það fram að ég hef skilning á afstöðu keppinautarins sem kærði Mjólkursamsöluna. Þar er um að ræða duglegan aðila með ríka sjálfsbjargarviðleitni sem ég virði. Það er ekki þar með sagt að ég telji að hann sé að leiða okkur út á réttar brautir hönd í hönd með Samkeppniseftirlitinu, sem lítur svo á að samskipti í samfélaginu eigi al- mennt að byggjast á hráum mark- aðslögmálum. Þar hef ég meira en litlar efasemdir og hef reyndar oft furðað mig á hve langt Samkeppn- iseftirlitið gengur í því að reyna að sundra öllum þjónustu- og fram- leiðslueiningum í öreindir sem keppi sín í milli á þeirri forsendu að samkeppni sé alltaf allra meina bót. Svo kann vissulega að vera á ýms- um sviðum en fráleitt alls staðar. Saga af markaðskreddu á RÚV Á síðustu árum mínum sem starfsmaður Sjónvarpsins á níunda áratug síðustu aldar urðu stjórn- endur um tíma fyrir pólitískri vitr- un. Stofnuninni var sundrað í fjölda rekstrareininga og áttu þær að versla sín í milli. Þetta þótti mörg- um hljóma vel og hljóta að leiða til hagræðingar. Ef kvikmyndadeildin verðlegði sig of hátt þá yrði leitað að ódýrari kosti. Þannig gerðist það að kvikmyndagerðarmenn Sjón- varps sátu um skeið auðum höndum á meðan fréttastofan nýtti sér ódýrt bílskúrsfyrirtæki úti í bæ. Þetta kom fréttastofunni vel. Hún spar- aði. En Sjónvarpið tapaði og þar með eigandinn, þjóðin. Að lokum sáu menn hvílíkt endemis rugl þetta var og sneru til fyrri vegar og ein- beittu sér að því að vinna vel saman þvert á deildir og í anda þess sem ég leyfi mér að kalla heilbrigða skynsemi. Beiðni Sindra Þar kemur að ósk formanns Bændasamtakanna, Sindra Sig- urgeirssonar, sem biður okkur að skoða málin af yfirvegun og sann- girni og þá hvort núverandi kerfi geti hafa reynst farsælt og verið til góðs fyrir neytendur og fyrir bænd- ur. Hitt þurfi einnig að gaumgæfa hvort líklegt sé að með frjálsum markaðsviðskiptum að hætti Sam- keppniseftirlitsins – sem lætur sér ekki nægja að hafa eftirlit með lög- um heldur vill einnig ráða hvernig lögin eru – hefðu mjólkurvörur lækkað að raungildi ár frá ári allar götur frá 2004, samtals 15-20% og ávinningur bænda í mjólkurverði verið svipaður! Hvarvetna á Vesturlöndum er einhvers konar stýrikerfi um mjólk- uriðnaðinn til þess að halda utan um hagsmuni neytenda og bænda. Látum þessa umræðu verða tilefni til að skoða þessi kerfi, finna hvar best hefur tekist til áður en kreddu- mönnum verður gefinn laus taum- urinn eins og í Sjónvarpinu forðum. Eftir Ögmund Jónasson » Þar kemur að ósk formanns Bænda- samtakanna, Sindra Sigurgeirssonar, sem biður okkur að skoða málin af yfirvegun og sanngirni og þá hvort núverandi kerfi geti hafa reynst farsælt og verið til góðs fyrir neyt- endur og fyrir bændur. Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður. Hvað gagnast neytendum og bændum best?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.