Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 20

Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Nú er verið að leggja nýjan Álftanesveg og hefur sú vinna nú þegar tek- ið allmarga mánuði. Umferð um veginn er nokkuð þung, en hann er eina leiðin til og frá Álftanesi. Því þurfa þungavinnutæki og vörubílar að nota aðra akreinina til að athafna sig við breikkun vegarstæðisins. Full ástæða er til að hrósa þeim ökumönnum sem eiga þarna leið um fyrir tillitssemi og þolinmæði. Langflestir hægja verulega á sér þegar þeir koma að þrengingum og ökumenn bíða þolinmóðir fyrir aftan þungavinnu- vélarnar og hleypa mótumferð framhjá. Engin umferðarstýring hefur ver- ið þarna heldur sjá ökumenn sjálfir um að halda þessu á góðum nótum. Ökuþór. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þolinmóðir Álftnesingar Morgunblaðið/Júlíus Álftanesvegur Frá upphafi framkvæmda 2012. Því miður eru Ís- lendingar einir og sér langt frá því nægj- anlega máttugir til að snúa við óæskilegri þróun losunar gróður- húsalofttegunda. Jafn- vel þótt skrúfað yrði fyrir alla losun strax á morgun hefði slíkt nánast enga þýðingu í heild sinni. Árangur næst ekki nema með samstilltum að- gerðum jarðarbúa. En Íslendingar geta hins vegar beitt sér með öðrum ríkjum til samkomulags um slíkar aðgerðir og náð þannig árangri. En vegna smæðar og sérstöðu gæti Ísland hæglega orðið fyrir- mynd og til eftirbreytni, einkum vestrænna samfélaga þar sem neyslustig er hátt og losun gróð- urhúsalofttegunda á íbúa er mikil. Stjórnvöld hafa kynnt hugmyndir á liðnum árum og samþykktar hafa verið áætlanir. Í þeirri síðustu frá 2010 var lagt til að setja tíu aðgerðir í forgang í því skyni að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Aðgerðirnar eru al- mennar og kunnuglegar, en duga heldur skammt, þó svo að tekist hafi að draga úr losuninni um 13% á ár- unum 2008-2013. Við verðum og eigum að setja okk- ur lengri tíma markmið og háleitari sem miða að því að gera Ísland að kolefnislausu samfélagi. Nú þegar er endurnýjanleg orka uppistaðan í okkar orkunotkun. Það á þó ekki við um stærstan hluta samgangna og flutninga. Rafbílavæðingin er hand- an við hornið og stjórn- völd eiga með íbúum að stuðla að tiltölulega hröðum orkuskiptum í samgöngum á næstu árum. Ríflega fimmtungur losunar er frá útgerð. Lífdísil verður að leysa svartolíunotkun flotans af hólmi. Beita þarf markvissum hagrænum skattahvötum til að stuðla að þeim orku- skiptum. Rannsóknir hafa bent til þess að notkun lífdísils væri á margan hátt fjárhagslega hagkvæm fyrir útgerðina. Ræktun orkujurta hérlendis er vel möguleg og hefur Jón Bernódusson frum- kvöðull á þessu sviði bent á að til að fullnægja tíunda hluta olíunotkunar íslenska fiskiskipaflotans þurfi að rækta 16-20 þús. ha af repju. Það samsvarar þeim svæðum sem ekki eru nýtt til ræktunar á sunnanverðu landinu. Koltvísýringur sem mynd- ast við bruna repjuolíu fer þannig inn í ræktunarhringrás og verður reyndar hluti hans eftir í jarðvegi. Repjan getur því líka nýst sem uppgræðslujurt. Matvælaframleiðsla er völd að um 20% allrar losunar í heiminum. Þar eiga stærstan þátt metangas (CH4) sem fellur til við ræktun og búfjár- hald sem og köfnunarefnisoxíð (N2O) sem losnar út í andrúmsloftið við áburðarnotkun. Skiptir þá litlu hvort um tilbúinn áburð eða frá hús- dýrum er að ræða. Matarsóun er vestrænt velmegunarvandamál. Með því að hætta að henda mat- vælum mætti e.t.v. minnka losun um 5%! Höfum það í huga næst þegar við hellum úr kaffibollanum eða sjáum á eftir gulnuðum banana í sorpið. Í báðum tilvikum að auki matvæli sem eru langt að komin hingað til lands. Við rafgreiningu í álverum losnar koltvísýringur í umtalsverðu magni. Álframleiðendur eru vel meðvitaðir um þessar umhverfislegu aukaverk- anir og heildarútstreymi gróður- húsalofttegunda frá álverum hér á landi er um 1,6 tonn á hvert fram- leitt áltonn. Það væri metnaðarfullt markmið að endurheimta töpuð landgæði og jarðveg ásamt bindingu með skógrækt sem næmi árlega um 1.300 þús. tonna koltvísýringsígilda sem áliðnaðurinn stendur fyrir. Heildarbinding í landgræðslu og skógrækt er nú áætluð um 370-400 þús. tonn. Setja á markið hærra. Stjórnvöld eiga í þeirri viðleitni sinni að koma á kolefnislausu samfélagi að bjóða áliðnaðinum frjálsa og óþving- aða þátttöku við að binda til baka þá losun sem iðnaðurinn stendur fyrir. Í þriðju og síðustu grein minni mun ég fjalla um það hvers vegna innri togstreita og skammtímahags- munir hafa til þessa komið í veg fyrir raunverulegan vilja landsmanna til að hrinda í framkvæmd lang- tímaáætlun um kolefnislaust Ísland. Loftslagshlýnun – skyldur Íslands Eftir Einar Sveinbjörnsson Einar Sveinbjörnsson » Við verðum og eigum að setja okkur lengri tíma markmið og há- leitari sem miða að því að gera Ísland að kol- efnislausu samfélagi. Höfundur er veðurfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Við eru til taks, segir Landhelgis- gæslan í heimasíðu sinni og kveðst stuðla að öryggi sjófarenda. Gæslan hefur um ára- tugaskeið stuðlað að öryggi á sjó, það er að sönnu rétt en get- ur það talist í lagi að það hafi tekið tólf tíma að manna varð- skipið Þór þegar Akrafellið strandaði við Vattarnes á dögunum? Getur verið að öryggi sjófarenda sé stefnt í tvísýnu? Gæslunni er haldið í fjársvelti og starfsfólki gert erfitt fyrir. Enginn starfandi skipherra var á landinu á dögunum. Gæslan hefur aðeins eina og hálfa áhöfn til að manna varðskipin, yfirstýrimanni á Ægi var flogið suður til þess að taka við skipstjórn Þórs og áhöfn kölluð úr fríi. Tólf tímum eftir strandið lagði Þór loks af stað úr Reykjavíkurhöfn áleiðis austur, nota bene ekki fullmannaður, með- an Akrafellið var dregið inn á Eskifjörð. „Fyrir nokkrum árum áttum við þrjár áhafnir og gátum alltaf mannað tvö skip hverju sinni en núna erum við með eina og hálfa áhöfn og getum mannað eitt skip hverju sinni,“ sagði Auðunn Krist- insson, yfirstýrimaður hjá Gæsl- unni, í samtali við Stöð 2. Hann segir þörf á meiri mannskap og ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það liggur í augum uppi. Jú, auðvitað þyrftum við að vera betur mönnuð. Við eigum frá- bært starfsfólk en heldur lítið af því.“ Undir þetta skal tekið. Starfs- fólk Gæslunnar vann þrekvirki við erfiðar aðstæður fyrir austan á dögunum. Kafarar Gæslunnar köf- uðu niður í vélarrúm Akrafellsins og lokuðu lúgu svo dælur höfðu loks undan. Þeir lögðu sig í um- talsverða hættu til að forða skip- inu frá að sökkva. Tveir skipverjar Ægis og fjórir björgunarsveit- armenn voru meðhöndlaðir við reykeitrun. Aðstæður voru sem sagt krítískar meðan flaggskip Gæslunnar lá bundið við kaja í Reykjavík. Vanhæfni Samskipa Akrafellinu var siglt upp í fjöru þegar skipverji sofnaði undir stýri. Það getur hent besta fólk og þess vegna eru tveir á vakt um borð í skipum mönnuðum Íslend- ingum; háseti og stýrimaður. Ör- yggiskröfum var augljóslega ekki fullnægt um borð í Akrafellinu. Ekki ætla ég að hallmæla Rúss- um, Úkraínumönnum né Filipps- eyingum. Þeir eru hið besta fólk sem getur runnið í brjóst, en þeir þekkja lítt til aðstæðna á N- Atlantshafi. Sjálfsagt þess vegna tóku þeir á sig krók um hásumar á leið frá Evrópu og sigldu Akrafellinu austur og norður fyrir land til Reykjavíkur því þeim leist ekki á blikuna í smábrælu fyrir Suðurlandi. Hér er eitthvað ekki í lagi, já það er eitthvað rot- ið við starfshætti Samskipa sem manna skip lítt reyndum sjó- mönnum sem þekkja ekki til aðstæðna í N- Atlantshafi. Frá því Akrafellið var keypt í fyrra hefur Sjómannafélag Íslands án árangurs þrýst á Samskip að manna skipið íslenskum sjómönn- um. Samskip hafa verið í skolla- leik við samtök sjómanna. Nokkrum dögum eftir hörmung- arsögu Akrafells strandaði annað skip fyrir austan, Green Freezer, sem var bakkað upp í fjöru. Enn og aftur sannaðist nauðsyn þess að vera við öllu búinn. Gæslan beitti þá íhlutunarrétti til þess að ná skipinu af strandstað. Enn sannaði Þór gildi sitt og mikilvægi öflugra varðskipa í höndum af- burða Gæslumanna en við þurfum að hafa þá fleiri til þess að tryggja öryggi og viðbragðsflýti. Af skipum Hafró og ryðdöllum álveranna Það er eitthvað verulega rotið í íslenskri pólitík þegar skipum Hafrannsóknastofnunar er lagt vegna fjárskorts og ekki hægt að stunda hafrannsóknir á sama tíma og milljarðar renna í ríkissjóð frá sjávarútvegsfyrirtækjum í skatta; veiðileyfagjöld, sérstök veiðileyfa- gjöld og hvað allt sú görótta mixt- úra heitir. Og það er eitthvað rotið þegar ryðdallar Thorship, sem sigla fyrir álverin í Straumsvík og á Reyð- arfirði, eru dregnir til hafnar líkt og ms Leah var dregin úr Straumsvík yfir í Hafnarfjarð- arhöfn þar sem skipið var rústbar- ið eða ms Uta sem var sótt til Mjóeyrar og siglt utan til gjald- þrotameðferðar í Þýskalandi. Augljóslega skortir verulega á gæði og hæfni hjá Samskipum og Thorship. Menn þykjast í excel- skjölum spara eyrinn, en kasta krónunni og enda skömmustulegir með allt niðrum sig í drullupolli vanhæfni og aulaskapar. Öryggi á sjó stefnt í tvísýnu Eftir Jónas Garðarsson »Menn þykjast í ex- cel-skjölum spara eyrinn, en kasta krón- unni og enda skömm- ustulegir með allt niðr- um sig í drullupolli vanhæfni og aula- skapar. Jónas Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.