Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fyrstu þungarokkstónleikarnirsem ég sótti fóru fram í Dyn-heimum, þeirri miklu miðstöð menningar og lista, á Akureyri á því herrans ári 1985. Við vorum þarna, ég, Rúnar vinur minn gæðingur, Siggi pönk, sem steig æðisgenginn dans við sviðið, og tveir eða þrír aðrir. Ekki svo að skilja að málmband kvöldsins, Drýsill með Eirík Hauks- son eðalsöngvara í broddi fylkingar, léti fámennið á sig fá. Rennt var í ep- ískt prógramm, með frumsömdu efni og vel völdum tökulögum. Gott ef bindiefnið í kambinum hans Sigga brast ekki þegar We Will Rock You var tekið af dauðans innlifun. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan. Það fór ekkert á milli mála á Hlíðarenda á laugardaginn var, þar sem mörg helstu málmbönd þessarar þjóðar komu saman undir merkjum Rokkjötna. Vodafone-höllin var þétt- skipuð, fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Einhvern tíma hefði það sætt tíðindum að röð væri við kvennaklósettið á þungarokks- tónleikum milli atriða. Svona er Ísland í dag! Hátíðin var flautuð á stundvís- lega klukkan 16 en því miður átti ég ekki heimangengt fyrr en þremur tímum síðar. Missti fyrir vikið af Mel- rökkum, In Memoriam, Strigaskóm nr. 42 og Beneath. Næ þeim ágætu böndum bara að ári. Ég datt í hús rétt áður en kvölddagskráin hófst og eftirvæntingin var áþreifanleg. Ýms- ir gestir voru orðnir vel sveittir.    Það er til marks um gróskuna ííslensku þungarokki að band eins og Brain Police skuli stíga á svið um kvöldmat. Einhvern tíma hefðu þeir „heddlænað“ svona hátíð. Ekki svo að skilja að Brain Po- lice sé þess ekki umkomin. Heldur betur. Fjórmenningarnir náðu saln- um strax á sitt vald með hnausþykku grúvinu. Mest mæðir á Jenna söngv- ara enda eru hinir bandingjarnir heldur passífir á sviði. Svalir en passífir. Að vísu átti Jónbi trommari stórleik þegar hann reif sig á belginn og kveikti í kjuðunum. Lék svo heilt lag með þá eldglóandi. Sá gjörningur kallaði fram fyrstu djöflahorn kvölds- ins. Þau áttu eftir að verða mun fleiri. Jenni er frontmaður af Guðs náð, tekur hlutverk sitt raunar svo bókstaflega að hann stendur á sviðs- brúninni. Minnti einna helst á Krist á krossinum þegar hann breiddi út faðminn. Brain Police renndi í hverja klassíkina af annarri, auk þess að viðra lag af nýrri plötu sem vænt- anleg er eftir áramótin. Tæplega ára- tugar bið eftir nýju efni er sumsé að ljúka. Er það vel. Sólstafir lögðust eins og dala- læða yfir salinn. Sindrandi og óræðir í náðargáfu sinni. Íslenskari en allt ís- lenskt, þrátt fyrir vestraáferðina. Samt er vegur þeirra mestur í út- Rammur er jötnarómur Málmhausar Sumir höfðu sig betur til en aðrir í tilefni af Rokkjötnum. löndum. Hvernig má það vera? Það er svo sem gömul saga og ný að eng- inn sé spámaður í eigin föðurlandi. Sumir voru með, aðrir ekki. Eins og gengur. Og velta má fyrir sér hvort Sólstafir eigi orðið betur heima í tónleikasal eins og Eldborginni en í íþróttahúsi eins og Vodafone-höllinni. Þá gæti maður setið, með beltið spennt en samt svifið með þeim. Ég vona alltént að Sólstafir velti Eld- borginni alvarlega fyrir sér gefist tóm til formlegra útgáfutónleika vegna Óttu. Sólstafir bræddu efni af meist- araverkunum tveimur, Svörtum söndum og Óttu, skemmtilega saman og klykktu út með Goddess of the Ages. Einu af þessum lögum sem alltaf eru að vaxa. Það er til marks um breiddina í tónbók þeirra félaga að ekki var pláss fyrir Köld. Og eng- inn fór samt af hjörunum. Ég verð að viðurkenna að ég næ engu sambandi við Dimmu. Málmur af þessu tagi hefði mögulega sloppið 1987, þegar háraldan reis sem hæst, en ómögulegt er að átta sig á er- indinu í dag. Eigi ég að vera al- gjörlega heiðarlegur sótti að mér höfgi meðan á upptroðslu þeirra ágætu manna stóð. Sem á auðvitað ekki að gerast á málmtónleikum. Því hafði verið hvíslað að mér að Dimma væri betri á tónleikum en í hljóðveri og menn gáfu sig sann- arlega í verkefnið. Þeir Geirdælir eru augljóslega mjög músíkalskir og Stefán Jakobsson syngur úr sér lung- un. Verst að grúvið drap þessar björtu tenórraddir. Til að gæta sanngirni skal því til haga haldið að Dimma var alveg með fremstu raðirnar á sínu bandi og kunni menn að meta svona léttmeti er þetta eflaust ekkert verra en hvað annað. Samanburðurinn á Rokk- jötnum var á hinn bóginn afar óhag- stæður; við hliðina á Brain Police, Sólstöfum og Skálmöld er Dimma býsna berrössuð. Því miður.    Hafi bráð af manni sem snöggv-ast var engin ástæða til að ör- vænta. Skálmöld var komin í hús. Trúðlaus og trítilbrjáluð. Sjálfstraust Skálmeldinga er orðið svo mikið að þeir hlóðu beint í lag af óútkominni plötu, Með vættum. Hleyptu þar á skeið nýju söguhetj- unni, Þórunni Auðnu. Ef að líkum lætur bíða hennar engu smærri æv- intýri en forvera hennar, Baldurs Óð- inssonar og Hilmars Baldurssonar. Fæstir þekktu lagið, Að vori, en það skipti ekki nokkru máli. Salurinn spriklaði af fjöri. Leikgleði Skálm- aldar er sem kunnugt er bráðsmit- andi og líklega beittasta vopnið af mörgum í búri þeirra félaga. Skálmöld er eiginlega eins og togari, hendir bara út trollinu og dregur salinn til sín, eins og hvert annað sjávarfang. Eini munurinn er sá að þessir fiskar deyja glaðir. Óhætt er að taka undir með kynni kvöldsins: Það eru forréttindi að búa í landi, þar sem maður getur séð Skálmöld reglulega! Strákar, bara ein athugasemd: Aldrei skera Loka aftur við nögl! Hver er ekki soltinn eftir frá- bæra tónleika sem þessa og til allrar hamingju var kjötvagn á planinu. Borgarinn þar gat aldrei heitið nema eitt: Lemmy! Þar sem við sonur minn stóðum og gæddum okkur á Lemmy var miklu hliði hrundið upp. „Sérðu hver þetta er?“ spurði sonur minn hlessa. Ja, hvur röndóttur: Addi í Sól- stöfum. Að opna fyrir bílnum sínum. Á Rokkjötnum ganga stjörnurnar í öll verk. Adda var vitaskuld heilsað með virktum og þakkað fyrir geggjað gigg. Kappinn tók kankvís undir kveðjuna og spurði hvort við værum ekki til í að loka á eftir honum hliðinu. Nema hvað? Hvarf svo út í umferð- ina. Á því augnabliki rann upp fyrir mér ljós: Það er ef til vill, eftir allt saman, ekki svo langt milli Dynheima og Hlíðarenda! » Skálmöld er eig-inlega eins og togari, hendir bara út trollinu og dregur salinn til sín, eins og hvert annað sjávarfang. Bræðralag Böndin rugluðu skemmtilega saman reytum. Hér leggur Addi í Sólstöfum Jenna í Brain Police lið. Addi steig líka á svið með Skálmöld. Morgunblaðið/Eggert Leikgleði Böbbi, aðalsöngvari og gítarleikari Skálmaldar, treður alltaf upp eins og hinsti dagur sé upp runninn. Fuglaþingið (Zerrumpelt)Herz er áferðarfallegmynd. Paul Leinert, tón-listarkennari við mennta- skóla, fær bréf með heimboði frá gömlum vini sínum, tónskáldinu Otto Schiffmann, sem flúið hefur skarkalann í Berlín eftir skilnað og sest að í kofa úti í skógi í austur- hluta Prússlands. Þar hefur hann loks fengið innblástur og vill kynna nýja sinfóníu fyrir vini sínum. Myndin hefst í skóginum þar sem Paul er á leið til kofans ásamt Önnu, konu sinni, og félaga sínum, Willi Krück, sem hann vill kynna fyrir tónskáldinu. Þegar þau koma að kofanum er Otto hins vegar hvergi sjáanlegur. Aðdáun Pauls á Otto, sem greinilega er breyskur gleðimaður, leynir sér ekki og hann reynir að sannfæra samferðamenn sína. Þau koma sér fyrir í kofanum yfir nóttina og daginn eftir hefst leit að Otto. Paul heyrir kynlegan fuglasöng og sér ekki betur þegar hann skoð- ar nótur Ottos en söngurinn hljómi eins og laglína í sinfóníunni. Þetta er ákaflega dularfullt, en í myndinni er engin tilraun gerð til að útskýra hvað er á seyði. Sækir Otto innblástur sinn til fuglanna? Er hinn sanna tón að finna í nátt- úrunni? Er Otto að renna saman við náttúruna? Hvaða fugl syngur með þessum hætti? Er sá fugl til? Er eitthvað yfirnáttúrlegt á ferð- inni? Er Otto kominn í beint sam- band við eitthvert frumafl? Eftir árangurslausa leit snúa þremenningarnir aftur í kofann og þá er Otto þar fyrir. Hann er hins vegar sem steinrunninn og gefur engar útskýringar. Paul ákveður að sækja lækni og Willi fer með hon- um. Otto verður einn eftir með Önnu. Best er að rekja söguþráð- inn ekki nánar, en svo virðist sem markmið leikstjórans sé að áhorf- andinn fái sem minnstar upplýs- ingar um hina dularfullu atburði á tjaldinu. Myndin á að gerast árið 1929 á tíma Weimar-lýðveldisins í Þýska- landi. Það sést á búningunum í myndinni og hin mahleríska tónlist ber kannski tíðarandanum vitni, en annars er myndin staðlaus. Myndin er tekin í Svartaskógi og gróska gróðursins skilar sér til áhorfand- ans og undirstrikar dulúð mynd- arinnar. Myndin lætur hins vegar of mörgum spurningum ósvarað og sem verra er að í lok myndar er manni eiginlega sama. Furður á fuglaþingi Söngur fuglanna Thorsten Wien, Eva Maria Jost og Daniel Kraus í hlut- verkum sínum í þýsku myndinni Fuglaþinginu. RIFF – Bíó Paradís Fuglaþingið bbmnn Leikstjóri: Timm Kröger. Leikarar: Thorsten Wien, Eva Maria Jost, Daniel Kraus og Christian Blümel. Þýskaland, 2014. 81 mínúta. Flokkur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR 30.9.2014 - 21:30Bíó Paradís 2 2.10.2014 - 20:00Bíó Paradís 3 Spurt og svarað 4.10.2014 - 16:00Bíó Paradís 2 Spurt og svarað 5.10.2014 - 23:30Bíó Paradís 1 RIFF 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.