Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Mest voru krabbameinslæknar á Landspítalanum þrettán. Þeim hef- ur fækkað hratt síðan, eru nú sjö. Spurður hvað þessir læknar þyrftu að vera margir svarar Helgi Sig- urðsson: „Miðað við staðla á Norð- urlöndum ættum við að vera fimm- tán, erum sumsé helmingi færri en við ættum að vera og stefnir í algjört óefni. Búið er að gera umfangs- miklar skipulagsbreytingar til þess að við sem eftir erum náum að sinna öllum þeim sjúklingum sem til okkar leita. Þær breytingar hafa á margan hátt verið jákvæðar en lengra verð- ur ekki gengið. Það eru engir læknar á Landspítalanum nýttir eins vel og krabbameinslæknar. Þeir eru í kon- takt við sjúklinga allan daginn, alla daga vikunnar.“ Tveir læknar hættu í fyrra og einn á þessu ári. „Þeirra á meðal var yf- irlæknir deildarinnar sem fór til Danmerkur og lýsti því yfir að hún kæmi ekki aftur. Gafst hreinlega upp því að ekki var hlustað á óskir um framfarir innan greinarinnar.“ Helgi vonar að fleiri séu ekki að hætta en útilokar það ekki. „Menn hafa verið að hugsa sér til hreyfings. Það er ekkert launungarmál. Á móti kemur að mönnum rennur blóðið til skyldunnar. Það er hægara sagt en gert að yfirgefa sína sjúklinga!“ Engir læknar eins vel nýttir Sú var tíðin, að sögn Helga Sigurðssonar, að læknar voru stoltir af því að starfa á Land- spítalanum og vera hluti af ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Svo er ekki lengur. „Það rísa fáir upp með stolti og lýsa því yfir að þeir séu læknar á Land- spítalanum. Það er alveg búið og mikið þarf til að breyta því aftur. Þegar búið er að brjóta niður stolt manna í starfi er mikið farið.“ Við Íslendingar erum fallnirúr úrvalsdeild í krabba-meinslækningum, þar sem við höfum verið áratugum sam- an. Það get ég fullyrt. Ég fylg- ist mjög vel með á Norðurlönd- unum og í Bandaríkjunum og eins og staðan er orðin stöndum við þeim heilbrigðiskerfum ekki lengur á sporði. Og hvað gerir lið sem fellur úr úrvalsdeild? Annaðhvort gefst það upp og viðurkennir að það hafi hvorki aðstöðuna né þekkinguna lengur eða spyr hvað það geti gert til að komast aftur upp í úrvals- deild. Til þess þarf meiriháttar samstillt átak.“ Þetta segir Helgi Sigurðsson, yfirlæknir í krabbameinslækn- ingum á Landspítalanum, en staða krabbameinslækninga hér- lendis hefur verið í brennidepli að undanförnu. Hann segir spurninguna í raun einfalda: „Höfum við efni á því að vera með eins öflugt heilbrigðiskerfi og hinar norrænu þjóðirnar eða ekki?“ Sex læknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabba- meinslækningum rituðu grein í Fréttablaðið á fimmtudaginn, þar sem þeir gerðu því skóna að Ís- land gæti verið orðið krabba- meinslæknalaust árið 2020. Helgi segir þessar áhyggjur ekki óraunhæfar. „Komi þetta unga fólk ekki heim gæti þetta orðið veruleiki í náinni framtíð. Eins og staðan er núna eru sjö krabbameinslæknar á Landspít- alanum, þar af tveir 62 ára og fjórir á sextugsaldri.“ Helgi segir engan skort á ís- lenskum krabbameinslæknum, en þeir eru erlendis; auk þeirra sex sem skrifuðu undir greinina séu tíu aðrir starfandi í útlöndum. „Sumt af því fólki er hins vegar búið að vera lengur en tíu ár erlendis og reynslan segir okkur að hafi læknar verið svo lengi í burtu komi þeir ekki aftur. Það er hægara sagt en gert að taka fjölskylduna upp eftir svo langan tíma.“ Hafa það mun betra erlendis Helgi segir þetta skiljanlegt í ljósi þess að íslenskir krabba- meinslæknar hafi það mun betra erlendis en hér heima. Ekki bara launalega, heldur sé vinnu- álag líka minna og frítökuréttur meiri. „Frítökuréttur hefur verið tekinn af hér heima með skipu- lagsbreytingum. Læknar tóku á sig alls konar kjaraskerðingar eftir hrun og ekki hefur verið til umræðu að úr því verði bætt.“ Helgi segir samkeppnisstöðu Íslands hafa versnað. Þegar hann kom heim úr sérnámi fyrir tæpum þremur áratugum var hann með lægra kaup en í Sví- þjóð, þar sem hann lærði, en álíka mikið útborgað, þar sem skattarnir hér voru lægri. „Núna er staðan sú að ungu læknarnir úti í Svíþjóð eru með helmingi meira útborgað en hér, auk þess sem álagið er minna og frítöku- rétturinn meiri.“ Hann segir óskiljanlegt að ný- útskrifaðir læknar sem ráðnir eru inn til Landspítalans séu á lægri launum en nýútskrifaðir lögfræðingar og viðskiptafræð- ingar sem spítalinn ræður. Spurður hvað sé til ráða er Helgi fljótur til svars: „Það þarf alveg nýja hugsun. Átti sam- félagið sig ekki á stöðunni sem komin er upp í heilbrigðismálum er það ávísun á skelfingu. Vilji er allt sem þarf. Stjórn- málamenn hafa ekki haft neinn vilja til að breyta þessu og vísa hver á annan. Fyrir mörgum ár- um var Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra og þegar upp kom læknaskortur gekk hann í að leysa málið. Fór sjálfur utan og leysti málið. Það er allt sem gera þarf, ganga í málið og leysa það. Menn mega ekki gleyma því að þeir eru stjórn- vald.“ Að sögn Helga snýst málið ekki um skort á skilningi. Sem yfirlæknir hefur hann skynjað skilning ráðamanna. Á hinn bóg- inn komi enginn með lausnir að borðinu. Enginn komi auðmjúkur og segi: „Við gerum okkur grein fyrir því að hér er allt í steik. Hvað þurfum við að gera til að breyta þessu?“ Morgunblaðið/Golli Ísland fallið úr úrvalsdeild í krabbameinslækningum ÓFREMDARÁSTAND ER Í KRABBAMEINSLÆKNINGUM Á ÍSLANDI, AÐ SÖGN HELGA SIGURÐSSONAR YFIRLÆKNIS. LÆKNAR ERU ÞEGAR ALLT OF FÁIR OG Æ ERFIÐARA VERÐUR AÐ FÁ NÝJA LÆKNA TIL STARFA, VEGNA AÐSTÖÐU OG KJARA- MÁLA. HELGI KALLAR EFTIR MEIRIHÁTTAR SAMSTILLTU ÁTAKI TIL AÐ KOMA ÍSLANDI AFTUR Í ÚRVALSDEILD. BÚIÐ AÐ BRJÓTA NIÐUR STOLT MANNA *Höfum við efni á því að vera með eins öflugt heilbrigð-iskerfi og hinar norrænu þjóðirnar eða ekki?Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.