Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 13
Horft yfir gömlu byggðina á Eskifirði. Morgunblaðið/Golli Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi vilja að stjórnvöld nýti sér betur starfskrafta heimamanna við ýmis verkefni sem sinna þarf í fjórð- ungnum. Slíkt sé ódýrara en að senda starfsmenn með ærnum til- kostnaði frá höfuðstöðvum stofnana á höfuðborgarsvæðinu út á mörkina. Ályktun um þetta var samþykkt á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi nýlega „Staðbundnar stofnanir eins og sýslumannsembætti og heilbrigðis- eftirlit, svo dæmi séu tekin, eru vel til þess fallnar að sinna verkefnum við tollgæslu, matvælaeftirlit og fleira sem nú er verið að senda fólk landshluta á milli til að sinna,“ segja Austfirðingar. Sömuleiðs er fagnað að með breyttri embættisskipan hafi lend- ing náðst, það er að sýslumaðurinn á Austurlandi sé á Seyðisfirði og lög- reglustjóri á Eskifirði. Því verði að fylgja eftir með því að færa verkefni úr borginni út á land og efla þannig starfsemi þar. AUSTURLAND Vilja heima- menn Salthúsið, nýjasta bygging Síldar- minjasafnsins á Siglufirði, er farið að taka á sig mynd. Húsið er að stofni til mjög gamalt en saga þess ekki öll á hreinu. Það stóð m.a. á Patreksfirði seint á 19. öld og var flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að hinum nýja grunni 27. maí síðastliðinn og í kjölfarið var grafið fyrir sökklum. Gólfplatan var steypt 26. ágúst, viku síðar voru allir veggir komnir upp og 11. og 12. september var milliloftið híft og sett í. Húsið var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið ár- ið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naustum á Akureyri árið 1999 þar sem viðir þess voru geymd- ir allt þar til í sumar að þeir voru fluttir til Siglufjarðar; gólf- og loft- einingarnar 13. júní og veggeiningar og bitastæða 17. júní. Var farið sjó- leiðina. Húsið er 25,74 x 11,98 m að utan- máli og 308 m² að grunnfleti, ein hæð með portbyggðu risi, og stendur á milli Róaldsbrakka og Gránu. Næsta verk er að koma þakinu á bygginguna og svo verður henni lok- að í vetur en haldið áfram næsta vor. klerkur@gmail.com SIGLUFJÖRÐUR Salthúsið fær á sig mynd Morgunblaðið/Sigurður Ægisson 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Frakkinn Marc Bouteiller, sem ný- lega kvaddi Ísland eftir þriggja ára vakt sem sendiherra hér, kvaddi landið með heimsókn í Þekking- arsetrið í Sandgerði. Þangað kom hann í gær, 16. september, en þá voru 78 ár liðin frá því að franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst í miklu óveðri við Straumsfjörð á Mýrum. Með því fórst hinn heims- kunni vísindamaður Jean-Baptiste Charcot ásamt áhöfn sinni, en ein- ungis einn maður komst lífs af. Af þessu sjóslysi hafa miklar sög- ur spunnist, um það verið ritaðar bækur, gerðar kvikmyndir, heim- ildamyndir og fleira – enda ástæða til. Í heimsókn sinni afhenti Bouteill- er safninu í þekkingarsetrinu litinn kompás sem Charcot gekk með í vasanum á rannsóknaferðum sínum. Verður kompásinn nú einn af grip- unum á sýningunni Heimskautin heilla sem fjallar um störf og líf þessa dr. Charcots. Í sendiherratíð sinni var Bouteill- er áhugasamur um tengsl Íslend- inga og Frakka fyrr á tíð, en þá voru á fiskimiðum hér við land fjölmargar franskar skútur, sem fiskuðu vel. sbs@mbl.is SANDGERÐI Marc Bouteiller afhendir Jörundi Svavarssyni prófessor sögulegan áttavita Charcots. Jörundur var upphafsmaður að sýningunni Heimskautin heilla. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sendiherra með áttavita Þýskir kvikmyndagerðarmenn heimsóttu leikskólann Ársali á dög- unum. Með í för voru fjórir kokkar og bakari sem elduðu hádegismatinn þann daginn. Rætt var við börnin og leikskólastjórann og stefnt er að því að heimsóknin verði hluti af þætti um mannlíf í Skagafirði sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni ZDF á páskum á næsta ári. Börnunum fannst tilkomumikið að sjá fjóra hvítklædda starfsmenn í eldhúsinu þegar þau sóttu matinn og spurði eitt þeirra hvers vegna væri læknir í eldhúsinu, að því er fram kemur á heimasíðu Skagafjarðar! Á þýskum matseðli dagsins var dýrindis nautahakksbuff með lauk og hvítlauk, kartöflur með steinselju og rjómasveppasósa með mynd- arlegum sveppum út í. Þetta féll vel í kramið enda hinn ljúffengasti mat- ur. Skv. frétt á heimasíðu sveitarfé- lagsins voru yngstu börnin þó eitt- hvað feimin við að prófa steinselju-kartöflurnar en þá sagði deildarstjórinn: „Iss, þetta eru bara blómakartöflur,“ og var það nóg til að fá þau til að borða af bestu lyst. Hver vill ekki borða blómakartöflur? SAUÐÁRKRÓKUR Læknir í eldhúsinu? Heimasíða Skagafjarðar Hverir við vatnsbakka og mýrar voru staðir sem nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni skoð- uðu á dögunum. Farið var um staðinn og hugtök í kennslubók tengd umhverfi. Vel þótti takast til. Laugarvatn Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að millilandaflug um Vestmannaeyja- og Ísafjarðarflugvöll verði heimilt. Ýmsan búnað þarf til þess, en vestra er þetta talið skapa möguleika vegna nálægðar við Grænland. Ísafjörður Fyrir um 150 árum settust íslendingar að í Curitiba í Brasilíu og nú í dag skipta afkomendur þúsundum. Við kynnumst þeim og samfélagi þeirra í dag, en í Curitiba er öflugt Íslendingafélag. Við heimsækjum m.a. hinar glæstu borgir Rio de Janeiro, Curitiba og Florianapolis. Við sjáum stórkostlega náttúru, regnskóga, aflmestu fossa heimsins og fallegar strendur. Kynnumst brosandi heimamönnum sem vilja allt fyrir þig gera. Skemmtileg mynd af þremur kynslóðum BARDDAL en þessir herramenn eru allir ættaðir frá Bárðadal Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA Í BRASILÍU Komdu með í einstaka ferð 19. janúar - 3. febrúar 2015 Trans-Atlantic ferðaskrifstofa • Sími 588 8900 • www.transatlantic.is Aðeins k rónur 648.500 (á mann í tvíbýli) Innifalið í verði: Allt flug og allir s kattar, g isting með mo rgunverð i, ísl. farar stjóri, ak stur, skoðuna rferðir o .m.fl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.