Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 18
Ferðalög og flakk *Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter getaprófað hið furðulega sælgæti sem hann og galdra-vinir hans gæddu sér á í fyrstu myndinni. Í Londoner skemmtileg verslun tileinkuð Harry Potter ogþar fást meðal annars töfrabaunirnar. Sumarþeirra eru ljúffengar en svo er hægt að veraóheppnari og lenda á baun með eyrnamergs- bragði, hori og ælu. Verslunin er við King’s Cross Station og heitir einfaldlega Harry Potter Store. Harry Potter-aðdáendur ferðast Það er afskaplega auðvelt að verða ofdekraður hér í Debrecen, það er hreinlega eins og að búa í sólarlöndum. Eini hængurinn á er að sjálfsögðu námið sem flestir koma hingað fyrir, sem í sjálfu sér er alls enginn hængur, þar sem námið hér er frábært og fjölbreytt. Ekki skemmir svo fyrir að fá að umgangast fólk frá öllum hornum heimsins og kynnast menningu þess og siðum. Debrecen er lítil en fjölmenn menningarborg. Yfir borginni er gamaldags sjarmi, sem einkennist af einfaldleika og gömlum skreyttum byggingum. Um 30.000 háskólanemar búa hér í bænum, þar af rúmlega 3.300 erlendir, sem gefur manni þá notalega tilfinningu að borgin sé í raun einn stór „campus“, Það er hreinlega yndislegt að vera hér á sumrin í hit- anum, fara niður að almenningsgarðinum eða labba um margvíslega markaði í bænum, en þeir fylgja gjarnan hátíðum sem eiga sér stað hér eins og blómahátíð- inni, djasshátíðinni, ljóðahátíðinni o.fl. Þetta er auðvelt líf hér í Debrecen. Kveðja frá Katarínu og bekkjarfélögum. Háskólinn í Debrecen. Markaður við Nagy Templom. Fjörugt háskólasamfélag Ég og vinkona mín, Cathrine Che. PÓSTKORT F RÁ DEBRECE N E kki þarf alltaf að leita langt yfir skammt til að njóta þess að vera til. Sólbekkur við strönd er ágætur á sinn hátt og verslunarferðir í erlendri stórborg (sjálfsagt) líka. Gamlir kastalar, kirkjur og dýragarðar. Óbyggðir Íslands hafa heillað marga í gegnum tíðina; þær toga suma til sín aftur og aftur. Vilhjálmur Vernharðsson, ferðaþjónustubóndi á Möðrudal á Fjöllum, minntist á við blaðamenn hve mörgum útlendingum fyndist mikið til útsýnisins koma frá bænum en þaðan blasir Herðubreið við í fjarska. Fjallið eina, eins og sumir kalla hana! Vilhjálmur segir útlendinga ekki síst hrifna af því hve þeir sjá langt til allra átta. „Fólki sem yfirleitt sér ekki lengra en að næsta húsvegg eða bíl finnst frábært að koma hingað. Fólk sem aldrei er í þögn heima hjá sér sækir líka í svona staði. Út- lendingar tala bæði um þetta og fegurðina, ekki síst fegurðina í auðninni, sem Íslendingar virðast hins vegar skammast sín fyrir og vilja helst græða upp. Útlendingum finnst æðislegt að sjá mela þar sem ekki er stingandi strá. Þeir horfa allt öðrum augum á landið en við.“ Sannarlega umhugsunarvert: melarnir, grjótið, auðnin og ekki síst þögnin; allt eru þetta ótrúlegar auðlindir. Gaman er líka að ganga spölkorn frá þjóðvegi 1, til dæmis á Mývatns- öræfunum, skoða vörðu, leggjast á bakið og horfa til himins eða finna ilminn af gróðri. Og kostar ekkert. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson AUÐNIN OG ÞÖGNIN HEILLA FERÐAMENN SEM KOMA TIL ÍSLANDS Óbyggðirnar kalla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.