Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Page 36
Græjur og tækni *Blandarar eru meðal mikilvægari eldhústækja,einkum ef fólk hefur áhuga á að gæða sér á ýmisskonar hollustudrykkjum úr ávöxtum og græn-meti. Þegar blandari er valinn þarf að hafa í hugaað hann sé nægilega kraftmikill til að geta muliðþað sem þarf að mylja. Jafnan er miðað við aðhann þurfi að vera að lágmarki 500 vött eigihann að geta mulið ísmola. Kraftmikla blandara fyrir klakana Undanfarin ár, nálægt jafndægri á hausti, dregur tiltíðinda á símamarkaði því þá sýnir Apple nýjustu far-síma sína, nú síðast tvo síma sem heita lýsandi nöfn- um að vanda: iPhone 6 og iPhone 6 Plus. Það var reyndar minni stemning í kringum kynninguna nú en áður, enda vissu menn nánast hvað yrði kynnt, svo margt hafði lekið út um símana og eins virtist fátt nýstárlegt í boði í sjálfu sér, í það minnsta fyrir þá sem þekkja vel til Android. Þegar maður er kominn með símann í hendurnar kemur þó í ljós að þetta er veruleg uppfærsla og í raun mun meiri en mann hefði grunað. Ekki er bara að síminn er stærri að flatarmáli en eldri gerðir iPhone heldur er hann líka þynnri en nokkur farsími sem ég hef handleikið, ekki nema 6,9 mm að þykkt (til samanburðar: iPhone 5S er 7,6 mm, Samsung Galaxy S5 er 8,1 mm, Samsung Galaxy Alpha 6,7 mm og Sony Xperia Z Ultra 6,5 mm). hann fer og einkar vel í hendi, ávalur og þjáll viðkomu, bakið úr áli, framhliðin úr gleri (nema hvað) með rúnnaðar brúnir. Á bakinu eru tvær plastrendur fyrir loftnet símans. Apple kynnti ekki bara iPhone 6 heldur líka stóra bróður hans, iPhone 6 Plus, sem er með mun stærri skjá og tveimur millimetr- um þykkari. Þessir símar tveir eru þó annars nánast eins hvað varðar innvolsið, nema þó það að í myndavélinni á 6 Plus-símanum er hristivörn í linsunni, en bara stafræn hristi- vörn á hinum. Annað er eins í myndavélum símanna, en myndavélin er talsvert endurbætt frá fyrri símum. Þótt myndflagan sé 8 MP líkt og í 5S þá er örgjörvinn sem stýrir myndvinnslunni verulega uppfærður og hugbúnaðurinn al- mennt. Málið er nefnilega það að myndflögustærðin skiptir ekki öllu og þannig getur komið betri mynd úr 8 MP mynd- flögu en 12 MP. Að því sögðu þá er sjálfvirka ljóshitastill- ingin ekki góð í iOS8, ef marka má ítarlegar prófanir, en batnar væntanlega við stýrikerfisuppfærslur. Apple hefur leynt og ljóst reynt að tvinna svo saman tölv- ur sínar, spjaldtölvur og síma að það að eiga iPhone gerir iPad enn gagnlegri og öfugt. Vissulega er nokkuð í land með samþættingu iOS-tækja (eins og iPad og iPhone – iPod er búinn að vera, því miður) og tækja sem keyra OSX (Mac- Book- og iMac-tölvur), en meðal nýjunga i iOS8, sem rætt er frekar hér fyrir neðan, og nýjunga í næstu útgáfu OSX, Yosemite, sem væntanleg er á næstu vikum, er að hægt er að byrja á verki á einu tæki og halda því áfram á öðru, svo framarlega sem tækin séu tengd iCloud og keyri iOS8 og nýjustu útgáfu OSX (Yosemite). Þannig má til að mynda byrja á tölvupósti á símanum, leggja hann frá sér og halda áfram með póstinn á MacBook-fartölvu eða iPad til að mynda, nú eða svara símtölum í tölvunni án þess að taka símann upp. Þetta er nánast fullkominn sími – það eina sem maður saknar er að hann sé ekki vatns- og rykvarinn, en að því sögðu þá er hann sterkbyggður og ætti að þola það sem símar á annað borð þurfa að þola og líklega ríflega það. Á vefsetri iFixit, þar sem menn rífa raftæki og mynda innvolsið, mátti sjá að það voru þéttingar við hnappana á hliðum símans (straumur og hækka/lækka) sem ætti að gera símann rakaþolnari en ella, þótt Apple segi reyndar ekki að hann sé vatnsvarinn, hvað þá vatnsheldur. Stýrikerfið á símanum, iOS 8, er nokkuð frá því að vera fullkomið, nánast akkilesarhæll símans, en fer batnandi. Ýmsir vara þó fólk við 8.1-uppfærslunni, sem er glæný, og benda iOS8-notendum á að bíða frekar eftir 8.2, sem kemur líkastil fljótlega. iPhone 6 fékkst í Nova í takmörkuðu magni og kostaði 159.000 kr. Næsta sending verður á lægra verði, sennilega í kringum 130.000 að sögn Nova-manna. * iPhone 6 er ekki þungurmiðað við stærð, 129 g, en þó þyngri en 5- og 5S-gerðirnar (sem voru 112 grömm), en léttari en 5C og aðrar eldri gerðir. Þyngdin ræðst eðlilega að mestu af stærð- inni, enda er skjárinn á honum 4,7", samanborið við 4" á 4-, 5- og 5S-símunum. * Upplausnin á skjánum er býsnagóð, enda er hann Retina-skjár; 1.334x750 dílar sem gefur 326 díla á tommu (ppi), sama og í 4, 4S, 5 og 5S. Upplausnin á iPhone 6 Plus er 1920x1080 dílar, sem gefur 401 díl á tommu, ríflega Retina (Retina er vörunerki, en ekki staðall, og miðast við um 300 díla á tommu á síma en minna á tölvuskjá). * Rafhlaðan í iPhone 6 erstærri en í 5S; 1.810 milliamper, en endist þó ekki nema aðeins betur, því stærri skjár kallar á sitt. Í iPhone 6 Plus er enn stærri raf- hlaða (enda enn stærri skjár); 2.915 milliamper. Rafhlöðuending á honum er talsvert betri en á fyrri símum. Hann er líka þyngri en iPhone 6, nema hvað, 172 g. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON ÞAÐ ERU ALLTAF TÍÐINDI ÞEGAR APPLE KYNNIR NÝJA SÍMA, ENDA BIRTIST Í ÞEIM MARGT ÞAÐ SEM AÐRIR SÍMAFRAMLEIÐENDUR MUNU TAKA UPP OG STÆLA. ÞAÐ ER KANNSKI EKKI MIKIÐ AF SLÍK- UM NÝJUNGUM Í IPHONE 6, SEM BARST TIL LANDSINS Í VIKUNNI, EN HANN ER FRÁBÆR SÍMI ENGU AÐ SÍÐUR. NÁNAST FULLKOMINN SÍMI Apple kynnti ekki bara nýjan síma, heldur líka nýja útgáfu af stýrikerfinu sem síminn notar, iOS 8. Nýja útgáfan er ekki jafn mikil bylting og þegar iOS 7 kom á markað fyrir rétt rúmu ári, en í henni eru talsverðar endurbætur og nýjungar sem gera iPhone- síma eigu- og gagnlegri, þó mesta byltingin sé reyndar fyrir iPad-notendur. Nokkur dæmi: Ef maður er með kveikt á Find My iPhone, sem allir ættu reyndar að vera með í gangi, er hægt að velja að síminn sendi boð um staðsetningu rétt áður en rafhlaðan deyr. Ef rafhlöðuending er minni en ætla mætti er hægt að fá lista yfir orkueyðslu forrita og finna þannig rafháka. Endurbætt lyklaborð er meðal helstu við- bóta og felur meðal annars í sér að lykla- boðið giskar á það hvaða orð til stendur að skrifa, nokkuð sem Android-notendur þekkja reyndar vel, en að sögn Apple giskar síminn á orð eftir því við hvern er verið að spjalla eða hverjum er verið að skrifa, og byggir þá á fyrri samskiptum. Svo verður líka hægt að setja upp lyklaborð annarra fram- leiðenda ef vill. Eitt af því sem farið hefur í taugarnar á mörgum (ég þar meðtalinn) er að notandi hefur ekki aðgang að skráarkerfi á iOS- tækjum. Apple bætir úr því með iCloud Drive sem hagar sér eins og skráarkerfi – ekki ósvipað Dropbox (sem margir nota einmitt sem skráarkerfi í iOS). Í iOS 8 er heilsuforrit sem heitir einfald- lega Health. Það tekur við gögnum frá tækj- um sem skrá hreyfingu, hjartslátt og tilheyr- andi, til að mynda úr Fitbit, nú eða Apple-úrinu sem er væntanlegt í byrjun næsta árs. NÝR SÍMI, NÝTT STÝRIKERFI Ný útgáfa af iOS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.