Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 38
Dýrt: Dewalt LED-ljós 18V Verð: 17.900 Aðeins um: 18 volta LED Pivot-ljós. Ljós- magn: 110 lúmen með 10 þúsund klukkutíma notkunarmöguleika. Vegur 260 grömm. Ódýrt: Philips LED-vasaljós Verð: 1.995 Aðeins um: Högg- og vatnshelt LED-vasaljós, Ljósmagn: 25 lúmen, dregur allt að 120 metra. Miðlungs: P7-vasaljós Verð: 9.975 Aðeins um: Öflugt alhliða vasaljós sem vegur aðeins 192 g. Vatnsvarið og með stillanlegum fókus. Ljós- magn: 200 lúmen og dregur allt að 210 metra. ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Vasaljós 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Græjur og tækni Nýverið náði StickNFind 70 þúsund dollara mark- miðum sínum á söfnunarsíðunni Indiegogo og mun því að öllum líkindum fara í framleiðslu innan skamms. StickNFind er Bluetooth-límmiði sem festist á hvað sem er og er hægt að nota snjallsím- ann til að finna hlutinn, hvort sem það er gæludýr, farangur, lyklar eða gleraugu. Á límmiðinn að draga allt að 100 metra. Týnt verður fundið V ið höfum markvisst verið að vinna í því að fá fleiri stelpur á bak við lyklaborðið. Eftir því sem stelpurnar eldast þá er eins og þær hugsi; Æi, þetta er bara eitthvað fyrir stráka. Það er rangt, því tölvuforritun er fyrir alla, stelpur og stráka. Meira að segja líka fyrir fullorðna, tækni- hrædda einstaklinga. Það geta allir lært grunninn í forritun og í raun ættu allir að læra grunn- inn“ segir Ásdís Erla Jónsdóttir, rekstrarstjóri Skema. Skema hóf starfsemi sína árið 2011 og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kennslu og ráðgjöf í notkun á tækni og forritun á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Öll námskeið Skema eru kennd eftir Skema-aðferðafræð- inni sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hafa það mark- mið að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita. Í sumar sátu tæplega 600 börn námskeið hjá Skema, flest þeirra voru drengir en á einu námskeið- inu var 56% þátttaka hjá stúlk- um. Yfirleitt er hlutfallið í kring- um 10-15% og stundum dettur það niður í 0%. Þessu vill Skema breyta. Samskipti við tölvur byggjast á forritun Mikill skortur er á tæknimennt- uðum einstaklingum um allan heim og á það einnig við hér á Íslandi. Skema, ásamt samstarfs- aðilum sínum eins og CCP, Microsoft og Epli, eru að reyna sporna við þessari þróun og auka líkurnar á því að börnin muni síðar sækja inn á þessar brautir í náms- og starfsvali sínu. „Öll samskipti á milli fólks og tölva byggjast á forritun. Forritun er alls staðar og grundvallaratriði í því að skilja þann hátengda heim sem við búum í í dag. Það er líka hægt að tengja forritun inn í aðrar greinar, það þarf ekkert að enda sem forritari. Þannig má finna tengsl við t.d. samfélags- fræði, náttúrufræði og aðrar greinar,“ segir Ásdís. Hver er þessi Alice? „Við erum meðal annars með grunnnámskeið í boði þar sem stuðst er við forritið Alice, sem hægt er að nálgast án endur- gjalds og upphaflega var nýtt í Carnegie Mellon-háskólanum í Bandaríkjunum til að sporna við brottfalli nemenda úr tölvunar- fræði. Alice er þrívítt forritunar- umhverfi þar sem þátttakendur læra grunnhugsunina á bak við forritun með því að ákvarða að- gerðir og draga skipanir á upp- skriftalista fyrir hvern og einn hlut sem valinn er til leiks í heimi sem þátttakendur skapa sjálfir. Þannig forrita þeir hreyf- ingar og láta hluti hreyfast en til þess að það gerist þarf að passa að röð aðgerða sé rétt og allt þetta þjálfar jú almenna rök- hugsun. Meirihluti nemenda okk- ar hefur verið strákar en stelpur koma líka, við höfum bara þurft að hafa meira fyrir því að fá þær til okkar. Við höfum boðið upp á sérstök tæknistelpunámskeið til að ýta undir áhuga þeirra. Þá er grunn- námskeiðið fléttað saman við sjálfsmyndarvinnu og unnið að- eins öðruvísi. Einkunnarorð nám- skeiðsins eru skemmtun, sam- staða og styrkur. Tæknistelpur hafa verið mjög vinsæl námskeið en auðvitað viljum við fá fleiri stelpur á opnu grunnnámskeiðin líka. Skema vinnur að því þessa dagana að opna fyrsta íslenska tæknisetrið og er ætlunin að bjóða upp á mörg ný og áhuga- verð námskeið þar, þar á meðal sérsniðið tækninámskeið fyrir stúlkur sem ætlað er að efla þær fjölbreyttu sviði. Eitt af mark- miðum okkar er einmitt að efla konur í upplýsingatækni og fjölga þeim í greininni. Forritun eflir sjálfstraust barna SPROTAFYRIRTÆKIÐ SKEMA HELDUR FJÖLMÖRG FORRIT- UNARNÁMSKEIÐ Í HAUST VÍÐSVEGAR UM HÖFUÐBORG- ARSVÆÐIÐ FYRIR BÖRN FRÁ SJÖ ÁRA ALDRI. HÁTT Í 600 BÖRN VORU Á NÁMSKEIÐUM HJÁ SKEMA Í SUMAR, ÞAR AF VORU STÚLKUR RÚMLEGA HELMINGUR Á EINU NÁMSKEIÐI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hátt í 3.000 börn á aldrinum 6-16 ára hafa á síðustu þremur árum lært forritun á námskeiðum hjá Skemu. Einkunnarorð tæknistelpunámskeiðsins eru skemmtun, samstaða og styrkur. Mjög margir, sérstaklega yngra fólk, geymir símana sína í buxnavösunum. Þegar svo er er mikilvægt að hafa í huga að sama hversu mikið þú reynir að troða símanum í vasann, sumir símar passa einfaldlega ekki í alla vasa. Þannig eru til dæmis nýju iPhone-símarnir töluvert stórir. Og jafnvel þótt síminn komist að lokum í vasann getur síminn bognað þegar símaeigandinn fær sér sæti einhvers staðar. Íslensk veðrátta er oft mjög köld en mikilvægt er að geyma raftæki innanklæða í mjög köldu veðri, helst í góðum fóðruðum vasa því hitabreytingar geta farið illa með raftæki. Yfirleitt þurfum við ekki að hafa áhyggjur af of heitu loftslagi hér á landi en á ferðalög- um til heitari landa er líka gott að hafa í huga að skýla símanum fyrir beinni sól og hafa hann í tösku eða í vasa. Að lokum má benda á að tæki og tól svo sem lykla- borð og snjallsímar eru síður en svo laus við skít og bakteríur og það þarf ekki síður að eiga tilheyrandi hreinsiefni fyrir þau tæki en klósett og gólf. Hægt er að fá ýmiss konar hreinsiefni í þau verk og líka nátt- úruleg. Farðu vel með símann ÞAÐ ER HÆGT AÐ VERA ÁBYRGUR OG GÓÐUR FARSÍMAEIGANDI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞRÍFA SÍM- ANN OG GEYMA HANN Á GÓÐAN HÁTT. TIL ERU MARGS KONAR HREINSIEFNI FYRIR SÍMASKJÁI Á MARKAÐNUM, MEIRA AÐ SEGJA LÍFRÆNAR VÖRUR. Það þarf líka að þrífa símana okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.