Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 39
Tæknirisinn Adobe keypti á mánudag fyrirtækið Aviary sem hefur boðið upp á forrit til að breyta og laga myndir sem teknar eru með snjallsímum. Með kaupunum er Adobe orðinn einn besti vinur ljósmyndarans, hvort sem hann er að smella af á síma eða með alvöruljósmyndavél. Adobe gefur út Photoshop, Lightroom og fleiri forrit sem ljósmyndarar nota mismikið til að laga og breyta myndum. Aviary hefur verið halað niður rúmlega 100 milljón sinnum úr bæði Google play store og Apple Store og ver- ið notað til að breyta rúmlega 10 milljörðum mynda. Samkvæmt bloggi forstjóra Aviary, Tobias Peggs, í vikunni ætti forritið ekki að breytast mikið en fyrirtækin myndu vinna saman að næstu uppfærslu Aviary. „Mér varð það ljóst fyrir rúmum 18 mánuðum að við ættum að sameinast Adobe og hjálpa hver öðrum. Saman getum við gert góða hluti, hvort sem það er í símanum eða í heimilistölvunni,“ skrifaði Peggs á blog.aviary.com og bætti við: „Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa notað Aviary. Stuðningur ykkar hefur komið okkar hing- að. Nú munum við skila enn betri afurð – sem hluti af Adobe.“ Ekki hefur verið greint frá því hvað Adobe greiðir fyr- ir Aviary. TÆKNIRISINN ADOBE KEYPTI AVIARY Adobe á símamarkaðinn 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Skip sem er í höfn er öruggt en skip eru ekkigerð til að vera bara í höfn. Siglið út ogkannið nýja hluti. Grace Hopper, aðmíráll í bandaríska hernum GAMLA GRÆJAN Tæknirisinn Google á fjölmargar vefsíður sem heita næst- um sama nafni og þeirra helsta gróðalind, leitarvélin google.com. Risinn frá Bandaríkjunum á gogle.com, sem er með einu o-i; þeir eiga með þremur, gooogle.com; goglr.com, sem væntanlega er gert fyrir þá sem hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því; og 466453.com, sem er google.com skrifað á gömlu góðu takkasímana, 4 er þá g, 6 er o, 5 er stafurinn l og 3 táknar stafinn e. Ástæðan er tæknibloggurum ekki alveg kunn en trúlega er þetta til að koma í veg fyrir að svikarar stofni falsleit- arvél á gogle.com, google a gogle.com, gooogle.com, goglr.com og 466453.com. Þess má geta að frá því að þú, lesandi góður, hófst lest- ur þessarar greinar hafa rúmlega 1,4 milljónir manna leit- að á google en samkvæmt internetlivestats.com leitar Google að rúmlega 40 þúsund leitarorðum hverja einustu sekúndu. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Gogle, Google og Gooogle AP Bang&Olufsen Beocenter 9500 Beocenter 9500 var eins og flest frá Bang&Olufsen einfalt í útliti en um leið fágað og fallegt. Beocenter 9500 var upprunalega gert af hinum þekkta hönnuði Jacob Jensen en David Lewis tók hönnun hans og gerði hana enn betri. Tækið samanstóð af útvarpi, geislaspilara og kass- ettutæki. Það kom á markað 1989 og þá var hnignun vínylplötunnar hafin. Það var því ákveðið að sleppa því að hafa vínylspilarann með að þessu sinni. Það var þó hægt að kaupa Beogram 9500-spilarann sem aukahlut. Engir takkar voru á tækinu og var það tækninýjung sem ekki hafði sést áður. Voru þarna snertitakkar kynntir til leiks, sem ljómuðu þegar kveikt var á tækinu. Fegurðin var mikil enda er tækið enn í dag talið ein fallegasta heimilisgræja sem komið hefur á markað. Beocenter 9500 fékk iF Design- verðlaunin strax árið eftir eða 1990. Tækið var fram- leitt til ársins 1994 þegar Beocenter 9300 kom út. iPhone 5s Verð frá99.990.- iPad Air Verð frá89.990.- LÆKKAÐ VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.