Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Page 44
*Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að vísitalaneysluverðs lækkaði um 0,12% í september, en um0,43% ef húsnæði er undanskilið. Neysluverðsvísitalanstendur nú í 422,6 stigum. Lækkuðu flugfargjöld til út-landa um 28,9% milli mánaða og hafði það 0,52% áhrifá vísitöluna. Á móti hækkaði húsnæðiskostnaður ogsömuleiðis verðið á fötum og skóm. Nemur
hækkun neysluverðsvísitölunar 1,8% síðustu
tólf mánuði, en 0,4% ef húsnæði er undanskilið.
Fjármál
heimilanna
Hanna Dóra Sturludóttir óperu-
söngkona flutti aftur til Íslands fyrir
ári, eftir að hafa verið búsett í tutt-
ugu ár í Þýskalandi. Hún býr með
drengjunum sínum tveimur í lítilli
íbúð í Smáíbúðahverfinu og dreymir
um stærri íbúð í hverfinu.
Um þessar mundir æfir hún hlut-
verk Eboli prinsessu í óperunni Don
Carlo, sem Íslenska óperan frum-
sýnir 18. október næstkomandi.
Hvað eruð þið mörg á
heimilinu?
Við erum oftast þrjú í heimili, ég og
synir mínir Símon og Gústaf, sem
eru átta og sex ára. Núna erum við
fjögur þar sem maðurinn minn, Lot-
har, er á landinu.
Hvað áttu alltaf til í ísskápn-
um?
Það er alltaf til lýsi. Yfirleitt líka
mjólk og smjör og það sem þarf til
að útbúa skólanestið fyrir næsta
dag.
Hvað fer fjölskyldan
með í mat og hreinlætis-
vörur á viku?
Örugglega of mikið! Ég hef aldrei
verið neitt sérlega flink við að kaupa
inn og kaupi oft það sem mig vantar
ekki og gleymi því sem mig nauð-
synlega vantar!
Hvar kaupirðu oftast inn?
Eiginlega bara í Bónus í Skeifunni.
Nema þegar það er lokað. Þá fer ég
í Hagkaup í Skeifunni.
Hvað freistar mest í mat-
vörubúðinni?
Ó já … súkkulaði freistar mín alltaf
og ég er misgóð í að standast freist-
ingarnar. Fer eftir sálarástandi
hverju sinni.
Hvernig sparar þú í
heimilishaldinu?
Það er kannski ekki mikill sparnaður
í því, en ég kaupi aldrei plastpoka í
Bónus. Kem alltaf með inn-
kaupatösku sem mamma saumaði
úr gömlum efnisbút eða set í pappa-
kassa. Reyni svo að vera skynsöm í
innkaupum og ekki eyða öllu í
súkkulaði!
Hvað vantar
helst á heimilið?
Pláss!
Eyðir þú í sparnað?
Ég veit það nú ekki … en ég kaupi
frekar kort í sund heldur en að
borga í hvert skipti og við erum
með árskort í Húsdýragarðinum.
Skothelt sparnaðarráð?
Ég bjó lengi í Þýskalandi og þar er
mjög í tísku að spara, fylgjast með
tilboðum og slíku. Yfirleitt reyni ég
að kaupa góð föt á útsölum, bæði
fyrir mig og strákana. Og svo er ég
líka mjög góð í að elda fína máltíð
þegar það er eiginlega ekkert til og
tek óklárað skólanesti frá strákun-
um til að borða í pásunni á æfing-
um.
HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR
Kaupir aldrei plastpoka úti í búð „Yfirleitt reyniég að kaupagóð föt á út-
sölum, bæði
fyrir mig og
strákana,“
segir Hanna.
Aurapúkinn hefur lengi átt við
handklæðavanda að stríða.
Honum finnst handklæðin á
heimilinu ekki endast lengi. Fallegu
hvítu handklæðin verða fljótt gul-
leit og blettótt, byrja jafnvel að
trosna á endunum ef þau verða
ekki hreinlega götótt.
Púkinn átti nýlega samtal við
handklæðasérfræðing og komst að
því í hverju vandinn er fólginn.
Aurapúkinn reyndist ekki hafa
hugsað rétt um handklæðin sín.
Þannig hafði Púkinn lært sem
barn að þvo handklæði á hæsta
hita, en það er víst algjör óþarfi og
50-60°C alveg nóg m.v. eðlilega
notkun.
Þá á að gæta þess að fylla vélina
vel, því ef ekki er þvegið fullt hlass
mæðir meira á handklæðunum.
Best er líka að þvo handklæðin ekki
með öðrum þvotti og vitaskuld
ekki blanda saman litum í vélinni. Ef
þessu er fylgt eiga handklæðin að
haldast heil og falleg í langan tíma.
púkinn
Aura-
Hugsað vel um
handklæðin
F
ólk ætti að fara varlega áður
en heillegum hlutum er hent.
Það sem gæti virst vera
hálfgert drasl kann að vera
verðmætur safngripur, og ef tekst
að finna rétta kaupandann má hafa
stórar fjárhæðir upp úr krafsinu.
Huffington Post fjallaði t.d. fyrr á
árinu um hvernig endursöluverðið á
vinsælum IKEA-húsgögnum getur
rokið upp þegar framleiðslu á lín-
unni er hætt. Þetta gerðist þegar
skrúfað var fyrir framleiðslu Expe-
dit-hillueininganna sem höfðu átt
mjög upp á pallborðið hjá banda-
rískum neytendum.
Fortíðarþráin kostar sitt
Gömul spil geta líka verið verðmæt.
Ekki er langt síðan Monopoly-spil
frá árinu 1946 seldist fyrir 400 dali,
u.þ.b. 50.000 kr. á bandaríska upp-
voðsvefnum eBay. Ramminn utan
um gamalt málverk getur líka verið
verðmætari en sjálft listaverkið og
vestanhafs ganga stórir antíkramm-
ar í góðu ástandi kaupum og sölum
fyrir marga tugi þúsunda.
Gamanfréttavefurinn Cracked
sagði nýlega frá alls kyns leik-
föngum sem geta verið mikils virði.
Þannig seljast sjaldgæfir Lego-
kubbar á hundruð dala og meira að
segja gömlu leiðbeiningabækling-
arnir einir og sér geta verið mikils
virði.
Dýrasti Lego-kubburinn til sölu
þessa dagana er bleikt turnstykki
úr Duplo-línunni og uppsett verð á
við nýja tölvu, 1.374 dalir eða um
165.000 kr.
Safnarar leita líka uppi gamlar
morgnkornsumbúðir og leikföngin
úr barnamáltíðum MacDonalds geta
líka verið verðmæt. Japanskt Pi-
kachu-leikfang úr MacDonalds-
barnaöskju seldist á sínum tíma fyr-
ir 12.000 kr.
Lélegar myndir
og gamlir símar
Eldgamlar leikjatölvur geta sömu-
leiðis verið þúsunda dala virði og
hafa t.d. gamlar GameBoy-tölvur í
góðu ástandi selst fyrir hartnær
þúsund dali á eBay. Sama gildir um
eldgamla farsíma. Motorola Dyna-
TAC 8000X sími frá árinu 1983
seldist nýlega fyrir 550 dali, tæplega
70.000 kr. þó svo seljandinn hafi
tekið skýrt fram að ekki var hægt
að ábyrgjast að síminn virkaði eða
gæti haldið hleðslu.
Áttu nokkuð inni í geymslu VHS-
kassettu með hryllingsmyndinni Ta-
les From the Quadead Zone frá
1987? Myndin þykir vera alveg
hreint afspyrnuléleg en þykir þeim
mun merkilegri safngripur. Sá sem
lumar á eintaki gæti alveg eins bók-
að strax pláss í sólarlandaferð því
spólan myndi væntanlega seljast
fyrir um 2.000 dali, um 240.000 kr.
Lexían til að draga af þessu öllu
er kannski helst sú að gera fljótlega
leit á Google áður en hlutum er
hent í næstu vortiltekt, eða koma
við hjá vinsamlegum fornmunasala
og biðja hann að gefa álit sitt á
hvort eitthvað af skraninu ofan af
háalofti kunni að vera einhvers
virði.
VHS-KASSETTUR, GÖMUL SPIL OG RAFTÆKI
Leynast fúlgur fjár
í leikfangakassanum?
ÓMERKILEGUSTU HLUTIR GETA REYNST HINIR MESTU FJÁRSJÓÐIR OG VISSARA AÐ HUGSA SIG TVISVAR UM
ÁÐUR EN GAMLA LEIKJATÖLVAN EÐA JAFNVEL ÚRELTU IKEA-HÚSGÖGNIN ERU SETT Í SORPU.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Sjaldgæfir Lego-kubbar geta sumir verið tugþúsunda virði og gamlir Lego-
bæklingar líka. Mynd úr safni af barni með heilan haug af kubbum.
Morgunblaðið/Ernir
Ögn ódýrara að lifa í september