Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Þ eir sem skrifa pistlana á Andríki eru andríkir mjög og lúta ekki stjórn- málalegum rétttrúnaðarkröfum nema mátulega. Langoftast er gagn- legt að lesa hin andríku skrif. Kannski skrifa ekki allir, jafnvel ekki nokkur, undir hvert orð í pistlunum. Enda lík- legt, að væri svo komið, nenntu hinir frumlegu og staðföstu skriffinnar ekki lengur að sitja við. Bréfrit- ari fær iðulega viðbrögð við sínum bréfum, oftast vinsamleg og í það minnsta kurteisleg. Enn hefur hann þó ekki fundið mann sem er sáttur við allt, sem þar ratar á prent. Bréfritari hefur ekki efni á að kvarta, því fyrir kemur að hann sjálfur sé ekki fyllilega sáttur við eig- in skrif, þegar hann setur í sig kaffið, les bréfið í blaðinu og lætur eins og hann hafi aldrei séð það áð- ur. Og þótt ótrúlega hljómi hefur komið fyrir að hann muldrar í barm sér „hvaða, hvaða“ yfir ein- hverri setningunni í bréfinu, eins og hann hafi hvergi komið nærri. Sagt hefur verið að það sé örlítill Ragnar Reykás í hverjum manni, en bréfritari hafði gælt við, að það gen hefði orðið útundan í samsetningu hans sjálfs, en er tekinn að efast um það. Kenningar koðna Í nýlegum pistli Andríkis segir: Hvort sem er hægri- maðurinn Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, eða vinstrimaðurinn Ségolène Royal, umhverf- isráðherra Frakka, vilja losna við Dieselbíla af göt- unum. Þetta er vegna sótagnamengunar frá þeim. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur varað sér- staklega við Dieselbílunum vegna tengsla sótmeng- unar og krabbameins. Þetta mál er með algerum ólíkindum því undanfar- inn áratug hafa stjórnmálamenn á Vesturlöndum, þar með talið á Íslandi, hvatt almenning til að kaupa frekar Dieselbíla en bensínbíla. Til þess hafa þeir beitt alls kyns skattalegri mismunun í þágu Dies- elbíla og gegn bensínbílunum, auk fyrirvaralauss áróðurs um kosti Dieselbíla. Þessi mismunun hefur jafnvel verið kölluð „grænir skattar“ og „græn skref“! Einn bílafloti öðrum fremur í Reykjavík notar Dieselolíu. Á síðasta ári gengu 78 af 80 vögnum Strætó bs. á Dieselolíu. Þessir stóru gulu vagnar eru margir komnir til ára sinna. Gamlar Dieselvélar eru alverstar þegar kemur að útblæstri sótagna. Strætó bs. hefur undanfarin ár gefið út skýrslu um umhverfismál þar sem staða félagsins á sviði um- hverfismála er tíunduð, allt frá fjölda sundferða starfsmanna til pappírsnotkunar. En ekkert er minnst á sótið frá strætisvögnunum í þessari fínu skýrslu. Hvers vegna ætli það sé? Hvers vegna er ekkert minnst á það sem nú um stundir er talið helsta mengunin frá Dieselvélum eins og Strætó bs. notar helst?“ Fréttir af þessu tagi eru óþægilegar, svo ekki sé meira sagt. Kenningunum hafði verið lýst sem ígildi staðreynda, bílum sem gengu fyrir dísilolíu fjölgaði og skattheimtuhetjur gripu tækifæri til að ná sér í nýja skatta og væri sú skattheimta eiginlega ekkert nema góðverk við umhverfið, sem hið opinbera græddi óvart á í leiðinni. Skammt á milli stórra högga Annar pistill birtist í sömu viku og voru höfundar jafn ríkir í andanum og jafnan. Þar sagði: „Margir hafa áhyggjur af ýmiskonar mengun frá farartækjum sem brenna jarðefnaeldsneyti, ekki síst einkabílum. Meðal áhyggjuefna undanfarna áratugi er svonefnt súrt regn. Súrt regn er talið myndast vegna brennisteins í jarðefnaeldsneyti sem sleppur út í andrúmsloftið við bruna þess. Íslenski bílaflotinn brennir um 250 þúsund tonnum af bensíni og Dieselolíu á ári. Í hverju tonni bílaelds- neytis eru um 8 g brennisteins. Úr bílaflotanum koma því um 2 tonn af brennisteini á ári. Í viðtali við mbl.is í fyrradag segir Ármann Hösk- uldsson eldfjallafræðingur um þá brennisteins- mengun sem stafað hefur úr Holuhrauni und- anfarnar vikur: „Það eru einhverjar 2,5 milljónir tonna af brenni- steini sem losnað hafa út í andrúmsloftið, það gerir í kringum tuttugu þúsund tonn á dag.“ Það tæki bílaflota Íslendinga því yfir milljón ár að Morgunblaðið/Golli Hvað eiga Eyjafjallajökull, Holuhraun, C-vítamínið, lambafitan, Rudolf Diesel og Laki sameiginlegt? Reykjavíkurbréf 26.09.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.