Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 G uðrún Helga Skowronski býr í sveitasælunni í Mosfellsdal ásamt eiginmanni sínum, Ás- geiri Péturssyni, og fjórum börnum. Þau eru bændur í Dalsbúi þar sem þau reka stórt minkabú. Helga, eins og Guðrún Helga er alltaf kölluð, starfar til viðbótar sem söðlasmiður og við hrossarækt en á bænum má líka finna hund, ketti, kindur, hænur og grísi. Helga er í hópi fárra söðlasmiða á Íslandi en þetta er ekki algengt starfsheiti hér. Fyrstu saumavélina sem hún keypti fyrir söðlasmíðina fékk hún fyrir arf frá afa sínum sem hún ávaxtaði með hrossakaupum. „Amma arfleiddi mig að fimmtíu þúsund krónum eftir afa. Ég fór og keypti mér trippi, hryssuna Gunnu, tamdi hana og gerði hana reiðfæra. Hún eignaðist folald en ég seldi Gunnu og hélt eftir folaldinu, seldi það síðar og setti peninginn inn á sérstaka bók. Þetta varð pen- ingurinn sem ég notaði til þess að kaupa fyrstu söðlasmíðasaumavélina mína,“ segir Helga en Guðrúnar-nafnið kemur frá ömmu hennar. Hún fór beint eftir að hafa lokið námi við Menntaskólann við Hamrahlíð til Englands til að læra söðlasmíði við Cordwainers College í London. „Ég var búin að svipast um hérna heima en allir meistararnir voru með margra ára biðlista.“ Hún segist sjálf hafa „lufsast“ í gegnum menntaskóla, bara af því að allir aðrir fóru í menntaskóla. „Mér finnst svo mikil vitleysa að stýra öllum í bóknám, við þurfum verknáms- fólkið líka. Það þarf að flytja inn iðnaðarfólkið okkar og landbúnaðarverkamennina, þetta eru störf sem eru alveg jafnskemmtileg og önn- ur.“ Þegar hún kom heim fór hún að vinna við fagið hjá Söðlasmiðnum Nethyl. „Ég vann í stuttan tíma á söðlasmíðaverkstæði sem fram- leiddi hnakka í stórum stíl. Það heillaði mig ekki. Ég lærði að búa til hnakka frá grunni og gera allt frá grunni en þetta var eins og að vinna í lítilli verksmiðju.“ Líka menntaður búfræðingur og tamningamaður Eftir þessa reynslu ákvað Helga að sækja um Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur og tamningamaður. „Ég kem í kjölfarið hingað til að vinna í slátrun á minkum til að brúa bilið áður en ég byrjaði að temja í janúar. Ég kom í ágúst til að vinna og hef svo bara ekkert farið,“ segir hún en þetta var árið 1999. „Þetta er nú bara svona, svolítið skondið og ekki það sem ég ætlaði mér,“ útskýrir Helga. Frasinn „örlögin gripu í taumana“ á sann- arlega við þarna en á Dalsbúi kynntist hún Ásgeiri og hafa þau verið saman frá því árið 2000 og giftu sig ári síðar. „Ég hætti að temja upp úr því. Ég fann að ég hafði ekki skrokkinn í að bæði eiga börn og temja hross að atvinnu,“ segir hún. Töluverður aldursmunur er á hjónunum, eða um 30 ár. „Það er svolítill aldursmunur á milli okkar Ásgeirs. Þetta var stór ákvörðun, sem ég sé ekki eftir. Við erum með sömu lífs- viðhorfin og eigum vel saman. Með okkar samband, eins og öll sambönd, þróast það og breytist. Það er ekkert gefið að þótt maður giftist einhverjum á eigin aldri endist það eitt- hvað betur eða maður fái að hafa hann eitt- hvað lengur.“ Hefurðu lent í fordómum vegna aldursmun- arins? „Nei, ekki nema núna um daginn þegar ég fór í 101 Reykjavík að skemmta mér. Þar hitti ég einhverjar mjög skrýtnar konur sem kunnu enga mannasiði.“ Á upphafsárum hjúskapar síns bjuggu þau í Mosfellsbæ. „Okkur langaði alltaf til að flytja hingað uppeftir en í mörg ár í röð var slæm afkoma á minkabúinu, gengið á krónunni hátt og skinnaverðið lágt. Ári fyrir hrun ákváðum við að selja húsið í Mosfellsbænum og byggja þessi tvö hús hér,“ segir hún en húsin eru ein- ingahús frá Svíþjoð. „Við náðum að byggja og innrétta minna húsið og reisa það stærra fyrir hrun,“ segir hún en eftir hrun var sett stopp á fram- kvæmdir. „Þannig að við bjuggum tvær fjöl- skyldur í ein tvö ár í þessu litla húsi. Við með krakkana okkar þrjá og ráðsmaðurinn okkar, konan hans og strákurinn þeirra,“ segir hún en húsið er um 90 fermetrar. „Við eigum hús á Siglufirði og gátum því alltaf farið norður um jól og páska,“ segir hún og þannig varð rýmra um alla, að minnsta kosti á hátíðis- dögum. „En svo verðum við báðar óléttar samtímis að yngstu börnunum og þá tókum við lán til að klára húsið. Það hefði verið svakalegt að vera þarna með sex krakka og fjóra fullorðna,“ segir hún en húsið sem fjöl- skylda hennar býr í er bjart og opið. Útsýnið er einstakt og garðurinn er sérstaklega fal- legur enda er garðrækt mikið áhugamál hjá Helgu. Árið 2008 fór hún líka aftur í söðlasmíðina í gegnum kunningjakonu sem hafði verið að flytja inn hnakka. „Hún kom til mín og sagði að það kynni enginn að stoppa svona enska hnakka,“ segir hún, það er að laga hnakkinn að hestinum og knapa. „Hún dregur mig inn í söðlasmíðina og síðan þá hefur söðlasmiðjan sem slík verið að vaxa hægt og rólega.“ Gróðurhús í brúðkaupsafmælisgjöf Hún vinnur hálfan daginn í söðlasmiðjunni. „Ég vinn hálfan daginn og er mamma hinn helminginn. Við hjónin erum sem betur fer sammála um að það sé þess virði. Hvernig á að vera hægt að ala upp börn þannig að þeim og okkur líði vel ef við höfum ekki einu sinni tíma til að elda mat?“ spyr Helga, sem hefur líka í mörg horn að líta á búinu. „Við höfum verið með tvo grísi hérna úti. Við erum líka með tvær kindur sem við fáum kjöt af og erum einnig með hænur. Þetta er hluti af því sem mér finnst vera mikilvægt; að vita hvaðan maturinn minn kemur. Ætli ég sé Með alltof mörg áhugamál GUÐRÚN HELGA SKOWRONSKI ER SÖÐLASMIÐUR OG BÓNDI Á DALSBÚI Í MOSFELLSDAL. HÚN ÓLST UPP Á ASTRID LINDGREN-BÆ Í SVÍÞJÓÐ, RÆKTAR GRÆNMETI HEIMAVIÐ OG HEFUR ÁHUGA Á SJÁLFBÆRNI. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Forvitnir minkar í búri. Þegar mest lætur eru 13.000 dýr á búinu. * Ég sagði krökkunum það þegar grísirnir komu aðþetta væri jólamaturinn. Það þýðir ekki að mað-ur geti ekki verið góður við matinn sinn og séð til þess að honum líði vel. Við klöktum líka út hænuungum í vor og nú er helmingurinn af þeim kominn í frystinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.