Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 ekki bara með alltof mörg áhugamál! Ég er mjög áhugasöm um lífræna ræktun og fór í námskeið í henni í vor. Svo erum við að rækta hross okkur til skemmtunar og yndisauka.“ Hún er með heilmikla grænmetisræktun í garðinum og líka inni í gróðurhúsi, sem þau hjónin gáfu hvort öðru í tíu ára brúðkaups- afmælisgjöf. Hún hefur notfært sér áburð af býlinu í ræktuninni og segir minkaskít mjög öflugan áburð. „Alls staðar sem við dreifum þessum skít grær upp með ótrúlegum hraða,“ segir Helga sem hefur gert samanburðartilraunir við hrossaskít og kindaskít en hún setur skít- inn í beð að hausti og lætur hann brjóta sig yfir veturinn. Hún hefur kynnt sér matvæla- framleiðslu af ýmsu tagi og líka notkun tilbú- ins áburðar og genabreytts fóðurs. Hún segir að eitrið Roundup mælist í blóði fólks um alla Evrópu og Ameríku og finnst eins og flestum það ekki kræsileg tilhugsun. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og sá hvað er hægt að gera með venjulegum búfjár- áburði,“ segir hún en næsta skref var síðan að fara að ala skepnur til matar. „Svo keyptum við þessa tvo grísi í sumar og erum að ala þá,“ segir hún en þetta eru tvær gyltur, sérstaklega fallegar á litinn og gengur önnur þeirra undir gælunafninu gyllta gyltan. „Þær hafa það svo gott, liggja og sofa og éta, hlaupa um og leika sér. Vonandi verð- ur þetta bara rosalega góður matur. Ég sagði krökkunum það þegar grísirnir komu að þetta væri jólamaturinn. Það þýðir ekki að maður geti ekki verið góður við matinn sinn og séð til þess að honum líði vel. Við klöktum líka út hænuungum í vor og nú er helmingurinn af þeim kominn í frystinn,“ segir hún. Af garðræktinni segir hún gulrætur, sperg- ilkál og rófur hafa komið einna best út og í gróðurhúsinu eru tómatar, salat, kryddjurtir og jarðarber. Útsýnið frá bæjarstæðinu er einstakt og segir Helga að það hafi góð andleg áhrif á sig. „Ég lít oft út um gluggann á morgnana og hugsa vá, þetta er á við margar prozac-pillur!“ segir hún og hlær. „Þetta er alveg yndislegt.“ Það sést meira að segja alla leið út á sjó en það er nokkuð sem skiptir mann hennar máli. Ásgeir var sjómaður í 25 ár, þar af milli- landaskipstjóri hjá Finnboga Kjeld í tíu ár. Hann lærði loðdýrarækt í Noregi og er einn af stofnendum Dalsbús. Hann keypti búið að fullu árið 1980 og hætti á sjónum fimm eða sex árum síðar. Elsta barnið á heimilinu er Kristófer, 17 ára. „Hann er rosalega klár forritunarstrákur og vann í sumar sem sirkuskennari,“ segir Helga en hann var fjarri góðu gamni þegar blaðamaður og ljósmyndari komu í heimsókn því hann var upptekinn við að kenna krökkum í sumarskóla Sirkuss Íslands. Pétur Þór er næstur í röðinni; 12 ára sundstrákur og hestastrákur. Hann gengur í Varmárskóla líkt og Þorbjörg Gígja, sjö ára systir hans, sem var að byrja í öðrum bekk. Hún er í íþróttum líkt og bróðir hennar en hún er fimleika- og hestastelpa. Yngstur er hinn fjögurra ára Þorgrímur Helgi. „Hann er atvinnuprakkari,“ segir mamman. „Það er mikið skutl í kringum þetta. Sam- göngurnar í dalnum eru slæmar,“ segir Helga, sem vinnur jafnan í söðlasmiðjunni alla morgna eftir að keyra hina niður í Mosfellsbæ og svo sækir hún aftur klukkan tvö. „Þegar það koma tarnir í minkabúinu loka ég söðlasmiðjunni og fer að vinna þar en það er jafnan í kringum pörun, slátrun og pelsun. Lífdýrin eru flokkuð og þeim er slátrað sem þarf að slátra og gengið frá skinnunum.“ Hún segir tískuna vera með loðdýrabænd- um. „En ef fólk hefur ekki lausafé kaupir það ekki lúxusvöru. Það er fjármálaheimurinn sem stjórnar því.“ Gæði skinnanna skipta öllu máli. „Dýrunum okkar þarf að líða vel til að við sem loð- dýrabændur getum skilað góðri vöru. Dýr sem fá ekki gott fóður og góða aðhlynningu líta ekki vel út og eru þar af leiðandi ekki góður pels,“ segir Helga og útskýrir að hand- Helga vinnur hálfan daginn í söðla- smiðjunni við að smíða og laga hnakka og gera við reiðtygi. * Ég hef komið við í mörgum búgreinum, hef unnið í fjósi, í fjárhúsi og við hross en flest handtökin í því sem ég hef kynnst eru í minknum. Það þarf mikla aðhlynningu og mikið eftirlit til þess að ná árangri og allt gangi vel. Kostirnir við að vera sveit í borg eru fjöl- margir eins og varðar fóðuröflunina en því fylgja líka gallar. „Fólk kemur og vill búa hérna og finnst þetta fallegur staður og gaman að vera í sveit en gallinn við þetta er að svo þolir fólk ekki að það sé sveitalykt í kringum það. Við höfum lent í rosalega leiðinlegum útistöðum við fólk sem flytur hingað. Það er ekki rósailmur af dýrum og ekki hægt að búast við því ef þú býrð við hliðina á bóndabæ. Fólk er jafnvel að taka mynd af skítadreifaranum og senda mynd til heilbrigðiseftirlitsins,“ segir Helga. Finnst þér þá fólk komið úr tengslum við búskap? „Það er vandamálið. Við fáum ekki frið. Skriffinnskan er farin að verða svo stór hluti af samfélaginu. Fólk er komið svo langt frá upprunanum. Það gerir sér ekki grein fyrir því hvað þarf til þess að fram- leiða mat. Við erum ekki að framleiða mat en það er mjólkurbú hérna og kin- dabú og það fólk fær kvartanir líka. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þarf til að maturinn þeirra kom- ist á borðið. Og hvað það er sem þarf til að við getum verið að framleiða vörur sem við fáum gjaldeyri fyrir. Það er það sem við erum að gera. Við erum að taka það sem við viljum ekki borða sjálf, það sem gæti verið að fara á haugana, og framleiða úr því verðmæti. Þetta eru mörg hundruð tonn á ári sem við fram- leiðum af fóðri og þetta verður að gjald- eyri. Sama með bændur sem framleiða mat fyrir fólk.“ Hún segist stundum velta fyrir sér áhrifum teiknimynda. „Við erum þriðja eða fjórða kynslóðin sem horfir á teikni- myndir þar sem dýr eru í fötum með mannlegar tilfinningar. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað skepnur eru eða til hvers þær eru.“ GALLINN VIÐ AÐ VERA SVEIT Í BORG Fólk kvartar undan venjulegri sveitalykt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.