Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 52
Bak við tjöldin 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Grænlenski matreiðslumeistarinn, Inu Hegelund, leysir Gísla Örn út með veglegum matargjöfum. Gísli Örn á leið á sjó með færeyska sjómanninum Jógvan Mørkøre. Stormur var í aðsigi. N autnir norðursins spretta upp úr þáttaröðinni Fagur fiskur, sem sýndur var á RÚV, en Saga- film framleiðir báða þætti í samstarfi við Matís. Fagur fiskur snerist um sjávarfang við Íslands- strendur en nú var ákveðið að færa út kvíarnar. Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís kom upp- runalega með þá hugmynd að fjalla um mat- armenningu Íslands, Grænlands og Færeyja en eftir að verkefnið fékk úthlutaðan styrk úr nor- rænum sjóði, Nora, bættist Noregur í hópinn. Sagafilm tók hugmyndina upp á sína arma og þróaði hana áfram. Hvíldi sú vinna á herðum Margrétar Jónasdóttur framleiðanda og Hrafn- hildar Gunnarsdóttur leikstjóra. Verkefnið vatt upp á sig og Margrét upplýsir að Nautnir norð- ursins sé stærsta sjónvarpssería af þessu tagi sem Sagafilm hefur unnið með svo mörgum er- lendum sjónvarpsstöðvum en færeyska, norska og finnska ríkissjónvarpið eru öll meðframleið- endur. Stöllurnar höfðu snemma augastað á Gísla Erni Garðarssyni leikara sem þáttarstjórnanda, ellegar „ferðalangi“ eins og það er kallað í þátt- unum. Bæði höfðu þær trú á því að Gísli Örn hæfði verkefninu og eins þýddi það að mat- reiðslumeistararnir og aðrir gestir í þættinum gætu talað sitt eigið tungumál. Gísli Örn talar nefnilega reiprennandi norsku enda uppalinn að hluta í Noregi. „Gísla Erni leist strax vel á hugmyndina og ekki spillti fyrir að hann dauðlangaði að heim- sækja Grænland. Þangað hafði hann aldrei komið. Hann hafði á hinn bóginn verið í fim- leikabúðum í Færeyjum sem strákur. Gísli Örn upplýsti okkur strax um að hann kynni lítið til verka í eldhúsinu en okkur þótti það sumpart bara skemmtilegra. Þannig gæti hann lært eitt- hvað í leiðinni. Til að gera langa sögu stutta blómstrar Gísli Örn gjörsamlega í þessum þátt- um. Það er eins og hann hafi aldrei gert ann- að,“ segir Margrét. Fleiri nafnkunnir listamenn leggja þættinum lið. Margrét segir draumateymi hafa unnið við hann og er til að mynda í skýjunum með tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar sem vakið hefur mikla athygli. Hún nefnir einnig framlag Emils Ásgrímssonar sem annaðist grafíkina. Matreiðslumeistararnir í þáttunum eru fjórir, einn í hverju landi, og segir Margrét þá valda með hliðsjón af sérsviði. Markmiðið var að bjóða upp á mat sem er lýsandi fyrir hvert land um sig, bæði hversdagslegan og spari. Matís benti upprunalega á matreiðslumeistarana en Sagafilm samþykkti þá eftir að hafa hitt þá og metið hvort þeir væru færir um að gera kúnstir sínar frammi fyrir myndavélinni. Það fer ekki alltaf saman. Margrét ber lof á matreiðslu- meistarana alla, þeir séu hver öðrum snjallari. Persónulega þótti henni upplifunin mest í Fær- eyjum, þar hafi verið besti og versti maturinn. Það er gömul saga og ný að þjóðarréttir Fær- eyinga séu ekki allra. Áform um að gera framhald Hópurinn var í um viku á hverjum stað og seg- ir Margrét það ekki hafa mátt vera minna. Mestur var spretturinn í Noregi en um leið og upptökur fóru fram þar var Gísli Örn að frum- sýna Hróa hött í Björgvin. „Þetta var stíf keyrsla og svolítið stress enda frumsýndi Gísli Örn tveimur dögum eftir að við fórum. En þetta gekk upp. Það var algjör draumur að vinna með Gísla Erni. Hann var minnsta drottningin í hópnum!“ Hún skellir upp úr. Nautnir norðursins gætu átt eftir að fara víða en búið er að selja dreifingarréttinn til fyr- irtækisins Nordic World sem sérhæfir sig í dreifingu á norrænu sjónvarpsefni. Margrét upplýsir að áform séu um að gera framhald af þáttunum en ekki liggur fyrir hvert haldið verður í þeirri seríu. „Sumir vilja fara suður, aðrir lengra norður,“ segir hún. Það ætti þó að ráðast á næstu vikum. Gísli Örn var minnsta drottningin SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR NAUTNIR NORÐURSINS, SEM SÝNDIR ERU Í RÍKISSJÓNVARPINU, HAFA VAKIÐ MIKLA ATHYGLI AÐ UNDANFÖRNU EN ÞAR KYNN- IR GÍSLI ÖRN GARÐARSSON LEIKARI SÉR MATARMENNINGU GRÆNLANDS, FÆREYJA, ÍSLANDS OG NOREGS OG SÆKIR HEIM MATREIÐSLUMEISTARA. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ferðalangurinn Gísli Örn Garðarsson við höfnina í Oqatsut á Grænlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.