Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Page 57
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Á sunnudag lýkur í Artóteki Borgarbókasafns forvitni- legri afmælissýningu félags- ins Íslensk grafík. Félagið fagnar 45 ára afmæli í ár. Listaverkin eru öll 30 x 30 cm, unnin með ýms- um aðferðum. Heiðursfélagi á sýn- ingunni er Björg Þorsteinsdóttir. 2 Sýningu Önnu Líndal myndlistarkonu, Samheng- issafnið í Harbinger, Freyju- götu 1, lýkur um helgina. Anna verður með listamannsspjall á sunnudag klukkan 16 og segir frá bókverki sem unnið var fyrir sýn- inguna og sýnir hvað getur leynst í lokuðum kössum. 4 Tónleikar undir yfirskriftinni „Ítalskar söngperlur“ verða í Hörpu á sunnudag klukkan 17. Fram koma Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Julian Hewlett píanóleikari, Kvenna- sönghópurinn „Boudoir“ og Ian Wilkinson básúnuleikari. 5 Þungarokksunnendur á land- inu mega ekki missa af hátíð- inni Rokkjötnar sem verður haldin í Eldborgarsal Hörpu á laugardag, frá kl. 16 til miðnættis. Þar verður hægt að baula og skaka makka í takt við drynjandi tóna Mel- rakka, Sólstafa, Dimmu, Skál- maldar, In memoriam og fleiri. 3 Um helgina lýkur í Listasal Mosfellsbæjar hinni áhuga- verðu sýningu Auður á Gljúfrasteini - „Fín frú, sendill og allt þar á milli“. Leiðsögn verður um sýninguna kl. 12 og 15 á laugardag og kl. 15 á sunnudag. MÆLT MEÐ 1 Helgi Felixson kvikmyndagerð-armaður hefur gert yfir tuttuguheimildarkvikmyndir víða um lönd; hér á Íslandi, í Svíþjóð, á Kyrrahafseyjum, í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Nýjasta kvikmynd hans, og Titti Johnson, Vive la France, verður frumsýnd í Háskólabíói á sunnudag kl. 16. Eftir að kvikmyndahátíð- inni lýkur verður hún tekin til sýninga í Bíó Paradís. Sjónum er beint að eftirköstum kjarnorkusprenginga Frakka í Kyrrahafi en í 30 ár gerðu þeir tilraunir á eynni Moruroa og telja sumir sérfræðingar að það magn plútóníums sem sé að finna undir eynni ógni Kyrrahafssvæðinu um aldir. Áhorfendur kynnast fjölskyldu á afskekktri eyju í Frönsku Pólýnesíu. Kua og Teriki eru ást- fangin og hafa komist að því að sonur þeirra er veill fyrir hjarta. Sjö úr fjölskyldu Terii hafa fengið krabbamein og er ástæðan rakin til kjarnorkusprenginganna þar nærri. „Þessi kvikmynd á sér langa sögu,“ segir Helgi. „Árið 1996 vann ég að verkefni á annarri eyju í Suðurhöfum þar sem sagan um þessar kjarnorkutilraunir var sögð út frá perlukafara.“ Þegar Fakkar komu í þessa paradís með sprengjur sínar breyttist líf íbúanna og Helgi hefur viðhaldið tengslum við svæðið. Hann byrjaði að vinna að þessari nýju sögu árið 2006, fór sjö sinn- um þangað suðureftir að kvikmynda, og síð- ustu þrjú ár hafa farið í fjármögnun, sem hann segir hafa verið erfiða, og eftirvinnslu. „Fólkið býr á einum einangraðasta stað á jörðinni, það er flogið þangað aðra hverja viku,“ segir hann. „Það var mjög dýrt að koma þessu saman.“ En það gekk. „Síðustu tvö ár, eftir að hafa gert Guð blessi Ísland og Skaftfelling, hef ég nær ein- göngu unnið að þessu verkefni. Myndin tók heilt ár í klippingu. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég ætti að segja söguna en þá kom þessi fjölskylda inn í myndina en hún hefur verið að berjast við alla þessa sjúkdóma í nokkrar kynslóðir. Annað lag í kvikmyndinni er sögulegs og vísindalegs eðlis; ankerið í verkinu.“ Helgi segir það afar sterka köllun að segja sögur af raunveruleikanum í kvik- myndum. „Hún er óheyrilega sterk. Í raun er það þráhyggja,“ segir hann. „Væri hún ekki til staðar gæti ég ekki sagt þessar sögur. Mað- ur vill alltaf verkefni sem taka á.“ Helgi hefur verið búsettur á Íslandi síð- ustu tvö árin og segir það gott. Hann er þegar með ný verkefni í takinu. Eitt segir hann kallast Yarn (Garn). Hann hefur starf- að talsvert í Suður-Afríku og er að undirbúa gerð nýrrar myndar þar. „Þá er ég alltaf að skoða umhverfismálin, það er mikilvægt,“ segir Helgi. efi@mbl.is NÝ HEIMILDARMYND HELGA FELIXSONAR UM ÁST Í SKUGGA ATÓMBOMBU Sterk köllun að segja sögur KVIKMYND HELGA FELIXSONAR, VIVE LA FRANCE, VERÐUR FRUM- SÝND Á RIFF Á SUNNUDAG. Helgi Felixsson. Ný kvikmynd hans um ást í skugga kjarnorkusprengna á sér langa sögu. Morgunblaðið/RAX ispunktar, þær eru ekki hugsaðar sem lista- verk, og það finnst mér áhugavert.“ Síðast þegar við ræddum saman þekkti Eriksson verk Kjarvals einungis úr bókum. Fékk hann aðra mynd af honum við að kom- ast í kynni við frummyndirnar? „Að vissu leyti en ég skildi hann enn betur þegar ég fór út í íslenska náttúru,“ segir hann. „Þegar ég upplifði formin í náttúrunni hér fannst mér að hún væri mótuð með höndum Kjarvals. Mér finnst ég sjá þessi sömu form í arkitektúrnum, eins og í Þjóð- leikhúsinu eða húsunum í Norðurmýrinni.“ Gegnt langa verkinu sem Eriksson hefur sett saman úr málverkum Kjarvals er lengja úr verkum hans sjálfs, með einni ljósmynd úr nágrenni við vinnustofu hans og gráum málverkum af skuggum á húsi hans. „Þetta verk var á sínum tíma á Fen- eyjatvíæringnum,“ segir hann. „Hér mætir landslagið mitt landslagi Kjarvals. Er þessi verk eru ekki um landslag, hér mæta sænsk málverk íslenskum málverkum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sýning- argestir munu bregðast við nálgun minni, en ég vona að þeir verði ekki pirraðir yfir því að ég tek sum verka Kjarvals úr römmun- um.“ Hann brosir afsakandi. Í Vestursalnum gefur að líta nokkur flenn- istór málverk eftir Eriksson. „Ég er fyrst og fremst áhugasamur um efnin sem ég nota. Fólk spyr mig oft um fyr- irmyndir en ég hef engar. Fyrirmyndin er olíulitir og strigi.“ En verkin enda sem landslagsmyndir? „Já. Ég kem alltaf aftur að náttúrunni, og ég bý í sambýli við náttúru. Ef ég byggi í Berlín litu verkin mögulega öðruvísi út – mér finnst náttúran áhugaverðari en borgin.“ Á sýningunni eru aðallega verk eftir Er- iksson frá síðustu árum en nokkur allt að því fimmtán ára gömul. Í Vestursalnum segist hann hafa reynt að stilla sínum verkum upp á „furðulegan“ hátt með myndum Kjarvals, þó þannig að þau virki vel saman. „Í mínum er jafnvel enn meira hraun en í hans, hvernig sem það má annars vera,“ seg- ir hann og hlær. „Þetta er eins og eitt málverk sem þenst út. Það er eins og þau séu í felulitum og ef þau væru sett út í náttúruna væri erfitt að sjá þau. Þessi framsetning snýst um málverkið,“ segir Eriksson um lengju nokkurra verka Kjarvals. Hann verður með leiðsögn um sýninguna á sunnudag kl. 15. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.