Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014
BÓK VIKUNNAR Í bókinni Grímur Thomsen varpar
Kristján Jóhann Jónsson nýju ljósi á manninn og skáldið sem
þjóðin var ekki alltaf sátt við.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Það er þungur róður að standa íbókaútgáfu á Íslandi og lítil bóka-forlög hætta starfsemi með reglu-
legu millibili og önnur koma í staðinn, oft
einungis tímabundið. Það er því engin
furða að bókaútgefendur og rithöfundar
hafi áhyggjur af væntanlegum bóka-
skatti, sem mun gera viðkvæma grein
enn erfiðari.
Nýlega leit dagsins ljós stórvirkið Líf-
ríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar
eftir Snorra Baldursson líffræðing.
Þetta er vegleg bók í alla staði, afar fal-
lega myndskreytt, vel hönnuð og ein-
staklega innihaldsrík. Þetta er bók sem
allir sem áhuga hafa á náttúru landsins
hljóta að vilja eiga.
Það er ljóst að einungis vel stöndugt
bókaforlag hefur efni á að gefa út stór-
virki eins og þetta. Lítil forlög myndu
einfaldlega bugast
undan kostnaði.
Það er sem sagt
ekkert sjálfsagt við
útgáfu eins og
þessa, sem er ekki
bara metnaðarfull
heldur afar dýr.
Um leið og fagna
ber útkomu bókar
eins og Lífríkis Ís-
lands verður að
hafa í huga að brýnt er að hlúa að útgáfu
verka eins og þessa stórvirkis, en ekki
skattleggja þannig að útgáfan verði við-
komandi fyrirtæki að falli.
Lífríki Íslands er verk sem kallar á að
því sé flett. Kápan er litskrúðug og lífleg
og endalaust má gleyma sér við að skoða
fjölmargar undurfallegar myndir bók-
arinnar sem eru flestar eftir höfundinn.
Mann langar beinlínis til að þjóta út í
frelsi og fegurð náttúrunnar eftir að hafa
flett síðunum. Bókin geymir síðan mikinn
fróðleik sem hægt er að sökkva sér ofan í
og fyrir vikið veit maður svo miklu meira
en maður vissi í gær.
Höfundur hefur sagt í nýlegu viðtali í
Morgunblaðinu að náttúrþekking leiði til
væntumþykju fyrir lífríkinu. Hann hefur
með þessari glæsilegu bók lagt sitt af
mörkum til að auka þá væntumþykju. Þá
er sannarlega til nokkurs unnið.
Íslensk bókaforlög munu halda áfram
að koma og fara í erfiðri atvinnugrein þar
sem fátt er öruggt. Þau stöndugustu, sem
er reyndar sennilega bara eitt forlag,
munu vonandi halda áfram útgáfu á borð
við þessa. Menningarlegur metnaður
verður að fá að njóta sín – en getur ekki
verið ókeypis.
Orðanna hljóðan
LÍFRÍKIÐ
KALLAR
Á SÍNA
Snorri Baldursson er höfundur stórvirkis.
Glæsilegt verk.
Íslendingar hafa tekið skáldsögunni Náð-arstund opnum örmum, en bókin er íefsta sæti metsölulista Eymundsson aðra
vikuna í röð. Aðalpersóna bókarinnar er
Agnes Magnúsdóttir, síðasta konan sem tek-
in var af lífi á Íslandi, árið 1830. Höfundur
bókarinnar er hin ástralska Hannah Kent, en
þetta er fyrsta skáldsaga hennar. Bókin hef-
ur verið þýdd á fjölda tungumála og fengið
sérlega lofsamlega dóma gagnrýnenda.
Eins og fram hefur komið í viðtölum og
umfjöllun kynntist Hannah sögunni af Agnesi
og morðinu á Natani Ketilssyni þegar hún
var skiptinemi hér á landi 17 ára gömul og
allnokkrum árum seinna settist hún niður til
að skrifa söguna.
Hannah lagðist í mikla heimildarvinnu
vegna bókarinnar og gerði sér sérstaklega
far um að finna heimildir um líf Agnesar á
yngri árum og varð nokkuð ágengt. „Ég leit-
aði heimilda, ekki bara um Agnesi, heldur um
ákaflega margt, þar á meðal líf Íslendinga á
þessum tíma, kannaði atburði sem gerðust í
öðrum landshlutum og kynnti mér aðstæður
vinnufólks. Ég nýtti mér allt sem ég gat til
að geta lýst tíðaranda,“ segir hún.
Andrúmsloft sögunnar er magnað, drungi
er yfir sögusviðinu og lesandinn finnur næst-
um fyrir kuldanum og skítnum sem er allt í
kring. „Ég lagði mikið upp úr því að skapa
andrúmsloft og las gamlar ferðasögur útlend-
inga sem komu til Íslands og fann þar ým-
islegt sem ég gat nýtt mér,“ segir Hannah.
„Ég fann til dæmis lýsingar þar sem sagt var
frá því að í torfkofunum gat fólk stundum
ekki sofið fyrir kláða vegna lúsagangs. Í nú-
tímanum erum við vön því að allt sé hreint
og sótthreinsað og teljum ekki æskilegt að
finna líkamslykt. Þetta var allt öðru vísi á
þeim tímum sem ég er að lýsa.“
Spurð hvaða tilfinningar hún beri til
Agnesar segir hún: „Í ellefu ár hugsaði ég
um hana og rannsakaði ævi hennar í þrjú ár.
Tilfinningar mínar til hennar eru flóknar. Ég
vildi ekki skrifa bók sem einkenndist af vor-
kunnsemi í hennar garð. Agnes var ekki sak-
laus. Hún var margbrotin persóna og ég held
að manni þyki alltaf á vissan hátt vænt um
slíkar manneskjur.“
Þessi frumraun hefur hlotið frábærar við-
tökur og Hannah ferðast um heiminn til að
kynna bókina. Eftir að hafa verið hér á land-
inu og kynnt bókina fyrir Íslendingum lá
leiðin til Spánar og Ítalíu „Ég hélt ekki að
Náðarstund yrði sölubók,“ segir hún. „Vel-
gengnin hefur komið gleðilega á óvart og ég
get helst lýst henni sem yfirþyrmandi.“
Allt bendir til að Hollywood-kvikmynd
verði gerð eftir sögunni og Jennifer Law-
rence hefur lýst yfir áhuga á að leika
Agnesi. „Ég sá hana í Winter’s Bone og hún
var dásamleg. Hún er verulega góð leikkona
og getur túlkað hinar myrkari hliðar
Agnesar,“ segir Hannah.
Hannah er nú að skrifa aðra skáldsögu.
„Náðarstund er fyrsta bók mín og ég stefni
að því að verða betri rithöfundur,“ segir hún.
„Kannski mun fólk ekki hafa sama áhuga á
nýju bókinni og Náðarstund, en ég er ekki að
reyna að skrifa metsölubók. Ég er á langri
ferð þar sem markmiðið er að verða betri rit-
höfundur.“
Nýja bókin, sem hún hefur ekki lokið við
að skrifa, gerist á Írlandi á fyrri hluta 19.
aldar. „Þegar ég vann að heimildarvinnu í
sambandi við Náðarstund fann ég frásögn um
barn sem dó á Suður-Írlandi vegna hjátrúar.
Fólk trúði því að eitthvað alvarlegt væri að
barninu og greip til sinna ráða til að lækna
það,“ segir hún og bætir við: „Í bókinni er ég
að kanna hjátrú í litlu samfélagi og það vald
sem hún getur haft yfir fólki.“
NÆSTA SKÁLDSAGA GERIST Á ÍRLANDI Á 19. ÖLD OG FJALLAR UM HJÁTRÚ
Á langri ferð
„Agnes var ekki saklaus. Hún var margbrotin persóna og ég held að manni þyki alltaf á vissan hátt
vænt um slíkar manneskjur,“ segir Hannah Kent, höfundur metsölubókarinnar Náðarstundar.
SKÁLDSAGA UM AGNESI
MAGNÚSDÓTTUR ER Í EFSTA SÆTI
METSÖLULISTA. HÖFUNDURINN
HANNAH KENT SEGIR
TILFINNINGAR SÍNAR TIL AGNESAR
VERA FLÓKNAR.
Ég kann best að meta bækur sem gerast í heimum sem eru ekki okk-
ar heimar, sem fjalla á einn eða annan hátt um yfirnáttúruleg öfl og
ævintýraverur og hluti sem gætu aldrei gerst í okkar tilveru.
En ég les samt mjög mikið af alls kyns bókum, ekki
bara fantasíubókum, en þær eru samt óumdeilanlega
uppáhaldstegundin mín af bókmenntum. Þær bækur
sem skara þar mest fram úr eru Hringadrótt-
inssaga eftir J.R.R. Tolkien og Harry Potter eftir
J.K. Rowling. Ég get lesið þær aftur og aftur og ég
er eiginlega búin að missa töluna á því hvað ég er bú-
in að lesa Hringadróttinssögu oft.
Aðrar góðar ævintýrabækur sem eru í uppáhaldi
hjá mér eru til að mynda The Ink Trilogy eftir
Corneliu Funke. Fyrsta bókin hefur verið þýdd á íslensku og heitir
hún Blekhjarta, eða Inkheart á frummálinu, en hinar tvær hafa
ekki verið þýddar en ég las þær á ensku. Þessar bækur þykja mér
mjög vanmetnar og gæti verið að vond bíómynd sem gerð var eftir
fyrstu bókinni hafi spillt fyrir, því bækurnar eru frábærar. Svo þykir
mér Myrkraefnaþríleikurinn eftir Philip Pullman vera frábær.
Það sem mér finnst frábært við ævintýrabækur er að þær geta
endalaust komið manni óvart, þær eru ófyrirsjáanlegar þar sem þær
heyra ekki undir lögmál okkar heims og leyfa manni að gleyma þeim
heimi sem maður tilheyrir um stund.
Í UPPÁHALDI
KATRÍN SIGRÍÐUR
STEINGRÍMSDÓTTIR
MENNTASKÓLANEMI
Katrín Sigríður er aðdáandi ævintýrabóka sem fjalla um yfirnáttúruleg öfl
og ævintýraverur og koma á óvart og eru ófyrirsjáanlegar.
Morgunblaðið/Kristinn
Hringadróttinssaga.