Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 2

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjarðabyggð | Páll Leifsson vann við það í sjóhúsinu við Mjóeyri á Eskifirði í gær að plokka tennur úr búrhvals- kjálka fyrir bóndann í Snæhvammi í Breiðdal. Hvalinn rak þar á land fyrir nokkru og á Ásta María Herbjörns- dóttir, bóndi í Snæhvammi, hvalrekann. Hvalurinn var að öðru leyti urðaður í fjörunni. Plokkar tennur úr búrhvalskjálka Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson „Þjóðleikhús fyrir alla … nema fatlaða“ er yf- irskrift opins bréfs sem Edda Heiðrún Backman hefur sent þjóðleikhússtjóra og framkvæmda- stjóra Fasteigna ríkissjóðs. Þar hvetur hún til þess að tafarlaust verði brugðist við ákalli um úr- bætur fyrir fólk sem notar hjólastóla svo Þjóðleik- húsið geti staðið undir því að vera leikhús þjóð- arinnar. Tryggja ber öllum aðgengi „Samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum um réttindi fatlaðs fólks ber stjórnvöldum að tryggja öllum aðgengi að opinberum byggingum. Því miður er ekki svo um Þjóðleikhús Íslendinga, þar er hvorki gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í áhorfendasal né við inngang í húsið þannig að til sóma geti talist,“ segir í bréfinu. Hún rekur að þegar fólk í hjólastól komi að Þjóðleikhúsinu þurfi það að fara með tveimur lyft- um, annarri fyrir utan húsið og inn, hinni úr and- dyri og inn í forsal. Þetta væri í sjálfu sér full- nægjandi, ef lyfturnar væru í lagi. Edda Heiðrún segir í bréfinu frá ferð sinni á frumsýningu á Kar- itas 17. október og segist hafa komist klakklaust í gegnum fyrri lyftuferðina inn í anddyrið, en þeg- ar hin lyftan var komin spöl áleiðis hafi hún stopp- að. „Félagar mínir, dóttir mín og vinkona, kölluðu á starfsfólk hússins til aðstoðar, sem eftir langa mæðu gafst upp við að finna bilunina og hringdi á viðgerðarmann. Hann var því miður staddur í öðru sveitarfélagi svo biðin eftir honum var heilar 20 mínútur. Þegar hann loksins kom átti hann í mestu erf- iðleikum með að finna bilunina og á endanum gafst hann upp við að koma lyftunni upp í forsal- inn, en sendi hana (og mig með) niður í kjallara. Þaðan var hægt að lóðsa mig undir sviðið, inn í vörulyftu og í stað þess að dúsa hjá dyraverði bak- sviðs valdi ég að koma mér fyrir í hliðarherbergi leikaranna, sem tóku mér að sjálfsögðu vel, enda alveg að koma hlé,“ skrifar Edda Heiðrún. Dauðagildrur að óbreyttu Hún segir stjórnvöld og forsvarsmenn Þjóðleik- hússins ábyrg fyrir því að aðgengi að húsinu sé viðunandi. „Spurningin er hvort það þurfi virki- lega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert. Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauða- gildrur,“ skrifar Edda Heiðrún. Þjóðleikhús ekki fyrir fatlaða  Edda Heiðrún Backman kallar eftir úrbótum á aðgengi  Segir frá hremm- ingum á frumsýningu  „Þaðan var hægt að lóðsa mig undir sviðið, inn í vörulyftu“ Morgunblaðið/Ómar Vill úrbætur Edda Heiðrún Backman lýsir lífs- reynslu í leikhúsferð fyrir nokkrum dögum. Edda Heiðrún segir að enn bæt- ist í þann hóp fatlaðra leikhús- gesta sem hafi gefist upp á því að fara í Þjóðleikhúsið vegna aðgengis. „Þegar fólk festist í lyftunni þá skiptir að sjálfsögðu máli hvort það er í lyftunni sem er inni í byggingunni eða hinni sem er utandyra,“ skrifar Edda Heiðrún. „Dæmi eru um að leikhús- gestur í hjólastól hafi verið fast- ur í lyftunni utandyra í 45 mín- útur í kafaldsbyl. Þessa frásögn og fleiri svipaðar hef ég hugleitt og satt að segja ekki trúað öðru en að forsvarsmenn Þjóðleik- hússins myndu leggja metnað sinn í að lagfæra lyftubúnaðinn til að forða leikhúsgestum frá jafnömurlegri reynslu. Jafnvel eftir að ég hafði í tvígang sjálf lent í því að festast, annars veg- ar í lyftunni utan við aðalbygg- inguna og hins vegar í lyftunni inn í Kassann við Lindargötu.“ 45 mínútur í kafaldsbyl LEIKHÚSGESTUR Í HJÓLASTÓL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Margir hafa lent í því að svefnfriði þeirra hafi verið raskað með skark- ala á næturnar en fáir hrökkva þó upp af værum blundi af völdum sprenginga sem áttu sér stað fyrir milljörðum ára í stjörnuþokum óra- langt í burtu eins og Páll Jakobsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Ís- lands. Það er þó ekki hávaði frá gamma- blossunum, eins og sprengingarnar nefnast, sem raskar ró Páls, þó að þær séu þær öflugustu sem þekkjast í alheiminum, heldur textaskilaboð í síma sem honum berast frá gervi- tunglum á braut um jörðu sem nema gammageislun. Páll er á vakt um það bil eina viku á tveggja mánaða fresti og þarf að rjúka til og biðja sjónauka á jörðu niðri að finna sprenginguna þegar boðin berast, hvenær sem er sólar- hrings. „Ég var byrjaður á þessu áð- ur en ég eignaðist börn. Þetta var mjög góð æfing að vakna á nóttunni þannig að eftir að ég eignaðist börn er ekkert mál að fara á lappir og skipta um bleiu,“ segir Páll. Notaðir sem rannsóknartól Gammablossar myndast til dæmis þegar gríðarlega massamiklar sól- stjörnur falla saman og mynda svarthol. Þá losnar gríðarleg orka úr læðingi og ná gammageislar, orku- mesti hluti rafsegulsrófsins, frá sprengingunni alla leið til jarðar. Páll hefur eytt síðustu tíu árum í að rannsaka blossana. Hann hefur áhuga á að nota þá sem tól til að rannsaka fjarlæg fyrirbæri alheims- ins sem nánast ómögulegt er að gera með öðrum hætti. „Ef þú ert með vetrarbrautir sem eru fjarlægar og gríðarlega daufar og nær enginn möguleiki að sjá þá er hægt að nota gammablossana til að rannsaka þær. Þegar ein stjarna springur í svona vetrarbraut er hægt að sjá blossann hér. Með því að rannsaka ljósið fáum við mikið af upplýsingum því það skín í gegnum vetrarbrautina. Meðal annars með litrófsgreiningu fáum við fullt af upplýsingum eins og fjarlægðina og frumefnin sem eru í henni.“ Erfitt er að setja orkuna sem losnar í gammablossum í samhengi við eitthvað sem fólk þekkir á jörð- inni. Til marks um hversu öflugir þeir eru þá eru um hundrað millj- arðar sólstjarna í hverri vetrar- braut. Þegar ein stjarna í vetrar- braut springur sem gammablossi skín hún hundrað sinnum bjartar en allar hinar stjörnurnar í henni sam- anlagt. Blossarnir sem menn greina nú eru ævafornir. Þeir elstu áttu sér stað þegar alheimurinn var aðeins 500 milljón ára gamall. Það er aðeins 5% af heildaraldri alheimsins. Gammablossar eru enda fjarlægustu fyrirbæri sem menn hafa greint. Vakinn af bloss- um frá upphafs- árum alheimsins  Vísindamaður vaktar gammablossa Morgunblaðið/ÞÖK Vísindin Páll kennir stjarneðlis- fræði við Háskóla Íslands. Lítil hætta » Gammageislunin sem berst til jarðar frá gammablossum er veik enda hefur hún ferðast langa vegu. » Ef gammablossi ætti sér stað í okkar vetrarbraut gæti orkan við yfirborð jarðar jafn- ast á við kjarnorkuspreng- inguna í Hiroshima í 7 km fjar- lægð. Ólíklegt er þó talið að það gæti gerst. Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Framsýnar, stétt- arfélags Þingey- inga, gagnrýnir forystu ASÍ harð- lega í pistli um ASÍ-þingið í síð- ustu viku á heima- síðu félagsins. Bendir hann á að allir hópar laun- þega hafi fengið umtalsvert meiri launahækkanir en aðildarfélög ASÍ fengu út úr síðustu samningum. „Takist ekki að laga þann mikla halla sem er á kjörum verkafólks og þeirra hópa sem hafa fengið umtals- vert meiri hækkanir er fleytan sem ber nafnið ASÍ búin að vera. Skipi sem fer á hliðina í ólgusjó verður ekki bjargað. Þannig að baráttan verður upp á líf og dauða fyrir for- ystu ASÍ,“ segir Aðalsteinn í pistl- inum. Þá er fleytan sem heitir ASÍ búin að vera Aðalsteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.