Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 6

Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tvær miklar, alþjóðlegar ráðstefnur um Norðurhjara fara fram í Reykja- vík þessa vikuna og óhætt að segja að þær sýni vel vaxandi áhuga margra þjóða á málefninu. Fjöldi háttsettra stjórnmálamanna, athafnamanna, embættismanna og virtra vísinda- manna, íslenskra sem erlendra, sæk- ir þessar ráðstefnur. Sú fyrri, sem haldin er á vegum Al- þjóðastofnunar Háskóla Íslands, hófst í gær og eru helstu þemu sjálf- bærni, samstarf og stjórnun á norð- urheimsskautssvæðinu. Fyrirlesarar eru m.a. frá Kanada, Bandaríkj- unum, Rússlandi, Noregi og Dan- mörku. Johannes Riber Nordby, sem starfar við Konunglega varnarmála- skólann í Danmörku, fjallar um reip- togið milli sameiginlegra hagsmuna og afstöðu einstakra ríkja. Og Jesse Hastings, fyrirlesari við Þjóðarhá- skóla Singapúr, ræðir um áhuga As- íuþjóða, fyrirlestur hans ber nafnið Sókn Asíu á norðurskautssvæði í deiglu. Hin ráðstefnan, sem verður dag- ana 31. október til 2. nóvember, er jafnvel enn viðameiri og er haldin á vegum Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle), alþjóðlegra samtaka sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti átti mikinn þátt í að hleypa af stokk- unum. Meðal ræðumanna eru Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Ohyig Kwon, einn af stjórnendum suður- kóreska risafyrirtækisins Daewoo. Einn þekktasti þátttakandinn er Michel Rocard, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands, sem er sér- stakur fulltrúi franskra stjórnvalda þegar kemur að norðurslóðamálum. Rocard hefur m.a. reynt að tryggja að ríki sem ekki eiga land að norðurheimskautssvæðinu geti haft áhrif á reglur og ákvarðanir sem einkum eru nú teknar á vettvangi Norðurheimskautsráðsins þar sem Ísland er eitt aðildarríkja. Ónýtt náttúruauðæfi á Norðurhjara Á báðum ráðstefnum er fjallað ítarlega um efnahagsþróun, auð- lindanýtingu, lagaramma, umhverf- isvernd og öryggismál. Fram hefur komið á síðustu árum að geysimikil, ónýtt náttúruauðæfi er að finna á Norðurhjara, ekki síst á Grænlandi. En einnig gera margir sér vonir um að hlýnandi loftslag bræði svo mikið af ísnum að hægt verði innan fárra ára að nýta siglingaleiðir um svæðið. Þannig mætti stytta mjög siglinga- tímann milli t.d. Vestur-Evrópu og Austur-Asíu. Loks má nefna hern- aðarlegt mikilvægi svæðisins en bent hefur verið á að takist ekki að semja um viðkvæm ágreiningsmál gæti það leitt til átaka. Rússar hafa á síðustu árum eflt mjög viðbúnað sinn á svæð- inu. Tvær miklar ráðstefnur á Ís- landi um málefni norðurslóða  Fjöldi þekktra stjórnmálamanna og vísindamanna meðal þátttakenda Morgunblaðið/Kristinn Heimskautaráðstefna Fjöldi háttsettra stjórnmálamanna og virtra vísindamanna sækir ráðstefnur. Nokkur áhugi er á kaupum á tveim- ur af þeim fjórum jörðum sem Rík- iskaup eru með til sölu fyrir ríkið. Jarðirnar eru Iðunnarstaðir í Lund- arreykjadal í Borgarfirði og Litli- Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Ekki fengust nógu há tilboð, að mati ríkisins, þegar jarðirnar voru aug- lýstar opinberlega í sumar en þær eru nú auglýstar á vef Ríkiskaupa. Vel á annan tug tilboða barst í Litla-Kamb þegar jörðin var auglýst í sumar. Þetta er um 190 hektara jörð en íbúðarhús og útihús þarfnast endurbóta. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 180 milljónir króna. Tilboðs- gjafi gat ekki staðið við það og ákvað fjármálaráðuneytið þá að hafna öll- um tilboðum og fresta sölu. Enn fleiri tilboð bárust í Iðunnar- staði. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 40 milljónir en viðkomandi óskaði eftir að falla frá því og var þá ákveð- ið að fresta sölu. Jörðin er talin vera um 980 ha að stærð og með smá- kvóta og veiðihlunnindi en útihús eru illa farin og íbúðarhús ónýtt. Einnig eru til sölu jarðirnar Stóra-Hraun við Eyrarbakka sem og Hlíðarberg í Hornafirði sem er 17 ha landskiki með stóru andahúsi. helgi@mbl.is Litli-Kambur Íbúðarhúsið á Litla- Kambi þarfnast endurbóta. Spáð í tvær ríkisjarðir Ingjaldur Hannibals- son, prófessor við Há- skóla Íslands, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík laug- ardaginn 25. október, 62 ára að aldri. Ingjaldur fæddist 17. nóvember 1951 og voru foreldrar hans Hólm- fríður Ingjaldsdóttir og Hannibal Valdimars- son. Ingjaldur lauk M.Sc. prófi árið 1975 og Ph.D. prófi í iðnaðar- verkfræði árið 1978 frá Ohio State University. Árið 1978 hóf hann störf sem stundakennari við Háskóla Íslands og varð fastráðinn dósent árið 1982, lengst af í hlutastarfi. Hann sinnti einnig öðrum störfum og var m.a. forstjóri Iðntæknistofnunar, for- stjóri Álafoss og fram- kvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs Íslands. Árið 1993 hóf hann fullt starf við Háskóla Íslands og varð pró- fessor við skólann í Viðskipta- og hagfræðideild árið 1997. Ingjaldur sinnti mörgum trúnaðar- störfum innan Háskóla Íslands, m.a. sem framkvæmdastjóri rekstrar- og fram- kvæmdasviðs skólans. Ingjaldur var einnig mikill heimshornaflakkari og hafði nýlega náð því markmiði sínu að heimsækja öll 193 aðildarlönd Sam- einuðu þjóðanna, verkefni sem tók hann 49 ár en síðustu 63 löndin heimsótti hann á síðustu tíu árum. Andlát Ingjaldur Hannibalsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða,“ sagði Ásmundur Stefánsson, hagfræðing- ur og fyrrverandi forseti ASÍ, er hann flutti erindi á þingi ASÍ í sein- ustu viku. Þar fjallaði hann um jöfn- uð og velferð og birti tölur um launaþróun. Meðalárslaun framteljenda í fyrra að frátöldum hlunnindum voru svip- uð og þau voru á árunum 2001 til 2002, reiknað á verðlagi síðasta árs, að því er fram kemur í útreikningum Ásmundar á launatekjum framtelj- enda, þar sem sagði „að frá 1993 og fram til 2007 vorum við á rosalega góðri siglingu. Við sjáum líka að við féllum svo niður um einn fjórða á árabilinu 2007 til 2010. Við erum síð- an að saxa á muninn og erum komin aftur upp í 3,1 [milljón í meðalárs- laun], sem eru svipaðar tölur og voru 2001 eða 2002“. Hafa ber í huga að um 24% fram- teljenda höfðu engar launatekjur 2013 m.a. vegna náms eða af öðrum ástæðum en það hlutfall var 21% á árinu 1992. Ásmundur benti einnig á að kaupmáttur hefði vaxið frá þess- um tíma. Hæstu tekjur á bólu- árunum hrein froða Hann bar einnig saman meðalárs- laun í evrum á árinu 2010 milli þjóða þar sem reiknuð eru jafnvirðisgildi, sem leiðir í ljós að þá var tímakaup á Íslandi 12% undir meðaltalinu í Evr- ópusambandinu og vinnutíminn hér 9% lengri. Frá árinu 2010 hafi hins vegar átt sér stað hækkanir launa hér verulega umfram það sem orðið hefur í löndunum í kringum okkur að sögn hans. Raunlaun hafa hækkað frá 2010-2014 yfir 10%. „Við erum að komast á þann sess sem þær þjóðir eru á sem við viljum bera okkur saman við, þótt enn vanti nokkuð á.“ Ásmundur birti einnig saman- burðaryfirlit OECD frá árinu 2010 sem sýnir að jöfnuður er meiri á Ís- landi en í öðrum OECD-löndum. Sagði hann sama hvaða aðferð væri notuð við samanburðinn; Ís- lendingar stæðu vel og jöfnuður væri meiri hér en í öðrum löndum. Þá sýndu gögn Hagstofunnar að jöfnuður hefði vaxið á Íslandi frá árinu 2010. Ásmundur hefur einnig tekið sam- an yfirlit yfir þróun tekna hjóna sem tilheyra tekjuhæsta eina prósenti framteljenda. Á árunum 1992 til 1996 voru laun uppistaðan í tekjum þessa hóps að viðbættum einhverj- um innlendum vaxtatekjum og af- komu af fasteignum. Áratug síðar er hins vegar söluhagnaður hlutabréfa orðinn allsráðandi í tekjunum, sem Ásmundur segir að sé þó að mestu leyti froða. Leikur að sápukúlum „Menn seldu hlutabréf með stór- gróða og notuðu gróðann yfirleitt til þess að kaupa önnur hlutabréf, seldu þau aftur með enn meiri gróða og keyptu meiri hlutabréf og svo allt í einu voru hlutabréf ekkert voða- lega sniðug,“ sagði hann. „Hæstu tekjur á bóluárunum voru hrein froða,“ sagði Ásmundur. Sumir hafi komið ríkir út úr þessu með því að fjárfesta í útlöndum, í fasteignum eða einhverju sem stóð af sér hrunið, „en fyrir flesta var þetta bara leikur að sápukúlum“. Ójöfnuðurinn er hvergi minni en hér  Árslaunin í fyrra voru komin á svipaðan stað og á árunum 2001-2002  Hæstu tekjur á bóluárunum voru hrein froða Þróun meðalárslauna m.kr. 2,2 m.kr. 3,9 m.kr. 2,9 m.kr. 3,1 m.kr. 4 3 2 1 0 1992 2013 Meðalárslaun allra framteljenda án hlunninda 1992-2013. Á verðlagi 2013. Hjón talin sem tveir einstaklingar. Heimild: Ásmundur Stefánsson gögn frá RSK Solund Verft AS Norway will be in Reykjavík 30th and 31th of October looking for workers Electro Mechanic, piping/hydraulic, welder. For other company also Building engineer and plumber. Contact information: Mr. Eide at post@solundverft.no MVH Svein-Tore Eide Daglig leiar Solund Verft AS Telefonr.+47 91651051 Telefaks. +47 57787200 svein-tore@solundverft.no Iðnaðarmenn óskast www.solundverft.no

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.