Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is Karlar fremja 97% kynferðislegs ofbeldis á stúlkum og 71% brota á drengjum. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Sparilegir jakkar og toppar í úrvali St.36-52 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111. Kápur og jakkar Kringlunni 4c Sími 568 4900 Í nýrri skýrslu UNICEF um áhrif hrunsins 2008 kemur meðal annars fram að barnafátækt hafi aukist mest á Íslandi meðal efnameiri ríkja miðað við lágtekjumörk 2008 og hag- ur barnafjölskyldna færst aftur til ársins 2003. Borin voru saman gögn frá 41 ríki innan OECD og Evrópu- sambandsins. Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm tuttugu prósentustig frá árinu 2008 (11,2%) til ársins 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008 en með því að nota þau lágtekjumörk leitast skýrslu- höfundar við að varpa sérstaklega ljósi á áhrif efna- hagsþrenging- anna 2008. Í skýrslunni kemur fram að Ísland lendir í neðsta sæti þeirra landa sem borin eru saman. Það land sem stóðst samanburðinn best er Síle. Ríkið er á meðal átján landa sem náðu að minnka fátækt á meðal barna eftir sama mælikvarða. Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, leggur áherslu á að í skýrslunni sé miðað við sama lágtekjumark árið 2012 og það var árið 2008 og þannig fáist svo aukningin í barnafátækt hér á landi. Samanburðurinn sýni þannig eingöngu hvaða áhrif hrunið hefur haft á stöðuna hér á landi en lág- tekjumarkið 2008 hafi verið mjög hátt og uppblásið. „Skorturinn er engu að síður til staðar,“ bætir hann við og að skýrsl- an sýni einnig fram á að skortur á efnislegum gæðum hjá barnafjöl- skyldum hafi aukist á tímabilinu 2008-2012. Fram kemur í skýrslunni að barn líður efnislegan skort ef heimilið sem það býr á hefur ekki ráð á fjórum eða fleiri atriðum á níu at- riða lista sem segir til um lífsgæði. Sem dæmi má nefna afborgun á leigu eða húsnæðislánum, ferðalög og frí og próteinríkar máltíðir. Velferð barna á oddinn Bergsteinn bendir á að starfrækt sé Velferðarvakt velferðarráðuneyt- isins þar sem stjórnvöld og fulltrúar félagasamtaka leiti eftir lausnum gegn sárafátækt og fátækt barna- fjölskyldna. Á döfinni sé að skila til ráðherra tillögum um hvernig auka megi árangur við að útrýma fátækt á Íslandi. Skýrslan taki þannig af skarið og sýni fram á brýna þörf þess að stjórnvöld setji réttindi og velferð barna á oddinn og geri þau miðlæg í stefnumótun og áætlanagerð. Aðspurður sér Bergsteinn einkum fyrir sér úrræði í gegnum bótakerf- ið, skattkerfið og húsnæðiskerfið ásamt þróun sértækra leiða fyrir við- kvæma hópa. Eigi slík úrræði að vera tæk bæði þegar vel árar og sér- staklega þegar í harðbakkann slær. Barnafátækt hefur aukist mest á Íslandi  Áhrif efnahagsþrenginganna á ís- lensk börn miðað við lágtekjumark 2008 Morgunblaðið/Eggert Börn Mynd tekin á skiptidótamark- aði UNICEF fyrr á árinu. Að mati lögmannsstofunnar LEX er ekki nokkur vafi á að Mjólkur- samsalan ehf. telst vera afurðastöð í skilningi 2. gr. búvörulaga, enda tekur Mjólkursamsalan ehf. við mjólk úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og dreifingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Mjólkursamsalan sendi frá sér í gær. Í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að Kú, sem hefur kært MS og Kaupfélag Skagfirðinga fyrir ólög- mætt samráð, telur að MS hafi ranglega verið skilgreind sem af- urðastöð í skilningi búvörulaga. Þessu hafnar Mjólkursamsalan alfarið og vísar í lögfræðilega úttekt lögmannsstofunnar máli sínu til stuðnings. Afurðastöð í skiln- ingi búvörulaga Þar segir ennfremur: „Mjólkur- samsalan ehf. er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu um 650 kúabænda um land allt. Hlutverk félagsins er að taka á móti mjólk frá eigendum sínum og umbreyta í hollar og góðar mjólkur- afurðir í takt við þarfir íslenskra neytenda. Félagið heldur úti öflugu dreifingarkerfi sem tryggir nánast öllum landsmönnum reglulegan að- gang að ferskum mjólkurvörum.“ Þá liggur ljóst fyrir að hvor tveggja þau stjórnvöld sem fara með framkvæmd búvörulaga og Samkeppniseftirlitið telja Mjólk- ursamsöluna ehf. vera afurðastöð í skilningi þeirra. Segir MS vera afurðastöð  Mjólkursamsalan hafnar fullyrðingu mjólkurbúsins Kú Hagþróun á meðal barnafjöl- skyldna á Íslandi hefur færst aftur til ársins 2003 og dreifist ójafnt á milli þjóðfélagshópa. Það mun hafa augljósar lang- tímaafleiðingar fyrir börn, að mati Bergsteins Jónssonar. Áhrif efnahagshrunsins á vel- ferð og möguleika ungmenna á aldrinum 15-24 ára voru einnig mæld í skýrslunni. Þeim sem nú eru án atvinnu og ekki í námi eða starfsþjálfun fjölgaði gríð- arlega í mörgum löndum. 7,5 milljón ungmenna innan Evr- ópusambandsins tilheyrðu þessum hópi árið 2013. Stórt stökk aftur á bak SKÝRSLA UNICEF Bergsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.