Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 11

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 11
Heiðdís er í fullu starfi hjá Esk- imo Models, bæði sem skrifstofu- manneskja og ljósmyndari. „Ég hef verið taka myndir á eigin vegum, ungbarnamyndir, fjölskyldumyndir og fleira. Svo hef ég líka verið að taka tískuljósmyndir fyrir blaðið mitt, Dea Magazine, sem er ljós- myndatímarit sem ég gef út á net- inu. Áttunda tölublaðið kom nýlega út en það hefur vantað vettvang fyr- ir unga ljósmyndara til að koma sér á framfæri. Tímaritið er öllum opið og frítt. Það er mest skoðað af Ís- lendingum en Bandaríkjamenn og Bretar koma þar á eftir. Svo hefur komið á óvart hversu vinsælt það er hjá Kínverjum, en þeir eru í fjórða sæti þeirra þjóða sem skoða blaðið og það er líka ágætis lestur í Rúss- landi. Blaðið fer út um allan heim.“ Heðidís segir hafa verið á listnáms- braut í FB þegar hún ákvað að læra ljósmyndun. „Ég var í filmuáfanga sem varð til þess að mig langaði að kynnast þessu betur og læra meira og hef ekki séð eftir því. Ég fór beint eftir stúdentspróf í tækniskól- ann til að læra ljósmyndun og svo lærði ég líka grafíska miðlun, sem kemur sér vel í blaðaútgáfunni, því ég set blaðið upp sjálf,“ segir Heið- dís og bætir við að næsta tölublað komi í desember. Gleði Heiðdís og Styrmir Kári sáu um að ljósmynda þegar Markus og Peggy komu til Íslands að gifta sig. Ljósmynd/M. Flóvent Töfrar Þessar svífandi meyjar í íslenskri náttúru má sjá í Dea Magazine. Rólustelpa Fagurgreidd brúðurin Peggy rólaði sér í Heiðmörk. Ljósmynd/Styrmir Kári Flott Heiðdís með myndavélina. Þeir sem vilja panta myndatöku hjá Heiðdísi og Styrmi geta sent tölvupóst á: styrmirheiddis@gmail.com Vefsíða Heiðdísar og Styrmis með brúðkaups- og paramyndum: styrmir-heiddis.com Ljósmyndatímarit Heiðdísar á netinu: issuu.com/deamagazine Facebook/Dea Magazine DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Audi Q5 Stílhreinn og fjórhjóladrifinn Kröfur eiganda Audi hafa sett há viðmið hvað varðar notagildi og útlit. Audi Q5 er glæsilegur bíll og með quattro fjórhjóladrifinu er fátt sem stoppar hann. Meðal staðalbúnaðar bifreiðarinnar eru leðurklædd sæti, BI-Xenon ökuljós, LED dagljós, þrískipt sjálfvirk loftkæling, rafdrifin opnun á afturhlera, Bluetooth símabúnaður, skyggðar rúður ásamt öðrum sjálfsögðum þægindum. Audi Q5 er sérstaklega vel búinn og tilbúinn fyrir íslenskar aðstæður. Verð frá kr. 9.040.000,- 2.0 TDI, 177 hö, sjálfskiptur – Aukabúnaður á mynd: „Offroad“- pakki HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.