Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Íslenskt klausturlíf á miðöldum var
blómlegt, starfrækt voru 14 klaustur
víða um land frá 11. öld og fram yfir
siðaskipti og gegndu þau veigamiklu
samfélagshlutverki. Undanfarið eitt
og hálft ár hefur
þverfaglegur
hópur vísinda- og
fræðimanna leit-
að þessara 14
klaustra, vitað er
um nákvæma
staðsetningu
sumra þeirra og
þegar hafa fimm
klausturstaðir
verið rannsakað-
ir. Áætlað er að halda áfram að safna
gögnum næstu tvö sumur og er víða
leitað fanga í rannsókninni. Í hópn-
um eru, auk fornleifafræðinga,
safnafræðingur, vistfræðingur, skor-
dýrafræðingur og sagnfræðingur.
„Áður en við fórum af stað var ein-
ungis vitað með vissu hvar tvö af
klaustrunum voru staðsett,“ segir
Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófess-
or í fornleifafræði, ein þeirra sem
vinna að rannsókninni. „Skriðu-
klaustur, sem þegar hefur verið
grafið upp, og Kirkjubæjarklaustur.
Núna erum við með staðsetningu um
helmings klaustranna fjórtán á
hreinu.“
Þorp í kringum klaustrin
Eins og sést á meðfylgjandi korti
dreifðust klaustrin víða um land.
Fyrsta klaustrið sem vitað er um
með vissu hér á landi var á Bæ í
Borgarfirði, stofnað 1030. Hópurinn
var við rannsóknir á Bæ síðasta sum-
ar og fundust þá ýmsar minjar frá
klausturtímanum, m.a. steinn með
krossi.
En ýmislegt annað en fornir gripir
getur gefið vísbendingar um stað-
setningu klaustra. Við rannsóknirn-
ar eru tekin jarðvegssýni, fræ
plantna eru skoðuð og sömuleiðis
skordýr. Þá eru örnefni könnuð og
leitað fanga í rituðum heimildum,
m.a. samningum sem klaustrin
gerðu við starfsfólk og gefa þeir upp-
lýsingar um aðbúnað fólksins. „Mik-
ið af þeim plöntum sem nú eru til á
Íslandi var flutt inn á vegum klaustr-
anna,“ segir Steinunn.
Hún segir nokkrar ranghugmynd-
ir vera uppi um hlutverk og stöðu
klaustranna í miðaldasamfélaginu.
„Það hefur löngum verið litið á
klaustrin sem miðstöðvar bókagerð-
ar. Vissulega voru þar búnar til og
skrifaðar verðmætar bækur, m.a. til
tekjuöflunar. En þetta voru aðallega
þjónustustofnanir Rómarkirkju við
almenning. Þarna voru spítalar, fá-
tækum sinnt og þar starfaði fjöldi
fólks við að sinna jörðum og búpen-
ingi. Öll þessi umsvif kostuðu
mannafla. Í kringum klaustrin
byggðust hálfgerð þorp.“
Steinunn mun gera grein fyrir
helstu áherslum í leitinni og fyrstu
niðurstöðum hennar í fyrirlestri á
vegum Miðaldastofu Háskóla Ís-
lands á morgun, fimmtudag.
Fræðimenn leita
fjórtán klaustra
Klaustrin voru mikilvægar samfélagsstofnanir Ekki
bara bókagerð og sagnaritun Skoða skordýr og gróður
Um allt land Steinunn segir sömu lögmál hafa gilt um staðsetningu klaustra
hér á landi og í öðrum löndum; mikilvægt hafi þótt að þau væru í alfaraleið.
Flatey
(1172-1184)
Helgafell
(1184-1543)
Viðey
(1226-1539)
Saurbær
(1200-1224)
Þingeyrar
(1200-1224)
Reynistaður
(1295-1551)
Keldur
(1193-?)
SKÁLHOLT 1056
HÓLAR 1106
Hítardalur (1166-1207)
Skriða (1493-1554)
Þykkvabær (1168-1548)
Kirkjubær (1186-1542)
Möðruvellir (1295-1547)
Munkaþverá (1155-1551)
Bær (1030-1049)
Klausturlíf
» Af þessum 14 klaustrum
voru tvö nunnuklaustur.
» Talið er að 10-15 munkar eða
nunnur hafi verið í flestum
þeirra, flest voru Íslendingar.
» Að sögn Steinunnar er
gjarnan miðað við að í hverju
klaustri hafi verið a.m.k. tvisv-
ar sinnum fleiri starfsmenn.
» Starfstími klaustranna var
mislangur, frá nokkrum árum
upp í nokkur hundruð ár.
Steinunn
Kristjánsdóttir
Stafrænt gróðurkort, sem starfsfólk
Náttúrufræðistofnunar Íslands vann
í samvinnu við Skorradalshrepp og
með stuðningi umhverfisráðuneytis-
ins kom út á dög-
unum. Það miðast
við að fyrir liggi
upplýsingar sem
nota má við
hættumat vegna
skógarelda. Kort-
ið er í kvarðanum
1:25.000 og er
heimild um nú-
verandi gróður-
far og nýtist því
vel við skipulags-
vinnu, umhverfisvöktun og rann-
sóknir. Á kortinu eru undir alls 115
km² og nær 41 gróðurfélag yfir rúm-
lega 4/5 af dalnum.
Viðbragð við dauðans alvöru
Gróðurkortið var unnið á grunni
fyrirliggjandi gagna frá Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins sem eitt
sinn var. Gömul kort voru endur-
skoðuð og teiknuð á stafrænan hátt
með hliðsjón af nýjustu loftmyndum.
Ræktaður skógur á nýja kortinu var
færður inn samkvæmt gögnum
Skógræktarinnar.
„Kortagerðin er hlut af viðbragði
við dauðans alvöru. Skorradalurinn
er nú talinn með hættulegustu sum-
arhúsasvæðunum á landinu hvað
varðar gróðurelda. Það eru líkur á
því að fólki í sumarhúsunum geti
verið hætta búin af völdum mögu-
legra elda í dalnum,“ segir K. Hulda
Guðmundsdóttir skógarbóndi á Fitj-
um í Skorradal. Hún hefur verið
hvatamaður að þessari kortagerð og
segir áhættugreiningu vegna elda á
svæðinu vera mikilvæga. Stafrænt
gróðurkort sé hluti af því.
„Þetta verður vonandi fordæmi
öðrum sveitarfélögum sem hyggjast
efla viðnámsþrótt sinn gegn gróður-
eldavá og annarri hættu ef svo ber
undir,“ segir Hulda.
sbs@mbl.is
Stafrænt kort af
dalnum er eldvörn
Forvarnir vegna
hættu í Skorradal
Morgunblaðið/RAX
Skorradalur Hlíðar eru skógi vaxn-
ar frá vatni upp á fjallsbrúnirnar.
K. Hulda
Guðmundsdóttir
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Krakkarnir voru jákvæðir. Fyrir-
lesturinn hennar Siggu var mjög
léttur og þau hlógu og þetta fór al-
mennt vel í þau,“ segir Eva Björk
Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri
æskulýðssambands þjóðkirkjunnar,
um fræðsluhluta landsmóts ÆSKÞ á
Hvammstanga sl. helgi. Þar var m.a.
fjallað um kynhegðun og kynheil-
brigði. Að fræðslunni komu Sigga
Dögg kynfræðingur, Þorbjörg
Sveinsdóttir, sálfræðingur hjá
Barnahúsi, og sr. Sigurvin Lárus
Jónsson æskulýðsprestur, en um
625 ungmenni og umsjónarmenn
sóttu mótið.
Að sögn Evu fjallaði Sigga Dögg
um líkamann og heilbrigða sjálfs-
mynd, Þorbjörg um kynferðisofbeldi
og klámmenningu og Sigurvin um
sköpunarsöguna og kristna kynlífs-
siðfræði, svo eitthvað sé nefnt. Í
fyrsta sinn á landsmóti ÆSKÞ var
ekki skyldumæting í fræðsluna og
ungmennunum var frjálst að yfir-
gefa salinn þar sem fræðslan fór
fram, ef og þegar þau vildu. Margir
nýttu sér það, að sögn Evu.
„Efnið var kynnt fyrirfram auðvit-
að; að það væri kynfræðsla, og það
stóð í bæklingi mótsins sem þau
fengu áður en þau komu. Svo voru
leiðtogarnir undirbúnir á föstudags-
kvöldinu og þeir töluðu svo við börn-
in og undirbjuggu þau; það var sett í
þeirra hendur,“ segir Eva.
Ungmennunum, sem eru á aldr-
inum 14-17 ára, var ekki gefinn kost-
ur á því að spyrja spurninga fyrir
framan hópinn en að sögn Evu var
Þorbjörg til viðtals frameftir degi í
svokölluðu hvíslhorni, þar sem hægt
var að leita til hennar með fyrir-
spurnir.
Fagfólk sinnir kynfræðslunni
„Það eru engin málefni í mann-
legu samfélagi kirkjunni óviðkom-
andi,“ segir Sigurvin um þá ákvörð-
un stjórnar ÆSKÞ að fjalla um
kynhegðun og kynheilbrigði á lands-
mótinu. „Það er náttúrlega bara
mjög mikilvægt að ræða á opinskáan
hátt um kynlíf við unglinga. Það
dynja á þeim skilaboð úr öllum átt-
um sem halda á lofti kvenfyrirlitn-
ingu og hlutgervingu kvenna og
koma úr klámiðnaðinum. Og við er-
um að stuðla að heilbrigði ungs fólks
með því að ræða um kynheilbrigði
innan kirkjunnar,“ segir hann.
Sigurvin bendir á að umfjöllun um
kynheilbrigði hafi verið fastur þátt-
ur fermingarfræðslu í mörgum
kirkjum en það hafi verið stefnan að
leita til fagfólks með kynfræðsluna.
„Það er okkar prestanna að ræða um
kynlífssiðfræði frá kristnum sjón-
arhóli en svo eftirlátum við fagfólk-
inu að vera með hina eiginlegu
fræðslu,“ segir Sigurvin.
Gaman Landsmótið heppnaðist vel og kann Eva íbúum Hvammstanga mikl-
ar þakkir fyrir móttökurnar. Margir þeirra gáfu vinnu sína við mótið.
Kynfræðsla og
kynlífssiðferði