Morgunblaðið - 29.10.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og
hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin
að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði
og snjalla þráðlausa tengingu.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Fyrstu snjall-
heyrnartækin
Hollar vörur
úr náttúrunni
í hæsta gæðaflokki
H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Hagnaður MP banka á þriðja árs-
fjórðungi eftir skatta nam 255 millj-
ónum króna og nærri tvöfaldaðist
frá sama tímabili árið 2013. Sé tekið
tillit til einskiptisliða á fjórðungnum
– sölu á dótturfélaginu MP Pension
Funds Baltic – þá nam hagnaðurinn
135 milljónum króna. Var hagnaður
af rekstri bankans alla mánuði
þriðja ársfjórðungs.
Þetta kemur fram í kynningu á
fjárhagsstöðu bankans eftir fyrstu
níu mánuði ársins sem Morgunblað-
ið hefur undir höndum. Talsverð
umskipti hafa því orðið á rekstri
bankans á allra síðustu mánuðum en
á fyrri árshelmingi var tap á rekstr-
inum að fjárhæð 159 milljónir króna.
Hreinar rekstrartekjur MP banka
námu 937 milljónum króna á þriðja
fjórðungi og hafa aukist um liðlega
10% frá sama tíma á síðasta ári.
Á síðustu misserum hefur bank-
inn ráðist í umtalsverðar hagræð-
ingaraðgerðir með sölu eigna og
fækkun starfsmanna um 45% á einu
ári. Hafa þær aðgerðir skilað því að
rekstrarkostnaður hefur lækkað um
27% á milli ára og var 658 milljónir
króna á þriðja fjórðungi.
Í kynningu á fjárhagsstöðu bank-
ans segir að þóknanatekjur hafi auk-
ist þrátt fyrir hagræðingaraðgerðir
en þær námu 420 milljónum á fjórð-
ungnum. Markaðshlutdeild bankans
í skuldabréfum í Kauphöllinni er
19,6% og hefur haldist nánast
óbreytt frá fyrra ári. Hins vegar
hefur bankinn misst nokkuð af
markaðshlutdeild í hlutabréfum sem
var 12,4% í lok september á þessu
ári.
Vanskilahlutfall undir 1%.
Hefur eiginfjárhluthlutfall MP
banka styrkst nokkuð það sem af er
ári og er yfir 17% miðað við eig-
infjárgrunn á þriðja ársfjórðungi.
Er eigið fé bankans ríflega 5,1 millj-
arðar króna. Vanskilahlutfall er
komið undir 1% og lækkaði um
meira en helming frá fyrri fjórðungi.
Í kynningunni kemur fram að hrein-
ar lausafjáreignir bankans séu 18
milljarðar króna. Eru lausafjáreign-
ir um 45% af heildareignum bank-
ans en 70% sem hlutfall innlána.
Auk sölu á MP Pension Baltic
Funds, sem er sérhæft lífeyrisfyr-
irtæki, hefur bankinn á þessu ári
gengið frá sölu á 27% eignarhlut sín-
um í fjármálafyrirtækinu Gamma og
Lykli, eignaleigusviði bankans, til
Lýsingar. Á síðustu mánuðum hefur
bankinn og hluthafar hans kannað
ýmsa möguleika til sameiningar við
önnur fjármálafyrirtæki. Þannig
greindi Morgunblaðið frá því í sum-
ar að bankinn hefði meðal annars átt
í viðræðum við Virðingu og Straum
um mögulega sameiningu félaganna.
Ekkert varð hins vegar úr þeim og
formlegum viðræðum MP banka og
Virðingar var slitið í byrjun þessa
mánaðar.
MP hagnast um 255 milljónir
Ljósmynd/Arnaldur
Umskipti Eftir hagræðingu hefur rekstrarkostnaður minnkað um 27%.
Hagnaður MP banka á þriðja fjórðungi tvöfaldaðist á milli ára Var 135 milljónir ef tekið er tillit til
sölu á dótturfélagi Rekstrarkostnaður lækkaði um 27% á milli ára og er nú um 200 milljónir á mánuði
Íslandsbanki kýs að tjá sig ekki um
viðskipti fyrrverandi starfsmanna
fyrirtækjaráðgjafar bankans
vegna kaupa þeirra á stórum eign-
arhlut í félagi tengdu Skeljungi ár-
ið 2011.
Frá því var greint í Morgun-
blaðinu í gær að þau Halla Sigrún
Hjartardóttir, stjórnarformaður
FME, Einar Örn Ólafsson, fyrrver-
andi forstjóri Skeljungs, og Kári
Þór Guðjónsson, ráðgjafi og fjár-
festir, hefðu hagnast hvert um lið-
lega 830 milljónir króna við sölu á
Skeljungi og færeyska olíufélaginu
P/F Magn í lok árs 2013.
Þau störfuðu öll samtímis í fyr-
irtækjaráðgjöf Íslandsbanka en
hættu þar störfum árið 2009 og
undir lok árs 2011. Bankinn hafði
umsjón með sölu á Skeljungi til
hjónanna Svanhildar Nönnu Vig-
fúsdóttur og Guðmundar Arnar
Þórðarsonar. Hedda eignarhalds-
félag, sem var að fullu í eigu
hjónanna, keypti sömuleiðis P/F
Magn af þrotabúi Fons vorið 2009.
Var kaupverðið aðeins á þriðja
hundrað milljóna. Tveimur árum
síðar seldu Svanhildur og Guð-
mundur 66% hlut í því félagi til
þremenninganna. Var Halla þá
starfandi sem framkvæmdastjóri
fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka.
P/F Magn, ásamt Skeljungi, var
síðan selt fyrir samtals átta millj-
arða í árslok 2013.
Halla Sigrún hefur áður neitað
því í fjölmiðlum að hafa átt hlut í
Skeljungi eða tengdum félögum.
Félag í hennar eigu fór með 22%
eignarhlut í Heddu, að því er fram
kemur í ársreikningi. Það félag átti
66% hlut í P/F Magn og 25% hlut í
Skeljungi í árslok 2013. Halla var
skipuð stjórnarformaður Fjármála-
eftirlitsins af fjármálaráðherra í
desember á síðasta ári.
Ekki hefur náðst í Höllu þegar
leitað hefur verið eftir viðbrögðum
hennar um eignarhlutinn í Heddu
og hagnað við sölu á P/F Magn og
Skeljungi. Í samtali við Morgun-
blaðið í gær sagði upplýsingafulltrúi
FME að stofnunin gæti ekkert tjáð
sig um málið og vísaði á Höllu.
Morgunblaðið/Ómar
FME Halla Sigrún Hjartardóttir.
Íslandsbanki tjáir sig
ekki um viðskiptin