Morgunblaðið - 29.10.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.10.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Við erum 110 ára að því tilefni bjóðum við 20%-35% afmælisafslátt 29. október - 8. nóvember LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 ● Alvotech, syst- urfyrirtæki sam- heitalyfjafyrirtæks- ins Alvogen, mun ráða í 50 fyrstu störfin við nýtt Há- tæknisetur í Vatns- mýrinni á næstu mánuðum. Fyrst verður auglýst eftir 35 háskólamennt- uðum Íslendingum með raunvísindabakgrunn. Búist er við að um 200 ný störf verði til í tengslum við starfsemi Hátæknisetursins á næstu árum, en framkvæmdir við það hófust í nóvember 2013. Innan þess verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja og er áætlað að húsið verði tekið í notkun í ársbyrjun 2016. Alvotech ræður 50 fyrstu starfsmennina Líftækni Hátækni- setrið í byggingu. ● Umtalsverð viðskipti voru með hluta- bréf í Marel í Kauphöllinni í gær og nam markaðsvirði viðskipta 2,3 milljörðum króna, eða um 2,5% af virði félagsins. Lækkuðu bréf Marels um 2,72% í við- skiptum gærdagsins, en gengi bréfanna hafði hækkað verulega eftir birtingu árshlutauppgjörs í lok síðustu viku. Ekki fengust staðfestar upplýsingar í gær um hverjir ættu aðild að viðskiptunum.. Mikil viðskipti með hlutabréf í Marel ● Hugbúnaðar- fyrirtækið GreenQloud hefur lokið við hlutafjár- aukningu sem stýrt var af Novator, sem þar með hefur bæst í eigendahóp fyrirtækisins. Í tilkynningu frá félaginu segir að viðbótarfjármagni sé ætlað að gera GreenQloud kleift að þyngja sókn sína á markaði og færa út kvíarnar frekar. Fyrirtækið vinni nú að opnun skrifstofu í Seattle í Bandaríkj- unum, en þegar hafi GreenQloud náð ákveðinni fótfestu í Evrópu. GreenQloud var stofnað árið 2010 en helstu eigendur eru stofnendurnir Eiríkur Sveinn Hrafnsson og Tryggvi Lárusson, Keel Investments LLC og NSA. Novator kaupir í GreenQloud Hlutafé Eiríkur Hrafnsson Bláa lóninu hefur verið veitt einka- leyfi í Bandaríkjunum á snyrtivörum og lyfjum sem innihalda sérstaka blágræna þörunga. Rannsóknirnar, sem einkaleyfið byggist á, leiddu í ljós að lífvirk efni þörunganna, sem eingöngu hafa fundist í jarðsjó Bláa lónsins, vinna gegn öldrun húð- arinnar, samkvæmt upplýsingum frá Bláa lóninu. Þörungarnir eru sagðir hjálpa við að draga úr niðurbroti kollagens, örva nýmyndun þess og viðhalda þannig þéttleika húðarinnar og draga úr öldrunareinkennum. Sam- svarandi umsókn er til meðferðar hjá evrópsku einkaleyfastofunni. „Í einkaleyfinu felst viðurkenning á þróunarstarfi Bláa lónsins og ný- næmi Blue Lagoon húðvaranna. Einkaleyfið veitir markaðslegan styrk á snyrtivörumarkaði, en mark- aðurinn einkennist af mikilli sam- keppni,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins. Rannsóknirnar eru meðal annars unnar í samvinnu við húð- lækninn og prófessorinn Jean Krut- mann en hann hefur unnið með mörgum af þekktustu snyrtivöru- merkjum heims, svo sem Estée Lau- der, LOREAL og Beiersdorf. brynj- a@mbl.is Fær bandarískt einkaleyfi  Bláa lónið með einkaleyfi á vörum með blágræna þörunga Morgunblaðið/Árni Sæberg Einkaleyfi Ása segir einkaleyfið viðurkenningu á þróunarstarfi. Stuttar fréttir ... ● Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni en nú á stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóð- arinnar síðan í nóvember í fyrra, sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup. Í morgunkorni Íslandsbanka er fjallað um málið og greint frá því að vísitalan hafi lækkað um tæp 13 stig milli september og október og standi nú í 75,9 stigum. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Allar undirvísitölur lækka í október frá fyrri mánuði. Mest lækkar mat neyt- enda á atvinnuástandi (19 stig) og mælist nú 89 stig, en minnst lækkar mat neytenda á núverandi ástandi (8 stig) en það mælist rúm 51 stig. Neytendur svartsýnni                                      !"#" !  "#$ $%  "$ % "!"% %# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! % " !  % !$! " $#  %     $ ##   !"!$ !$$ "## $%%    "!# #" ! #% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.