Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, á erfitt verk fyrir
höndum þrátt fyrir sigur flokks hans og bandamanna
hans í kosningunum um helgina og ósigur þjóðernis-
sinnaðra flokka sem lögðust gegn friðarsamkomulagi
stjórnarinnar við aðskilnaðarsinna. „Það verður erfitt
fyrir Porosénkó að takast á við það verkefni að færa
landið í Evrópusambandið,“ sagði úkraínski stjórn-
málaskýrandinn Júrí Romanenko. „Stríðið á eftir að
geisa í langan tíma. Þráteflið gæti haldið áfram í nokk-
ur ár.“ Talið er að nýja stjórnin gæti þurft að fallast á
óvinsælar tilslakanir í viðræðum við aðskilnaðarsinnana.
Horfur á nokkurra ára þrátefli
POROSÉNKÓ FORSETI Á ERFITT VERK FYRIR HÖNDUM
Petro Porosénkó
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Rússlandi sögðust í
gær ætla að viðurkenna kosningar
sem aðskilnaðarsinnar í austurhér-
uðum Úkraínu hyggjast halda á
yfirráðasvæðum sínum á sunnu-
daginn kemur.
Sergej Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði stjórnina í
Moskvu hlynnta því að kosningar
færu fram í „alþýðulýðveldum“
sem aðskilnaðarsinnarnir ætla að
koma á fót. „Auðvitað viðurkennum
við úrslit kosninganna,“ sagði
hann.
Ráðamennirnir í Kreml hafa
neitað því að þeir standi á bak við
vopnaða uppreisn aðskilnaðarsinna
í austurhéruðunum. Hátt settur
embættismaður í rússneska utan-
ríkisráðuneytinu sagði að með því
að styðja kosningarnar í „alþýðu-
lýðveldunum“ brytu Rússar gegn
vopnahléssamkomulagi sem þeir
beittu sér fyrir til að binda enda á
átök sem hafa kostað um 3.700
manns lífið frá apríl síðastliðnum.
Samkomulagið var undirritað 5.
september og kveður meðal annars
á um að austurhéruðin fái aukin
sjálfstjórnarréttindi, en ekki sjálf-
stæði.
Brotum á samkomulaginu hefur
fjölgað síðustu daga og nokkrir
fréttaskýrendur hafa varað við því
að búast megi við hörðum átökum í
austurhéruðunum nú þegar þing-
kosningunum í Austur-Úkraínu er
lokið. Aðskilnaðarsinnar skutu tug-
um flugskeyta frá borginni Do-
netsk í áttina að nálægri herstöð,
að sögn fréttaveitunnar AFP.
„Fasistarnir“
fengu lítið fylgi
Bandalag sem kennt er við Petro
Porosénkó, forseta Úkraínu, og
Þjóðarfylkingin, flokkur Arsenís
Jatsenjúks forsætisráðherra, fóru
með sigur af hólmi í þingkosning-
unum sem fram fóru í Úkraínu á
sunnudaginn var. Flokkarnir tveir
fengu tæp 22% fylgi hvor, sam-
kvæmt síðustu kjörtölum þegar um
85% atkvæðanna höfðu verið talin.
Kosningarnar fóru ekki fram á
Krímskaga, sem var innlimaður í
Rússland í mars, og á yfir-
ráðasvæðum aðskilnaðarsinnanna
Um fimm milljónir manna kusu því
ekki.
Helmingur þingmannanna er
kjörinn í einmenningskjördæmum
en hinn með hlutfallskosningu af
flokkslistum. Af þeim flokkum sem
fengu þingsæti í flokkslistakosn-
ingunum er aðeins einn sem styður
náin tengsl við Rússland, en það er
Andstöðubandalagið, flokkur fyrr-
verandi bandamanna Viktors Ja-
núkóvítsj, fyrrverandi forseta.
Kommúnistaflokkurinn, sem er
hlynntur tengslum við Rússland,
fékk ekki nógu mikið fylgi til að fá
þingsæti í flokkslistakosningunum.
Þetta er í fyrsta skipti frá því að
Úkraína var innlimuð í Sovétríkin
árið 1920 eftir byltingu bolsévíka
sem kommúnistaflokkurinn á ekki
fulltrúa á þingi landsins.
Róttækir flokkar úkraínskra
þjóðernissinna, sem fjölmiðlar í
Rússlandi hafa lýst sem „fasistum“
eða „nýnasistum“, fengu minna
fylgi en búist var við. Einn þessara
flokka, Hægri geirinn, fékk aðeins
2% atkvæðanna og ekkert þingsæti
í flokkslistakosningunum.
Sagðir brjóta friðarsamkomulag
Rússar segjast ætla að viðurkenna kosningar aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu um næstu helgi
Róttækir þjóðernissinnar, sem lögðust gegn friðarsamkomulaginu, fengu minna fylgi en búist var við
AFP
Frelsunar minnst Herforingi bendir á nema í úkraínskum herskóla við athöfn í Kænugarði í gær í tilefni af því að
70 ár eru liðin frá því að sovéski herinn frelsaði Úkraínu úr greipum hers þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
9,8
4,7%
Svoboda (Frelsi)
Kommúnistaflokkurinn
Bráðabirgðatölur
(85% atkvæða talin)
Ekki var kosið á Krímskaga
og á svæðum aðskilnaðarsinna
(5 milljónir af 36,5 m kjósenda)
Úrslit kosninganna
í Úkraínu
Flokkar sem vilja sam-
starf við Vesturlönd
21,6%
21,4%
3,9%
11%
. %
7,3%
5,6%
Föðurland (Júlía Tímósjenkó)
Róttæki flokkurinn (Oleg Ljashko)
Samopomich (Sjálfsbjörg)
Petro Porosénkó-bandalagið
Nær 70% atkvæða
Andstöðubandalagið
(fyrrv. bandamennViktors Janúkóvítsj)
Þjóðarfylkingin (Arsení Jatsenjúk)
Alvarleg mannréttindabrot hafa ver-
ið framin á Krímskaga frá því að
hann var innlimaður í Rússland í
mars, að því er fram kemur í skýrslu
sem Evrópuráðið birti í fyrradag.
Skýrslan byggist á heimsókn full-
trúa Evrópuráðsins til Krímskaga
og Moskvu. Mannréttindafulltrúi
ráðsins, Nils Muizniek, segist hafa
miklar áhyggjur af mannréttinda-
brotum og árásum á minnihluta-
hópa, m.a. á tatara og fólk af úkra-
ínsku bergi brotið.
Í skýrslunni er skírskotað til
mannshvarfa og manndrápa, meðal
annars dauða Reshats Ametovs, sem
barðist fyrir réttindum tatara. Lík
hans fannst í mars og á því sáust
merki um pyntingar.
Íbúar Krímar eru um 2,3 milljónir
og skiptast í þrjá meginhópa: Úkra-
ínumenn í norðurhlutanum, Rússa í
suðurhlutanum og á milli þeirra eru
tatarar sem tala tyrkneskt mál og
eru múslímar. Samkvæmt manntali
frá árinu 2001 eru Rússar um 58%
íbúa Krímskaga, 24% Úkraínumenn
og 12% eru tatarar.
AFP
Árás Vopnaðir menn standa vörð við byggingu ráðs tatara í borginni Sim-
feropol á Krímskaga eftir að lögreglumenn réðust inn í hana í september.
Mannréttindabrot
framin í Krím