Morgunblaðið - 29.10.2014, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnarskiptistanda fyrirdyrum í Tún-
is eftir kosning-
arnar á sunnudag
og sem meira er
standa vonir til
þess að þau muni
fara friðsamlega
fram.
Íslamistaflokkurinn En-
nahda, sem er við völd, verður
ekki lengur stærstur eftir kosn-
ingarnar. Stærsti flokkurinn er
veraldlegur og nefnist Nidaa
Tounes. Hann náði þó ekki
meirihluta.
Hið svokallaða arabíska vor
átti upptök sín í Túnis 2011 og
breiddist hratt út. En vorið
reyndist skammvinnt. Í Líbíu,
Sýrlandi og víðar brúaði það bil-
ið á leiðinni úr öskunni í eldinn.
Leiðtogi Ennahda, Rached
Ghannouchi, sagði að Túnis
væri „eina tréð eftirstandandi í
eyddum skógi“.
Ekki er útséð um eina tréð.
Fátækt og atvinnuleysi, sem
voru meginástæðurnar fyrir
uppreisninni 2011, eru enn við-
varandi. Ólga er í samfélaginu
og hryðjuverk fara vaxandi.
Verðlag hefur snarhækkað.
Ástandið er þannig að í ný-
legri könnun sögðust 59% að-
spurðra frekar kjósa einræði en
lýðræði. Það segir sitt ef al-
menningur er farinn að sakna
hinnar spilltu einræðisstjórnar
Zine el-Abidine Bens Alis, sem
hrökklaðist frá fyrir tæpum
fjórum árum.
Kosningarnar
núna voru að vissu
leyti afturhvarf til
fortíðar. Embættis-
menn úr stjórn
Bens Alis voru
margir í framboði í
hinum ýmsu flokk-
um, þar á meðal
Nida Tounes.
Þeim var meinað að bjóða
fram í fyrstu kosningunum eftir
að Ben Ali fór frá. Með stuðn-
ingi íslamistaflokksins Enn-
ahda var hins vegar samþykkt
að þeir mættu bjóða fram nú.
Íslamistarnir töldu að það væri
betra en að liggja undir ámæli
fyrir að ala á sundrungu með
því að halda þeim frá pólitík.
Ekki er öllum rótt yfir að hin-
ir gömlu liðsmenn Bens Alis séu
að snúa aftur til valda, en bent
hefur verið á að svipuð þróun
hafi átt sér stað í mörgum lönd-
um Austur- og Mið-Evrópu eftir
að járntjaldið féll og því ætti
ekki að koma á óvart að pendúll-
inn sveiflist til baka.
Í nóvember verða forseta-
kosningar í Túnis og nái enginn
meirihluta verður önnur umferð
í desember. Túnis hefur sem
betur fer ekki sogast inn í þá
hringiðu ofbeldis og glundroða,
sem annars staðar fylgdi í kjöl-
far uppreisnanna 2011. Það má
kannski segja að Túnis sé eina
tréð, sem eftir stendur í skóg-
inum, en oft hefur framtíð
landsins virst hanga á bláþræði.
Viðsjár hafa verið í
Túnis líkt og öðrum
löndum arabíska
vorsins, en stjórn-
arskipti gætu orðið
friðsamleg}
Vonartýra í Túnis?
Það væri synd aðsegja að vopn-
in hafi verið kvödd
í austurhluta Úkra-
ínu, þó að þar hafi
vopnahlé verið í
gildi í tæplega tvo mánuði. Er
líklega helsti munurinn á
vopnahléinu og því ástandi sem
var fyrir það, að nú eru aðskiln-
aðarsinnar og stjórnarher
Úkraínu ekki að reyna að vinna
landsvæði á kostnað hinna,
heldur láta sér nægja að skjóta
hvorir á aðra reglulega, með
þeim afleiðingum að hundruð
manna hafa fallið. Það þyrfti
því ekki mikinn neista til þess
að henda samkomulaginu út um
gluggann.
Og sá neisti gæti vel verið
skammt undan. Í „alþýðu-
lýðveldunum“ Luhansk og Don-
etsk er nú ráðgert að halda
kosningar um helgina, í trássi
við vopnahléssamkomulagið,
þar sem gert var ráð fyrir að
kosningar færu fram í samræmi
við gildandi lög í Úkraínu, gegn
aukinni sjálfstjórn héraðanna.
Ekki þarf að efast um að tíma-
setningin er hugsuð sem svar
við þingkosningum sem haldnar
voru um helgina, þar sem flokk-
ar sem vilja nánari tengsl við
vesturveldin unnu
góða sigra.
Þau úrslit voru
ekki fallin til þess
að róa taugar ráða-
manna í Rússlandi,
sem vilja öðru fremur forðast
það að Úkraína verði of ná-
tengd öðrum. Um leið vonast
Rússar til þess að með kosning-
unum verði fleygur rekinn í
raðir þeirra flokka sem nú vilja
mynda ríkisstjórn saman,
vegna ólíkrar afstöðu til þess
hvernig eigi að takast á við að-
skilnaðarsinnana.
Það ætti því ekki að koma á
óvart að Rússar hafi nú þegar
lýst yfir stuðningi við niður-
stöður kosninganna sem eiga að
fara fram á sunnudaginn, þó að
þær gangi gegn vopnahléinu.
Hitt er síðan annað mál, hvern-
ig Petró Porosjenkó, forseti
Úkraínu, bregst við. Þó að
staða hans hafi óneitanlega
styrkst í kjölfar þingkosning-
anna geta þær einar og sér ekki
verið lausnin við þeim mikla
vanda sem Úkraína glímir við.
Efnahagurinn er á fallanda fæti
og bregðist vopnahléið líka
gæti sigurgleðin eftir þing-
kosningarnar orðið æði skamm-
vinn.
Stiginn er línudans
með vopnahléið í
Úkraínu}
Alþýðulýðveldi gömul og ný
Þ
að þótti fréttnæmt að köttur fannst
á dögunum eftir að hafa horfið frá
heimili eiganda síns fyrir þremur
árum. Við að lesa þá hjartnæmu
sögu rifjaðist upp fyrir mér þegar
vinir mínir breskir urðu fyrir því að köttur sem
þeir höfðu alið árum saman og töldu iðulega
fjölskyldumeðlim hvarf einn daginn. Geta má
nærri að eigendur kattarins hafi verið harmi
slegnir, enda skipuðu þeir kisa á svipaðan stall
og börnin á heimilinu. Fljótlega kom þó í ljós að
kattarskömmin hafði ekki farið langt, hann hélt
til í þarnæsta húsi í raðhúsalengjunni, því þar
fékk hann betri viðurgjörning. Mér þótti
skemmtilegt að fylgjast með þessari uppákomu
og ekki síst fyrir það að ég kunni söguna af því
hvernig kötturinn kom inn á heimilið á sínum
tíma – hann birtist við svaladyrnar og mjálmaði
ámátlega.
Við háskólann í Lincoln í Lincolnskíri í Bretlandi starfar
kattavinurinn Daniel Mills sem hefur rannsakað ketti af
miklum áhuga undanfarinn áratug. Það kemur kannski
kattarvinum á óvart, en ekki mér, að meðal þess sem fram
hefur komið í rannsóknum hans er að köttum er sléttsama
um „eigendur sína“, reyndar svo sama að þeir kæra sig
kollótta um það hvort eigandinn sé að koma eða fara og
gildir einu hvort viðkomandi hafi borið köttinn á höndum
sér, fóðrað hann á rjóma og styrjuhrognum, strokið og
kjassað.
Vel var fjallað um Mills og rannsóknir hans í vefritinu
Vox fyrir stuttu og þar mátti til að mynda finna
svar við þeirri spurningu af hverju kettir
nugga sér upp við fólk – það er ekki til að sýna
hlýju, heldur til að maka lyktarefni á viðkom-
andi til að merkja sér svæði. Önnur skemmti-
leg staðreynd: Kettir mala ekki endilega af ást
og væntumþykju, nei, þeir eru oftar en ekki að
óska eftir mat og allmargir hafa náð að fínstilla
svo malið að eigandinn bregst við eins og hann
heyri barnsgrát. Þriðja skemmtilega stað-
reyndin: Margir kettir kunna alls ekki við það
að láta klappa sér þótt þeir láti það ganga yfir
sig, eða svo segja mælingar á streituhorm-
ónum í blóði katta.
Látum þó vera að kettir elski ekkert nema
sjálfa sig og látum líka vera að hætt sé við að
þeir beri með sér sníkjudýrið bogfrymil, sem
forsætisráðherra óttast mjög – verst af öllu
þykir mér nefnilega sú staðreynd að kettir eru rándýr með
ríkulegt drápseðli, svo ríkulegt að gera má því skóna að ís-
lenskir kettir drepi að minnsta kosti ríflega hálfa milljón
smádýra og fugla á hverju ári (miðað við ætlaðan fjölda
katta). Gætum að því að þessi grúi, sem er líklega að stærst-
um hluta spörfuglar, er ekki drepinn vegna hungurs eða til
varnar heldur vegna þess að köttum finnst gott að drepa.
Hafðu þetta í huga, kæri kattarvinur, næst þegar blóð-
þyrsta rándýrið þitt kámar lyktarefnum á sköflunginn á
þér og fjarstýrir þér síðan með fínstilltu mali. Og veltu því
svo fyrir þér af hverju raddir vorsins hafa þagnað.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Sjálfselskur morðvargur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Sjötta árið í röð er Ísland íefsta sæti á lista Alþjóða-efnahagsráðsins, WorldEconomic Forum (WEF)
yfir jafnrétti kynjanna. Stofnunin
lagði mat á stöðu jafnréttis í 142
löndum víða um heim og því til
grundvallar voru fjórir þættir lagðir:
aðgengi að heil-
brigðis- og fé-
lagsþjónustu, að-
gengi að
menntun, efna-
hagsleg staða og
þátttaka í stjórn-
málum. Fullt
jafnrétti sam-
kvæmt þessum
mælikvörðum
WEF er 1,0 stig
og Ísland fær
0,8594 stig eða tæp 86% sem þýðir að
enn hallar nokkuð á konur.
Þessi úttekt hefur verið gerð frá
árinu 2006, Ísland hefur verið með
frá upphafi og var fyrstu árin í fjórða
sæti. Af þeim 111 löndum sem hafa
verið með í úttektinni frá upphafi
hafa framfarir orðið í 105 þeirra.
Réttindi kvenna mælast ekki neins
staðar meiri en karla og ekkert land
hefur nokkurn tímann fengið eink-
uninna 1,0. Norðurlöndin komast
næst því, enda eru þau í fimm efstu
sætum listans; Finnlandi er í öðru
sæti og síðan koma Noregur, Svíþjóð
og Danmörk. Í næstu sætum eru
Níkaragúa, Rúanda, Írland, Filipps-
eyjar og Belgía er í 10. sæti. Banda-
ríkin eru í 20. sæti og Bretland í því
26., en þetta er í fyrsta skiptið sem
Bretland er ekki eitt af 20 efstu lönd-
unum.
„Það er virkilega ánægjulegt að
við skulum halda forystu á þessum
lista og fyllsta ástæða til að fagna
þessari niðurstöðu,“ segir Kristín
Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu.
Sendir jákvæð skilaboð
Jafnréttisstofa hefur verið WEF
innan handar í gegnum tíðina við
gagnaöflun og segist Kristín telja að
úttektin gefi nokkuð góða mynd af
stöðu mála því verið sé að mæla sömu
þættina alls staðar. „Auðvitað getum
við alltaf spurt okkur um hvort verið
sé að mæla réttu hlutina eða nota
réttu aðferðafræðina í úttektum sem
þessari. Þarna vantar ýmislegt eins
og t.d. verkaskiptingu á heimilum og
kynbundið ofbeldi. Þarna er verið að
mæla ýmsa þætti sem eru sem betur
fer ekki vandamál hjá okkur lengur,
eins og t.d. ungbarna- og mæðra-
dauða.“
Spurð hverju þakka megi þenn-
an góða árangur Norðurlanda-
þjóðanna í að jafna réttindi kynjanna
segir Kristín skýringarnar vera að
finna í velferðarkerfinu. „Það er þessi
opinberi stuðningur við fjölskyldurn-
ar sem skiptir sköpum. Það gera ekki
allir sér grein fyrir því hvað leik-
skólakerfið okkar og fæðingarorlofið
skiptir miklu máli í þessu sambandi.
Svo er hátt menntunarstig íslenskra
kvenna mjög stór þáttur.“
Er semsagt hægt að fullyrða
samkvæmt þessum niðurstöðum að
Ísland sé það land heims þar sem
jafnrétti kynjanna er mest?
„Það er a.m.k. hægt að segja að
við séum það land þar sem munurinn
er minnstur á milli kynjanna.“
Hvaða máli skiptir það að vera í
fyrsta sæti í úttekt sem þessari?
„Það sendir gríðarlega jákvæð skila-
boð út í heiminn. Undanfarin ár höf-
um við fengið fjölda heimsókna og
fyrirspurna alls staðar að úr heim-
inum. Fólk bæði úr atvinnulífinu og
stjórnmálum sækist eftir að koma
hingað og kynna sér málin,“ segir
Kristín.
Tæplega 86% jafn-
rétti mælist á Íslandi
Morgunblaðið/Golli
Jafnrétti núna Frá Kvennafrídeginum. Það, að Ísland skuli mælast hæst í
úttekt WEF sendir gríðarlega jákvæð skilaboð, segir Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín
Ástgeirsdóttir
Sé litið á öll 142 löndin í út-
tektinni í heild er staðan
verst varðandi efnahagslegt
jafnrétti kynjanna, sem fær
0,6 stig. Þegar úttektin var
fyrst gerð árið 2006 var sam-
bærileg tala 0,56 stig. Haldi
þróunin áfram á sama hraða
má búast við því að fullt
efnahagslegt jafnrétti kynj-
anna náist eftir 81 ár, árið
2095, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu frá WEF.
Mesta aukningin á efna-
hagslegri þátttöku kvenna
hefur orðið í Sádi-Arabíu og
mest hefur staða menntamála
að þessu leyti batnað í Búrk-
ína Fasó.
Ekki hafa þó alls staðar
orðið framfarir. T.d. hefur orð-
ið afturför varðandi menntun
í 30% ríkja og í 40% ríkja
hvað varðar aðgengi að
heilsugæslu.
Gerist þetta
árið 2095?
HÆGAR FRAMFARIR