Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is
Fást í verslunum um land allt
Heildsöludreifing
Allt til hreingerninga
Brennivín er besti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég
flatur
fyrir því á hverjum degi.
Þegar Skagfirðing-
urinn góðglaði, Har-
aldur Hjálmarsson,
„Halli á Kambi“ gerði
þessa vísu, þá vissu
flestir, að það var
skáldaleyfi, rímsins
vegna, að kalla brennivínið mat.
Það kom því flatt á marga að ung-
ur þingmaður, sneisafullur af erfða-
vísum úr skagfirskum sóma- og
greindarættum heldur því lóðbeint
fram, að brennivín sé matvara, og
eigi að seljast í matvöruverslunum.
Til að svo geti orðið vill hann breyta
lögum um meðferð áfengis. Ekki um
áfengismeðferð, þó þekkt sé að hug-
myndir hans auka mjög þörf fyrir
hana.
Rök hans eru að fólki eigi að vera
frjálst að kaupa áfengi eins og aðra
matvöru. Einhver efasemd er þó um
frelsið. Það á bara að gilda til kl. átta
að kvöldi. Af hvaða ástæðu á að
skammta frelsið þannig, að það sé
löglegt að kaupa vöru kl. hálfátta en
lögbrot kl. hálfníu? Vill þingmað-
urinn segja frá því?
„System í
galskaben“
Ef fara á með áfengi
eins og vöru í mat-
vörubúð þá hlýtur
þingmaðurinn að beita
sér fyrir afnámi á þeim
lögum og reglum sem
banna neyslu vör-
unnar. T.d. var Versl-
unarskólinn að reka
nokkra nemendur fyrir
þá sök að neyta mat-
vörunnar í húsakynn-
um skólans. Mér finnst að þingmað-
urinn eigi að gera sér ferð í
Verslunarskólann og reyna að tala
stjórnendur hans til skilnings á því
að nemendum eigi að vera frjálst að
neyta þess matar í skólanum, sem á
að fást í matvörubúðum. Hann getur
í leiðinni sagt þeim að það sé rökrétt
afleiðing af lagabreytingu hans, að
kennurum verði ekki vikið úr starfi
þó að þeir neyti vörunnar í skólanum,
og angi þar af þeirri matarlykt.
Kannski skilur þá skólastjórnin að
það gengur ekki að hafa lög og reglu
um það, að reka fólk fyrir það eitt, að
neyta vöru úr hillum matvöruversl-
ana. Þau lög verður að afnema. Það
hljóta flutningsmenn frumvarps um
sölu víns í matvörubúðum að vilja.
Eða er það ekki? „Man skal jo have
system í galskaben.“
Tóm tjara
Auðvitað er þetta allt tóm tjara.
Áfengi virkar á heilann og aðra lík-
amsstarfsemi og dregur úr færni
einstaklings til að hafa stjórn á gerð-
um sínum. Þess vegna gilda haml-
andi lög sem banna þeim, sem eru
undir áhrifum þess, ýmsar athafnir.
T.d. að aka bíl, vera fullir í vinnunni
og margt fleira.
Flutningsmenn frumvarpsins vilja
nú fella niður hamlandi ákvæði um
afhendingu áfengis til neyslu. Þrátt
fyrir að þeir sem neyta þess missa
þá rétt sinn til marga leyfilegra at-
hafna, sem verða þá að lögbroti.
Ég bið þau, sem flytja frumvarpið,
að staldra við og styðjast við greind
sína og spyrja: Er ekki farsælast að
áfram gildi hamlandi lög um sölu
áfengis samhliða hamlandi lögum
um neyslu áfengis?
Þau lög voru ekki sett að ástæðu-
lausu. Það þekkir öll þjóðin.
„Brennivín er besti matur“
Eftir Birgi Dýrfjörð »Er ekki farsælast að
áfram gildi haml-
andi lög um sölu áfengis
samhliða hamlandi lög-
um um neyslu áfengis?
Birgir Dýrfjörð
Höfundur er rafvirkjameistari.
Myndin er eftir Bene-
dikt Gröndal af Görð-
um og Garðakirkju.
Hún er trúlega gerð
skömmu eftir vígslu
kirkjunnar árið 1880.
Myndin kemur víða
við í ritum, en hvergi
er vísað til þess hvar
frummyndin er
geymd. Ef einhver
þekkir til mynd-
arinnar vinsamlega
hafið þá samband við
Valgerði Sigurð-
ardóttur í síma
896-3122.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Veit einhver hvar þessi mynd er niðurkomin?
Garðar á Álftanesi.
Þessi saga byrjar
fyrir 25 árum. Strák-
urinn settist við hlið-
ina á mér og horfði
stíft á mig. Ég var
frekar þungt hugsi,
langaði ekki að tala
við neinn og fannst
auk þess óþægilegt að
láta horfa stíft á mig.
Seinna sagði hann
mér að hann hefði
orðið svona skrítinn í hausnum á
því að reykja hass. Eftir því sem
þunginn bráði af mér átti ég eftir
að kynnast því að flóra fólks á
þessum stað var virkilega áhuga-
verð. Það sem ég vissi hins vegar
ekki var að ég átti eftir að hitta
sumt af þessu fólki aftur og aftur á
lífsleiðinni og læra mikið af lífs-
reynslu þess og hvað geðsjúkdómar
eru oft lífseigir og mjög oft eyðandi
sjúkdómar. Ég var stödd á A2 geð-
deild Borgarspítalans, þá lögð inn í
fyrsta sinn 18 ára gömul en ekki
það síðasta, árið 1989. Sú geðdeild
var stofnuð árið 1968 og þótti mikið
framfaraskref, enda Kleppsspítali
stútfullur þrátt fyrir að þar hefði
verið stofnuð göngudeild árið 1964.
Í hagræðingarskyni, að sjálfsögðu,
en ekki með þarfir eða sjónarmið
sjúklinga að leiðarljósi, var A2 lögð
niður árið 2000 eða það sem kallað
er sameinuð 32A á Landspít-
alanum. Ég þekki þá deild vel líka.
Fullt af hvítum sloppum
Og nú ætla ég að segja ykkur
stutta sögu. Fyrir 25 árum sváfum
við sex í herbergi á geðdeildinni á
A2. Í dag þætti það mannréttinda-
brot. En í minningu unglingsins
þeyttust hvítir sloppar um ganga
A2, ábúðarfullir læknar og hjúkr-
unarfræðingar sem voru alltaf til
reiðu í búrinu góða sem staðsett
var á miðjum ganginum. Vildi mað-
ur fá athygli, með góðu eða illu, var
það því lítið mál, það var alltaf ein-
hver til að bregðast við henni. Mig
minnir að ég hafi bara verið nokk-
uð ánægð með A2 og þá þjónustu
sem ég fékk þar, þótt ekki væri
hægt að lækna geðsjúkdóm minn
sisona, enda þegar ég fór að lesa
mér til komst ég að því að geð-
sjúkdómar eru dálítið flóknir og
langvinnir sjúkdómar sem oft og
tíðum fæst ekki skyndilausn á.
Viljum við aftur
slíkt þjóðfélag?
Og nú ætla ég að bætast í hóp
þeirra sem hafa raunverulegar
áhyggjur af heilbrigðiskerfinu okk-
ar. Í öll þessi ár sem ég hef verið í
samskiptum við íslenska heilbrigð-
iskerfið hef ég verið tiltölulega sátt
og oftast afar þakklát fyrir það
þótt ég hafi líka verið gagnrýnin en
núna óttast ég. Eitt af því sem ég
hef verið stoltust af sem Íslend-
ingur, er hvernig þessari fátæku
þjóð, sem byggt hefur þetta land í
1140 ár með misjöfnum árangri,
sem einmitt fyrir um 90 árum, átti
varla bót fyrir boruna á sér, frekar
en fyrri daginn, tókst loksins á
nokkrum áratugum að byggja upp
mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir al-
menning á heimsmælikvarða, að
tryggja velferð fyrir alla án tillits
til efnahags. Það er nefnilega ekk-
ert langt síðan það var nánast ekk-
ert velferðarkerfi hér. Árið 1955
lamaðist amma mín og
nafna Guðmundsdóttir
eftir að hafa fengið
mænusótt. Í viðtali í
sunnudagsblaði
Morgunblaðsins sem
ég tók við afa minn
Svein Samúelsson fyr-
ir nokkrum árum um
þá tíma sagði hann
þetta: „Samfélagið
brást allt öðruvísi við
veikindum þá en nú og
var frekar afskiptalítið
gagnvart þeim. Það var ekkert ný-
næmi að fólk veiktist alvarlega,
missti mátt og þrek, örkumlaðist
og dæi. Berklar höfðu lengi verið
landlægir sem og aðrir alvarlegir
sjúkdómar. Það hafði hver sinn
djöful að draga. Á þessum árum
var í raun og veru ekki neitt til
sem hét velferðarkerfi og því varð
hver og einn að finna út úr því
hvernig hann myndi bjarga sér í
lífinu eftir slík áföll.“ Það er ekki
lengra síðan! Viljum við aftur slíkt
þjóðfélag?
Búrið er að tæmast
Það eru engir hvítir sloppar
flaksandi um 32A. Ég hef á tilfinn-
ingunni að það sé ekki eins margt
fagfólk sem vinnur þar eins og á
A2 án þess að ég hafi nokkuð ann-
að fyrir mér í því en tilfinninguna.
Það er þreytt fólk sem vill samt
hjálpa en meðferðin er máttlaus
sem og þjónustan að mínu mati. Sá
sem verður sjúkur í dag verður að
hafa góða rödd, og helst að getað
öskrað hátt og mikið til þess að fá
athyglina með góðu eða illu og
skiptir þá held ég ekki máli hvaða
sjúkdóm um er að ræða. Þjónusta
er ekki sjálfsögð lengur. Ég upp-
götvaði það þegar ég veiktist alvar-
lega á þessu ári. Það eru fáir í
búrinu, það kemur jafnvel enginn
úr því, það svarar jafnvel enginn.
Það er bara að tæmast. Heilbrigð-
iskerfið okkar er í lífshættu og það
er samt bara nokkurra áratuga
gamalt. Er hægt að klúðra málum
meira?
Stjórnmálamenn. Ég ætla að
bætast í hópinn. Þið eruð í þjón-
ustu minni og alls almennings. Nú
horfi ég stíft í augun á ykkur og
helst óþægilega og ég vil tala við
ykkur, því það er í ykkar valdi að
standa vel að málum. Ég vil það og
ég trúi að allur almenningur vilji
vernda heilbrigðiskerfið og verja.
Bjargið heilbrigðiskerfinu okkar.
Setjið aukið fjármagn í það og
byggið nýjan Landspítala. Núna!
Við höfum engin ár eða áratugi
upp á að hlaupa. Búið til peninga
til þess að hægt sé að byrja á
þessu verkefni eða finnið þá, annað
eins hefur verið gert í gegnum tíð-
ina á þessu landi. Það borgar sig,
hvort sem er er litið er til skamms
eða lengri tíma. Byrjið á þessum
fjárlögum. Tíminn er að hlaupa frá
okkur! Engin vettlingatök, skóflu-
stunguna á næsta ári, takk.
Ég ætla að
bætast í hópinn
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H. Jóhannsdóttir
» Vildi maður fá at-
hygli, með góðu eða
illu, var það því lítið mál,
það var alltaf einhver til
að bregðast við henni.
Höfundur er kennari, blaðamaður
og með diplóma í fötlunarfræði.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/