Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 28

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Hinn 8. október 2013 voru kynntar í Fréttablaðinu fárán- legar hugmyndir frá Vegagerðinni um að setja í einka- framkvæmd Svín- vetningabraut sem myndi liggja fyrir sunnan Blönduós og á Austfjörðum vel upp- byggðan veg um Öxi milli Berufjarðar og Skriðdals. Óskynsamlegt er að vegamálastjóri fari sínu fram og veki upp falskar vonir heima- manna í fámennum landshlutum um að hægt sé að fjármagna sam- göngumannvirki með vegtollum á hlykkjóttum, snjóþungum og ill- viðrasömum svæðum í 500-600 m hæð án þess að fram komi hve meðalumferð ökutækja á sólar- hring þarf að vera mikil. Fram hjá Blönduósi og á stystu leiðinni milli Djúpavogs og Egilsstaða nær þessi meðalumferð aldrei þeim heildarfjölda ökutækja sem fer daglega í gegnum Hvalfjarð- argöngin. Í fámennum landshlutum með 11-12 þúsund íbúa stendur 1000 króna veggjald á hvern bíl aldrei undir fjármögnun samgöngu- mannvirkja, launum starfsmanna, viðhaldskostnaði, afborgunum og vöxtum. Fullyrðingar vegamála- stjóra í Fréttablaðinu á síðasta ári um að uppbyggður vegur á suður- fjörðum Austurlands um Öxi og Svínvetningabraut í Húnaþingi eystra uppfylli öll skilyrði sem innanríkisráðherra hafi sett fyrir því að allar forsendur um arðsem- ismat veganna standist einkennast af siðblindu og eru ótrúverðugar og í hróplegri mótsögn við góða blaðamennsku. Utan úr hinum stóra heimi er það vel þekkt að framkvæmdir við hraðbrautir- og jarðgangagerð hafi verið fjármagnaðar með inn- heimtu vegtolla á hvert ökutæki. Innanríkisráðherra ætti frekar að kynna sér hvað meðalumferð öku- tækja í fámennum sveitarfélögum utan Reykjavíkur þurfi að aukast mikið til þess að veggjöld á hvern bíl teljist raunhæf í stað þess að fela sig á bak við verðandi for- stjóra Vegagerðarinnar sem kýs að vekja falskar vonir sveitar- stjórnanna og heimamanna á landsbyggðinni. Nógu erfitt verður næstu aldirnar fyrir Vegagerðina að festast í svikamyllu Vaðlaheið- arganga að undirlagi fyrrverandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur án þess að vegamálastjóri réttlæti fleiri tilraunir til að sýna fram á misheppnaða fjármögnun samgöngumannvirkja í öllum landshlutum utan höfuðborg- arsvæðisins. Af þessari misheppn- uðu fjármögnun Svín- vetningabrautar og heilsársvegar um Öxi í formi vegtolla á hvern bíl yrði fljótlega löng saga þegar það sann- ast að meðalumferð á sólarhring um þessa vegi í Norðvestur- og Norðausturkjör- dæmum verður aðeins lítið brot af þeim heildarfjölda ökutækja sem Hvalfjarðargöngin þola ekki. Í kjölfarið geta vonsviknir skattgreiðendur séð á forsíðum dagblaðanna fyr- irsögnina Svikamylla vega- málastjóra afhjúpuð, þegar það fréttist að meðalumferð ökutækja á sólarhring um þessa vegi í báð- um kjördæmunum verður alltof lít- il til þess að hægt sé að réttlæta vegtoll á hvern bíl. Ég spyr. Hverjum verður refsað þegar vegamálastjóri reiknar vit- laust? Fullvíst þykir að afleiðing- arnar lendi á ríkissjóði áður en þær verða skrifaðar á reikning skattgreiðendanna sem gætu misst heimilin sín og stæðu uppi eign- arlausir. Þegar allar tilraunir til að fjármagna svikamyllu Vaðlaheið- arganga með innheimtu vegtolla mistakast mun vegamálastjóri eiga mörgum spurningum ósvarað. Engin svör fást þegar Hreinn Har- aldsson er spurður að því hvernig hægt sé að fjármagna einka- framkvæmd með innheimtu veggjalds á Öxi sem Vegagerðin neyðist til að loka alla vetrarmán- uðina vegna illviðris og snjó- þyngsla í 530 m hæð. Upp í þessa hæð á einkaframkvæmd ekkert er- indi þegar framfarir á sviði jarð- ganga halda áfram að aukast. Áður hefur þurft að loka alla vetrarmán- uðina stystu leiðinni milli Djúpa- vogs og Egilsstaða vegna illviðris, snjódýptar og hálku í brekkunum upp úr Berufirði þar sem núver- andi vegur liggur í 17% halla, þeg- ar talsmenn Vegagerðarinnar og fjárveitingavaldsins töldu óhjá- kvæmilegt að berja í borðið með þeim skilaboðum, hingað og ekki lengra. Eftir öðrum leiðum er von- laust að forðast kostnaðinn við samfelldan snjómokstur. Á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi hefur oft þurft að loka mörgum fjallvegum í 500-600 m hæð þegar snöggar veðrabreyt- ingar, sem enginn sér fyrir, hafa skapað vandræði þvert á allar veð- urspár og hrellt vegfarendur. Svikamylla vegamálastjóra Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson »Ég spyr. Hverjum verður refsað þegar vegamálastjóri reiknar vitlaust? Höfundur er farandverkamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. FEB Reykjavík Mánudaginn 27. október var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. 26 pör mættu til leiks. Efstu pör í N/S: Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 399 Ragnar Björnsson – Bjarni Þórarinss. 361 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 344 Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 342 A/V Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 373 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 362 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 357 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 355 Spilað er í Síðumúla 37. Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi Íslandsmót eldri spilara verður haldið laugardaginn 15. nóvember í höfuðstöðvunum Síðumúla 37. Skráning á bridge@bridge.is eða í síma 587 9360 Íslandsmeistarar fyrra árs eru Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ár- mannsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.