Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014
✝ Lillý OktavíaGuðmunds-
dóttir fæddist 13.
september 1934 að
Smiðjustíg 9 í
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 21. október
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Oktovía
Jónsdóttir sauma-
kona, f. 25.10. 1898,
d. 1978, og faðir hennar Guð-
mundur Jónsson verkamaður í
Reykjavík, f. 22.6. 1906, d. 1985.
Systkini hennar eru: Laufey Ingi-
björg, f. 17.7. 1923, d. 1930, Árni
Hólm Einarsson, f.
4.2. 1925, d. 1990,
og Ingiberg Kvist
Sigurgeirsson, f.
8.4. 1929.
Hinn 9. maí 1954
giftist Lillý Gunnari
Páli Ingólfsyni, f.
26. maí 1934. Börn
þeirra eru: Laufey
Ingibjörg, f. 7. októ-
ber 1954, Sigurður
Árni, f. 23. maí
1959, Arnar Freyr, f. 23. október
1966.
Útför Lillýjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. október
2014, kl. 13.
Lillý byrjaði að vinna 15 ára
gömul í versluninni Ási við Lauga-
veg sem var fyrsta verslunin sem
rekin var með kjörbúðarsniði þar
sem fólkið valdi vörurnar sjálft og
kom með að kassa þar sem það
greiddi vörurnar. Lillý var vel lið-
in af kúnnunum og viljug að leið-
beina þeim, því við þetta breytta
fyrirkomulag gekk fólki oft illa að
finna vörurnar sem það hafði áður
gengið að á vísum stað.
Við Lillý kynntumst þegar við
vorum 17 ára, það var um versl-
unarmannahelgi á Hreðavatni
1951. Árið 1954 verður Lillý ófrísk
að okkar fyrsta barni. Móðir
hennar sótti mjög fast á að við
giftum okkur áður en barnið
fæddist svo það yrði ekki óskilget-
ið eins og það var orðað. Það var
því ákveðið að við giftum okkur 9.
maí, en þá kom babb í bátinn því
samkvæmt lögum varð ég að vera
tvítugur til að fá að gifta mig, en
ég átti ekki afmæli fyrr en 26. maí.
Ég gleymi seint glottinu á fulltrú-
anum í dómsmálaráðuneytinu
þegar hann spurði, hvað liggur
svona á, þú ert alveg að verða tví-
tugur. Ég kom með þá skýringu
sem var rétt að ég væri að vinna
svo mikið úti á landi og móðirin
sótti mjög fast að giftingin færi
fram áður en ég færi úr bænum.
Já, það er bara þannig, svaraði
hann. Hann fyllti út skjalið og
undirritaði það og rétti mér, hann
stóð upp og tók þéttingsfast í hönd
okkar og sagði: Gangi ykkur allt í
haginn.
Nú þegar liðin eru 63 ár frá
kynnum okkar Lillýjar og farið er
yfir sviðið komu oft upp erfiðleik-
ar því á þessum tíma var oft erfitt
með húsnæði og mikið um flutn-
inga og rót á fjölskylduháttum.
Við eignuðumst okkar fyrstu íbúð
1974 og bjuggum í henni í 18 ár og
eignuðumst þar góða granna og
vini.
Lillý vann lengst af sinni starf-
ævi við verslunarstörf, þó síðustu
starfsárin við þrif og umönnun hjá
eldri borgurum. Allir sem hún
starfaði hjá og þeir sem nutu
starfskrafta hennar elskuðu hana
og dáðu fyrir fórnfýsi og jafnaðar-
geð og hversu ráðagóð hún var.
Hún var aldrei að sýnast, öll henn-
ar framganga var heil og sönn.
Oft veltur gangur lífsins á því
hvaða vini menn velja sér. Ég vil
því nota tækifærið og þakka
saumaklúbbsvinkonum Lillýjar,
þeim Systu, Auði og Ölmu, fyrir
tryggðina, þær voru saman í
saumaklúbb í yfir 60 ár.
Sl. þrjú og hálft ár dvaldi Lillý á
hjúkrunarheimilinu Eir. Ég vil
þakka starfsfólkinu á annarri hæð
norður fyrir frábæra umönnun og
hlýju í veikindum hennar og öllu
því starfsfólki sem þar kom að. Ég
er ekki frá því að í undirmeðvitund
Lillýjar hafi dvalið minning um
hennar störf á svipuðu sviði því oft
sá ég hana brosa við fólkinu þegar
það var að aðstoða hana. Hafið
kærar þakkir fyrir.
Þegar komið var að kveðju-
stund þá virti ég Lillý fyrir mér og
yfir henni hvíldi friður og ró og
mér fannst hún ekkert hafa elst,
hún var eins og hún var þegar hún
var fimmtug. Það er erfitt að finna
orð til að kveðja svo traustan og
góðan lífsförunaut, ég ætla að
kveðja hana með vísu sem ég gerði
til hennar þegar hún varð fimm-
tug.
Ljúft nú megi lýsa þín
lífsgleði, ávallt prýða,
leika höndum, Lillý mín,
ljúflings mærin fríða.
Þinn lífsförunautur,
Gunnar Páll.
Nú hefur þú yfirgefið þessa
jarðvist, elsku mamma. Þær verða
ekki mikið fallegri manneskjurn-
ar, að innan sem utan, en þú varst.
Þú varst ein sú heiðarlegasta
manneskja sem þessi jörð hefur
alið. Þú varst kletturinn og límið í
fjölskyldunni, þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur. Þú varst við-
kvæmt blóm en svo sterk í senn.
Nú ertu farin á betri stað eftir erf-
ið veikindi sem smátt og smátt
tóku þig frá okkur, en við minn-
umst þín eins og þú varst.
Hún mamma var ótrúlega
traust, sterk, skemmtileg og dug-
leg. Þeir sem hana þekktu vissu að
alltaf var stutt í húmorinn hjá
henni og hélt hún áfram að koma á
óvart með hnyttnum tilsvörum
þar til yfir lauk. Minningar okkar
um hana mömmu eru margar og
góðar og hún var alltaf tilbúin að
rétta öðrum hjálparhönd. Það var
með ólíkindum hvað hún var flink í
mörgu og ef hún tók eitthvað að
sér þá kláraði hún það sannarlega.
Að baka var nokkuð sem hún var
mikill meistari í og eru marengs-
kökurnar hennar mömmu eftir-
læti allra afkomenda hennar.
Hana mömmu munaði ekki um að
prjóna lopapeysur á okkur,
tengda- og barnabörnin. Ekki má
gleyma sunnudagsmatnum sem
alltaf var í hádeginu sama hvað
bjátaði á. Fyrsta skóladaginn ár
eftir ár vorum við oftast með húfu
og í peysu sem mamma hafði
prjónað á okkur. Við systkinin
vorum engir englar á okkar ung-
lingsárum eins og gengur og ger-
ist og sýndi hún okkur oft alveg
ótrúlega þolinmæði og var góður
hlustandi. Móðir okkar kom okkur
systkinum í þennan heim og hún
fylgdist svo sannarlega með öllu
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Hvert er fallegasta orðið í ís-
lensku? Jú það er orðið móðir.
Mamma var lifandi sönnun þess af
hverju þetta orð er svona fallegt
og hjartnæmt. Elsku mamma,
takk fyrir alla þá ást og umhyggju
sem þú veittir okkur og sem lifir
áfram í hjörtum okkar.
Laufey, Sigurður og Arnar.
Í dag kveð ég elsku bestu Lillý
ömmu mína. Tengsl okkar ömmu
voru alla tíð afar náin enda var ég
mikill heimalningur hjá ömmu og
afa. Þær voru ófáar stundirnar
sem við sátum í Möðrufellinu og
spjölluðum um heima og geima.
Hún gerði mig alveg ótrúlega ríka
með frásögnum sínum. Það eru al-
ger forréttindi að fá að alast upp
og eiga ömmu sem hefur gefið
manni jafn mikið og amma gaf
mér. Þegar ég var unglingur bjó
ég um tíma hjá ömmu og afa þar
sem foreldrar mínir fluttu út á
land. Maður var alltaf velkomin til
ömmu og afa og hefur mér alltaf
fundist heimili þeirra vera mitt
annað heimili. Þegar ég flyt svo
frá Svíþjóð þá er ég nánast með
annan fótinn hjá ömmu og afa.
Amma var afar dugleg að fylgjast
með mér þar sem mamma og
pabbi voru enn úti og veit ég að
hún mun halda áfram að gæta
mín. Amma var einstök mann-
eskja sem ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast. Elsku-
leg amma mín, það er með miklum
söknuði sem ég kveð þig í dag. Þú
varst mér mikil fyrirmynd og góð
vinkona og veit ég að þú ert komin
á góðan stað.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín dótturdóttir,
Guðrún Halla Karlsdóttir.
Elsku fallega Lillý amma.
Þetta er ennþá mjög óraunveru-
legt. Ekki bara af því að ég er nú í
rúmlega 2.000 km fjarlægð heldur
vegna þess að mér finnst þú vera
nær mér núna. Minningin um þig
varð allt í einu skýrari og bjartari
og ég rifja upp góðu tímana þegar
þú varst frísk.
Yfir hafið við fljúgum til að kveðja þig
með sorg og trega í sinni.
En ég fagna að þú varst amma mín,
þú nú lifir í minningu minni.
Saknaðarkveðjur,
þín dótturdóttir,
Tekla Hrund.
Lillý O.
Guðmundsdóttir
✝ Sesselja Mar-grét Karls-
dóttir fæddist í
Hafsteini á
Stokkseyri 19. jan-
úar 1929. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum í
Mosfellsbæ 19.
október 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Karl Frí-
mann Magnússon,
f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og
Kristín Tómasdóttir, f. 4.6.
1888, d. 12.2. 1967. Systkini
Sesselju eru: 1) Karl Magnús,
f. 1.9. 1911, d. 17.3. 1938, 2)
syni, f. 28.11. 1927, d. 8.9.
2006. Þau skildu 1973. Börn
þeirra eru: 1) Kolbrún Kristín,
f. 21. desember 1950. Hún á
tvær dætur, tvo syni og níu
barnabörn. Sambýlismaður er
Hrafn Þórðarson. 2) Erna Ól-
ína, f. 21. desember 1950. Hún
á tvo syni, eina dóttur og níu
barnabörn. Sambýlismaður er
Eggert V. Kristinsson. 3)
Kristján Björn, f. 17. apríl
1956. Kvæntur Pálu Kristínu
Ólafsdóttur. Þau eiga þrjá
syni og eitt barnabarn. 4) Karl
Frímann, f. 7. september 1965,
d. 7. ágúst 2000. Hann á eina
dóttur, einn son og eitt barna-
barn. Seinni eiginmaður Sess-
elju var Ríkharður Björnsson,
f. 9.8. 1929, d. 27.9. 2001.
Sesselja bjó allan sinn bú-
skap í Reykjavík.
Útför Sesselju fór fram 28.
október 2014.
Sigríður Bjarney,
f. 1.3. 1913, d.
16.9. 1998, 3) Kar-
ítas, f. 12.3. 1914,
d. 18.5. 2001, 4)
Svanlaug, f. 10.7.
1915, d. 14.6.
1920, 5) Marg-
rímur Svanur, f.
2.8. 1922, d. 30.3.
2013, 6) Tómas, f.
20.11. 1923, d.
27.11. 2008, 7)
Ólöf, f. 12.1. 1927, d. 5.10.
2003 og 8) Jóhanna 21.11.
1925, d. 5.10. 2014.
Sesselja giftist 24. mars
1951 Ólafi Lúter Kristjáns-
Elsku mamma mín, nú hefur þú
kvatt þennan heim. Í huga mér er
ég full af þakkæti fyrir allar sam-
verustundir okkar. Sérstaklega er
ég þakklát fyrir allar okkar ynd-
islegu samverustundir í bústaðn-
um, þar sem þú tókst þátt með
mér í að planta og gróðursetja tré
og blóm til þess að fegra umhverf-
ið. Einkum naust þú þess að vera
með öllum barnabörnunum við
leik og störf.
Elsku mamma, þú varst ávallt
mikill gleðigjafi í lífi okkar allra,
naust þess alltaf mikið að vera
með í jólaboðum, matarboðum og
afmælum þar sem þú lékst á als
oddi.
Þú varst meira en móðir mín,
þú varst líka besta vinkona mín
bæði í gleði og sorg. Þitt seinasta
ár dvaldir þú á Hömrum í Mos-
fellsbæ þar sem þú prjónaðir og
heklaðir dýrindis teppi sem börn-
in þín meta að verðleikum. Ég veit
að nú ertu komin í sumarlandið
þar sem við taka ný ævintýri með
þinum nánustu.
Elsku mamma ég kveð þig nú
með kossi á kalda kinn.
Þökk sé þér fyrir að vera þú,
ég mun elska þig enn um sinn.
Þú fagnar nú lífi á nýjum stað
með þínum nánustu, njóttu vel,
því þangað ég kem þegar húmar að
til þess að þiggja þitt kærleiks þel.
Þín elskandi,
Erna Ólína Ólafsdóttir.
Elsku amma mín, á þessum
tímamótum er margs að minnast
og margs að sakna. Í æskuminn-
ingunum koma fyrst upp í hugann;
sláturgerð, rifsberjatínsla, sultu-
gerð og þegar við steiktum kleinur
og flatkökur saman. Allt eru þetta
ljúfar minningar sem eiga þátt í því
hver ég er í dag. Þú hefur alltaf
haft gaman af ferðalögum og þið
Rikki áttuð yndislegar stundir
saman á hinum ýmsu ferðalögum,
bæði innanlands og erlendis. Eftir
að Rikki féll frá, léstu ekki deigan
síga, heldur ferðaðist um heiminn
með því að heimsækja okkur
barnabörnin til hinna ýmsu landa.
Það eru sérstaklega ljúfar minn-
ingar þegar þú komst og heimsótt-
ir okkur til Vínarborgar og Stutt-
gart. Einu sinni varst þú hjá okkur
í tvo mánuði og hjálpaðir okkur
með nýjasta fjölskyldumeðliminn
þannig að við gætum stundað nám-
ið okkar. Það var svo sannarlega
yndislegur tími og mér fannst ég
kynnast þér alveg upp á nýtt. Þú
varst mikil félagsvera og hafðir
gaman af því að koma með okkur í
heimsóknir til vina okkar og kynn-
ast nýju fólki. Þú varst alltaf til í að
koma með þegar þér var boðið á
mannamót, tónleika eða bara á
rúntinn. Okkur hjónunum þykir
sérstaklega vænt um að hafa feng-
ið að syngja og spila fyrir þig og
samferðafólk þitt á Eir í Mos-
fellsbæ nú í haust.
Ég er svo þakklát fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman
og sérstaklega fyrir það að börnin
mín hafi fengið að kynnast þér svo
náið og eiga þar af leiðandi margar
yndislegar minningar með þér.
Far þú í friði, elsku amma, frið-
ur Guðs þig blessi og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Þín,
Margrét.
Sesselja Margrét
Karlsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BJÖRNSSON
verkfræðingur,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 15. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 30.
október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á orgelsjóð Vídalínskirkju.
.
Greta Håkansson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Atle Vivås,
Bergljót Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurjónsson,
Sverrir Sveinn Sigurðarson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og dóttir,
JÓHANNA VIÐARSDÓTTIR
frá Keflavík,
fædd 17. 12. 1946,
lést í Helsingborg, Svíþjóð hinn 18. september. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju 31. október kl. 13.00.
.
Eyjólfur Helgi Þórarinsson, Davíð Þór Þórarinsson,
Helena Þórarinsdóttir, Sylvía Þórarinsdóttir,
Elísa Þórarinsdóttir og aðrir ástvinir.
✝
Okkar ástkæri,
SIGURÐUR ARNAR MAGNÚSSON,
sem lést á heimili sínu föstudaginn
17. október, verður jarðsunginn frá
Glerárkirkju mánudaginn 3. nóvember
kl. 13.30.
Sigrún Björk Sigurðardóttir, Hrafn Jóhannesson,
Dagbjört Rós, Karen Hulda og Víkingur Kári,
Sigurrós Anna Gísladóttir,
Guðfinna Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson,
Hólmsteinn Rúnar Magnússon,
Kristín Elva Magnúsdóttir, Örn Guðmundsson,
Stefán Atli og Unnar Óli.
✝
Ástkær yndislegur sonur okkar, bróðir
og barnabarn,
ARNÓR MÁR HANSSON
frá Akureyri,
lést laugardaginn 25. október.
Sonja Bárudóttir,
Jón Helgi, Elvar Snær,
Bára Guðrún Sigurðardóttir,
Hans Aðalsteinsson, Sif Sigurbjörnsdóttir,
Stefán Valur, Jóhanna Rós, Elis Edward,
Ísak Logi, Esra Leví,
Aðalsteinn Hermannsson, Jóhanna Þórarinsdóttir.
✝
Elskuleg systir okkar,
EBBA EBENHARÐSDÓTTIR,
Hamragerði 4,
Akureyri,
lést laugardaginn 11. október .
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu
föstudaginn 31. október kl 13.30.
Unnur og Ásta Ebenharðsdætur
og fjölskyldur
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
systir og amma,
EDITH THORBERG TRAUSTADÓTTIR,
Hátúni 12, Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 23. október sl., verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00.
.
Sesselja Thorberg, Magnús Sævar Magnússon,
Trausti Ómar Thorberg, Kristín Erla Þráinsdóttir,
Trausti Thorberg Óskarsson, systkini og barnabörn.